Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 11. apríl 2025 07:32 Haft var eftir Andrési Jónssyni almannatengli í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun, aðspurður hvort hann gerði ráð fyrir málefnalegri og sanngjarnri umræðu í aðdraganda fyrirhugaðrar þjóðaratkvæðagreiðslu um það hvort stefna eigi að inngöngu í Evrópusambandið, að hann hefði sagt nei við því fyrir nokkrum árum. Nú væri hins vegar kominn nýr vinkill í umræðuna sem væru öryggis- og varnarmálin í stað þess að hún snerist einungis um sjávarútvegsmálin. „Ég hefði sagt nei fyrir einhverjum árum en nú er þessi nýi vinkill kominn inn, sem er öryggis- og varnarmál, og sem er að hafa rosaleg áhrif í Noregi. Norðmenn hafa aldrei verið jafn nálægt því að ganga í Evrópusambandið. Við sáum að Svíar gengu í NATO með skömmum fyrirvara. Þannig að ég held að vegna þessa nýja vinkils muni þetta ekki bara snúast um sjávarútvegsmál heldur líka með hverjum við viljum vera,“ sagði Andrés þannig meðal annars í þættinum. Fyrir það fyrsta er vitanlega mjög langur vegur frá því að umræðan um Evrópusambandið hér á landi hafi aðeins snúizt um sjávarútvegsmál. Í seinni tíð hefur hún líklega snúizt mun meira um gjaldmiðlamál að frumkvæði Evrópusambandssinna. Hitt er svo annað mál að erfitt er að átta sig á því hvers vegna það geti talizt ósanngjarnt að ræða sjávarútvegsmálin í þessum efnum þó skiljanlegt sé að sú umræða sé erfið fyrir Andrés og aðra sem vilja ganga í sambandið. Fimm prósent af alþingismanni Væntanlega þarf ekki að hafa mörg orð um það hversu mikilir hagsmunir eru í húfi fyrir þjóðarbúið þegar sjávarútvegurinn er annars vegar. Með inngöngu í Evrópusambandið færðist stjórn hérlendra sjávarútvegsmála til stofnana þess í samræmi við Lissabon-sáttmálann, grundvallarlöggjöf sambandsins. Svonefnd regla Evrópusambandsins um hlutfallslega stöðugar veiðar breytir engu í þeim efnum enda er hún í raun aðeins vinnuregla ráðherraráðs sambandsins. Hægt væri að breyta reglunni um hlutfallslega stöðugar veiðar, sem kveður á um úthlutun aflaheimilda samkvæmt sögulegri veiðireynslu og til stendur að gera, án aðkomu Íslands þó landið væri í Evrópusambandinu enda þarf ekki einróma samþykki í ráðherraráðinu þegar sjávarútvegsmál eru annars vegar frekar en í tilfelli nánast allra annarra málaflokka. Vægi Íslands í þeim efnum tæki mið af íbúafjölda landsins sem væri einungis á við 5% hlutdeild í alþingismanni. Varðandi Noreg er einnig langur vegur frá því að Norðmenn hafi aldrei verið líklegri til þess að ganga í Evrópusambandið. Vandséð er á hverju Andrés byggi þá fullyrðingu fyrir utan eigin óskhyggju. Meirihluti Norðmanna hefur til að mynda mælst andvígur inngöngu í sambandið í öllum skoðanakönnunum undanfarin 20 ár. Hægriflokkurinn er sem fyrr hlynntur inngöngu í Evrópusambandið en þarf stuðning flokka andvíga henni til þess að geta myndað ríkisstjórn. Tillögu um þjóðaratkvæði hafnað Tillögum um inngöngu í Evrópusambandið og þjóðaratkvæði í þeim efnum var hafnað á landsfundi Verkamannaflokksins um síðustu helgi. Þess í stað var samþykkt að innganga væri ekki á dagskrá og að samþykki nýs landsfundar þyrfti til að breyta því. Hvað Svíþjóð varðar má rifja það upp að bæði sænsk og finnsk stjórnvöld sögðu helztu ástæðuna fyrir inngöngu ríkjanna í NATO hafa verið þá að ekki væri hægt að treysta á sambandið í öryggis- og varnarmálum. Við erum þegar í varnarsamstarfi innan NATO við öll ríki Evrópusambandsins fyrir utan Írland, Austurríki, Kýpur og Möltu. Innan NATO en utan sambandsins eru hins vegar til dæmis Noregur, Bretland og Kanada auk Bandaríkjanna. Vandséð er þannig hvaða erindi við eigum í Evrópusambandið í þeim efnum sem þess utan tókst að verða háð rússneskri orku og fjármagna með því stríðsvél Rússlands samkvæmt orðum fyrrverandi utanríkisráðherra sambandsins. Væntanlega eru þessi skrif mín annars til marks um ósanngjarna umræðu um Evrópusambandið að mati Andrésar þar sem þau henta ekki málstað hans og annarra Evrópusambandssinna. Tal um að umræðan sé ekki sanngjörn vegna þess að þeir treysti sér ekki til þess að ræða um sjávarútvegsmálin í tengslum við sambandið er vitanlega einungis til marks um það að málstaður þeirra sem slíkur standi höllum fæti og það sem meira er, þeir séu vel meðvitaðir um það. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál) og heldur úti vefnum Stjórnmálin.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Evrópusambandið Mest lesið Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal Skoðun Skoðun Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Sjá meira
