Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 10. apríl 2025 21:00 Dóra Björt er formaður skipulagsráðs og borgarfulltrúi Pírata. Vísir/Einar Fregnir af umfangsmikilli uppbyggingu íbúðarhúsnæðis við andapollinn í Seljahverfi í Breiðholti eru stórlega ýktar. Þetta segir formaður umhverfis- og skipulagssviðs og að uppbyggingin sé á hugmyndastigi. Andapollurinn hefur um árabil verið ein þekktasta útivistarperla Seljahverfis. Hér hafa krakkar veitt síli og leikið sér á eyjunni í miðjum pollinum. Það supu því margir íbúar hveljur þegar fréttist af því að til stæði að byggja hundrað íbúðir í næsta nágrenni við pollinn. Greint var frá uppbyggingu 1.700 íbúða á sextán þéttingareitum í Breiðholti í vikunni og er einn þessara reita við andapollinn í Seljahverfi. Í vefsjá borgarinnar yfir uppbyggingarsvæði má hinsvegar sjá að svæðið er merkt sem þróunarsvæði. Dóra Björt Guðjónsdóttir, formaður skipulagsráðs, segir að það þýði að deiluskipulagsferli sé ekki hafið. „Þróunarsvæði þýðir bara að það er ákveðið svæði sem hefur verið skilgreint í hverfisskipulagi sem eitthvað sem við gætum þróað áfram og kannski komið með uppbyggingu síðar meir. Það er ekki búið að ákveða að fara af stað með eitt né neitt og það yrði aldrei gert nema að undangengnu miklu samtali og samráði við íbúa.“ Svæðið hafi orðið að þróunarsvæði eftir samráð við íbúa en endanleg ákvörðun um skipulag yrði að sögn Dóru aldrei tekin án frekara samráðs og kynningu. Kynningarefnið geti verið ruglandi. „Við erum alltaf að reyna að bæta okkur. Við erum komin með kortasjá húsnæðisuppbyggingar sem er sannarlega stórt skref í þá átt að bæta upplýsingagjöf en hún getur líka verið ruglandi því það eru mörg hugtök eins og til dæmis þróunarsvæði og þar er kannski verið að varpa fram tölum sem eru ekki neitt sem er búið að staðfesta á neinum stað eða ekkert sem er komið af stað raunverulega.“ Vanda þurfi til verka Húsnæðisskortur sé í borginni og vill meirihlutinn veita fleirum tækifæri á að búa innan gróinna hverfa. Ljóst sé að svæði líkt og andapollurinn séu íbúum mjög kær og að vanda þurfi til verka. „Ég veit að fólki þykir mjög vænt um þennan andapoll og það skiptir fólkið miklu máli hvað gæti komið þarna þannig að við myndum að sjálfsögðu gera það byggt á miklu samráði og það er bara lögbundið í deiluskipulagsferli að við verðum að fara út og kynna hlutina vel. Við myndum líklega hefja ferlið og ganga lengra heldur en lögbundið samráð kveður á um.“ Reykjavík Skipulag Borgarstjórn Tengdar fréttir Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fallið hefur verið frá hugmyndum um uppbyggingu um 75 til 100 íbúða við settjörnina í Seljahverfi í Breiðholti. 9. apríl 2025 06:57 Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira
Andapollurinn hefur um árabil verið ein þekktasta útivistarperla Seljahverfis. Hér hafa krakkar veitt síli og leikið sér á eyjunni í miðjum pollinum. Það supu því margir íbúar hveljur þegar fréttist af því að til stæði að byggja hundrað íbúðir í næsta nágrenni við pollinn. Greint var frá uppbyggingu 1.700 íbúða á sextán þéttingareitum í Breiðholti í vikunni og er einn þessara reita við andapollinn í Seljahverfi. Í vefsjá borgarinnar yfir uppbyggingarsvæði má hinsvegar sjá að svæðið er merkt sem þróunarsvæði. Dóra Björt Guðjónsdóttir, formaður skipulagsráðs, segir að það þýði að deiluskipulagsferli sé ekki hafið. „Þróunarsvæði þýðir bara að það er ákveðið svæði sem hefur verið skilgreint í hverfisskipulagi sem eitthvað sem við gætum þróað áfram og kannski komið með uppbyggingu síðar meir. Það er ekki búið að ákveða að fara af stað með eitt né neitt og það yrði aldrei gert nema að undangengnu miklu samtali og samráði við íbúa.“ Svæðið hafi orðið að þróunarsvæði eftir samráð við íbúa en endanleg ákvörðun um skipulag yrði að sögn Dóru aldrei tekin án frekara samráðs og kynningu. Kynningarefnið geti verið ruglandi. „Við erum alltaf að reyna að bæta okkur. Við erum komin með kortasjá húsnæðisuppbyggingar sem er sannarlega stórt skref í þá átt að bæta upplýsingagjöf en hún getur líka verið ruglandi því það eru mörg hugtök eins og til dæmis þróunarsvæði og þar er kannski verið að varpa fram tölum sem eru ekki neitt sem er búið að staðfesta á neinum stað eða ekkert sem er komið af stað raunverulega.“ Vanda þurfi til verka Húsnæðisskortur sé í borginni og vill meirihlutinn veita fleirum tækifæri á að búa innan gróinna hverfa. Ljóst sé að svæði líkt og andapollurinn séu íbúum mjög kær og að vanda þurfi til verka. „Ég veit að fólki þykir mjög vænt um þennan andapoll og það skiptir fólkið miklu máli hvað gæti komið þarna þannig að við myndum að sjálfsögðu gera það byggt á miklu samráði og það er bara lögbundið í deiluskipulagsferli að við verðum að fara út og kynna hlutina vel. Við myndum líklega hefja ferlið og ganga lengra heldur en lögbundið samráð kveður á um.“
Reykjavík Skipulag Borgarstjórn Tengdar fréttir Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fallið hefur verið frá hugmyndum um uppbyggingu um 75 til 100 íbúða við settjörnina í Seljahverfi í Breiðholti. 9. apríl 2025 06:57 Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira
Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fallið hefur verið frá hugmyndum um uppbyggingu um 75 til 100 íbúða við settjörnina í Seljahverfi í Breiðholti. 9. apríl 2025 06:57