Þetta kemur fram í dagbók lögreglu, en umrætt atvik átti sér stað í umdæmi lögreglustöðvar 3, sem sér um verkefni í Kópavogi og Breiðholti.
Í sama umdæmi var maður handtekinn vegna gruns um líkamsárás í verslun. Sá var vistaður í fangaklefa í þágu rannsóknar málsins.
Tilkynnt var um eld í bíl í umdæmi lögreglustöðvar 4, sem sér um löggæslu í Árbæ, Norðlingaholti, Mosfellsbæ, Grafarvogi, Grafarholti, og Kjalarnesi. Lögreglan fór á vettvang ásamt slökkviliði.