Haft var eftir Andrési Jónssyni almannatengli í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun, aðspurður hvort hann gerði ráð fyrir málefnalegri og sanngjarnri umræðu í aðdraganda fyrirhugaðrar þjóðaratkvæðagreiðslu um það hvort stefna eigi að inngöngu í Evrópusambandið, að hann hefði sagt nei við því fyrir nokkrum árum. Nú væri hins vegar kominn nýr vinkill í umræðuna sem væru öryggis- og varnarmálin í stað þess að hún snerist einungis um sjávarútvegsmálin. „Ég hefði sagt nei fyrir einhverjum árum en nú er þessi nýi vinkill kominn inn, sem er öryggis- og varnarmál, og sem er að hafa rosaleg áhrif í Noregi. Norðmenn hafa aldrei verið jafn nálægt því að ganga í Evrópusambandið. Við sáum að Svíar gengu í NATO með skömmum fyrirvara. Þannig að ég held að vegna þessa nýja vinkils muni þetta ekki bara snúast um sjávarútvegsmál heldur líka með hverjum við viljum vera,“ sagði Andrés þannig meðal annars í þættinum. Fyrir það fyrsta er vitanlega mjög langur vegur frá því að umræðan um Evrópusambandið hér á landi hafi aðeins snúizt um sjávarútvegsmál. Í seinni tíð hefur hún líklega snúizt mun meira um gjaldmiðlamál að frumkvæði Evrópusambandssinna. Hitt er svo annað mál að erfitt er að átta sig á því hvers vegna það geti talizt ósanngjarnt að ræða sjávarútvegsmálin í þessum efnum þó skiljanlegt sé að sú umræða sé erfið fyrir Andrés og aðra sem vilja ganga í sambandið. Fimm prósent af alþingismanni Væntanlega þarf ekki að hafa mörg orð um það hversu mikilir hagsmunir eru í húfi fyrir þjóðarbúið þegar sjávarútvegurinn er annars vegar. Með inngöngu í Evrópusambandið færðist stjórn hérlendra sjávarútvegsmála til stofnana þess í samræmi við Lissabon-sáttmálann, grundvallarlöggjöf sambandsins. Svonefnd regla Evrópusambandsins um hlutfallslega stöðugar veiðar breytir engu í þeim efnum enda er hún í raun aðeins vinnuregla ráðherraráðs sambandsins. Hægt væri að breyta reglunni um hlutfallslega stöðugar veiðar, sem kveður á um úthlutun aflaheimilda samkvæmt sögulegri veiðireynslu og til stendur að gera, án aðkomu Íslands þó landið væri í Evrópusambandinu enda þarf ekki einróma samþykki í ráðherraráðinu þegar sjávarútvegsmál eru annars vegar frekar en í tilfelli nánast allra annarra málaflokka. Vægi Íslands í þeim efnum tæki mið af íbúafjölda landsins sem væri einungis á við 5% hlutdeild í alþingismanni. Varðandi Noreg er einnig langur vegur frá því að Norðmenn hafi aldrei verið líklegri til þess að ganga í Evrópusambandið. Vandséð er á hverju Andrés byggi þá fullyrðingu fyrir utan eigin óskhyggju. Meirihluti Norðmanna hefur til að mynda mælst andvígur inngöngu í sambandið í öllum skoðanakönnunum undanfarin 20 ár. Hægriflokkurinn er sem fyrr hlynntur inngöngu í Evrópusambandið en þarf stuðning flokka andvíga henni til þess að geta myndað ríkisstjórn. Tillögu um þjóðaratkvæði hafnað Tillögum um inngöngu í Evrópusambandið og þjóðaratkvæði í þeim efnum var hafnað á landsfundi Verkamannaflokksins um síðustu helgi. Þess í stað var samþykkt að innganga væri ekki á dagskrá og að samþykki nýs landsfundar þyrfti til að breyta því. Hvað Svíþjóð varðar má rifja það upp að bæði sænsk og finnsk stjórnvöld sögðu helztu ástæðuna fyrir inngöngu ríkjanna í NATO hafa verið þá að ekki væri hægt að treysta á sambandið í öryggis- og varnarmálum. Við erum þegar í varnarsamstarfi innan NATO við öll ríki Evrópusambandsins fyrir utan Írland, Austurríki, Kýpur og Möltu. Innan NATO en utan sambandsins eru hins vegar til dæmis Noregur, Bretland og Kanada auk Bandaríkjanna. Vandséð er þannig hvaða erindi við eigum í Evrópusambandið í þeim efnum sem þess utan tókst að verða háð rússneskri orku og fjármagna með því stríðsvél Rússlands samkvæmt orðum fyrrverandi utanríkisráðherra sambandsins. Væntanlega eru þessi skrif mín annars til marks um ósanngjarna umræðu um Evrópusambandið að mati Andrésar þar sem þau henta ekki málstað hans og annarra Evrópusambandssinna. Tal um að umræðan sé ekki sanngjörn vegna þess að þeir treysti sér ekki til þess að ræða um sjávarútvegsmálin í tengslum við sambandið er vitanlega einungis til marks um það að málstaður þeirra sem slíkur standi höllum fæti og það sem meira er, þeir séu vel meðvitaðir um það. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál) og heldur úti vefnum Stjórnmálin.is.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun