Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Kjartan Kjartansson skrifar 11. apríl 2025 09:51 Kolaorkuver í Vestur-Virginíu spúir reyk út í loftið. Bandaríkjastjórn vill óhefta losun gróðurhúsalofttegunda þrátt fyrir að þær valdi vaxandi hnattrænni hlýnun og loftslagsbreytingum á jörðinni. Vísir/EPA Ríkisstjórn repúblikana í Bandaríkjunum ætlar að hætta að krefjast þess að mengandi iðnaður skili upplýsingum um losun gróðurhúsalofttegunda. Aðgerðin er hluti af skipulegri áætlun stjórnvalda um að stöðva tilraunir til að vinna gegn loftslagsbreytingum. Um átta þúsund fyrirtæki þurfa nú að skila Umhverfisstofnun Bandaríkjanna upplýsingum um losun sína á gróðurhúsalofttegundum sem valda loftslagsbreytingum á jörðinni. Nýir yfirmenn stofnunarinnar hafa hins vegar skipað starfsmönnum að skrifa nýjar reglur til að draga verulega úr kröfum um gagnaöflun um umfang losunarinnar. Eftir breytinguna yrðu það aðeins í kringum 2.300 fyrirtæki í hluta olíu- og gasiðnaðarins sem þyrftu að standa skil á upplýsingum um losun sína til umhverfisyfirvalda samkvæmt umfjöllun bandaríska fjölmiðilsins ProPublica. Gögnin sem Umhverfisstofnunin hefur aflað frá iðnfyrirtækjum er stórt hluti af þeim upplýsingum sem hafa farið í losunarbókhald Bandaríkjanna gagnvart Parísarsamkomulaginu. Án þeirra yrði mun erfiðara fyrir bandarísk stjórnvöld að takmarka losun ef ný ríkisstjórn tekur einhvern tímann við sem hefur áhuga á því. „Þetta væri svolítið eins og að taka úr sambandi tækið sem fylgist með lífsmörkum sjúklings sem er í lífshættu,“ segir Edward Maibach, prófessor við George Mason-háskóla við bandaríska miðilinn, sem spyr einnig hvernig Bandaríkin eigi að verjast loftslagsvánni ef þau fylgjast ekki með því sem þau gera til að ágera vandamálið. Vilja koma í veg fyrir allar loftslagsaðgerðir Bandarískir repúblikanar hafa um árabil neitað að viðurkenna vísindalegar staðreyndir um loftslagsbreytingar og orsakir þeirra. Á fyrra kjörtímabili núverandi forseta drógu þeir Bandaríkin út úr Parísarsamkomulaginu en Joe Biden gekk aftur í það þegar hann tók við völdum árið 2021. Ríkisstjórnin vinnur nú marvisst að því að stöðva loftslagsaðgerðir og rannsóknir og gagnaöflun um loftslagsbreytingar. Hún ætlar meðal annars að hætta að fjármagna vinnu við umfangsmikla loftslagsskýrslu sem bundið er í lögum að alríkisstjórnin eigi að birta á fimm ára fresti. Þrátt fyrir að forseti hafi ekki vald til þess gaf sitjandi forseti nýlega út tilskipun sem átti að banna einstökum ríkjum Bandaríkjanna að framfylgja lögum um loftslagsaðgerðir eða takmörkun á notkun jarðefnaeldsneytis. Hnattræn hlýnun nemur nú meira en heilli gráðu frá upphafi iðnbyltingar en orsök hennar er stórfelld losun mannkynsins á gróðurhúsalofttegundum, fyrst og fremst með bruna á jarðefnaeldsneyti. Bandaríkin hafa losað mest af gróðurhúsalofttegundum allra ríkja á jörðinni og eru næststærsti losandinn á eftir Kína um þessar mundir. Loftslagsmál Bandaríkin Umhverfismál Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira
Um átta þúsund fyrirtæki þurfa nú að skila Umhverfisstofnun Bandaríkjanna upplýsingum um losun sína á gróðurhúsalofttegundum sem valda loftslagsbreytingum á jörðinni. Nýir yfirmenn stofnunarinnar hafa hins vegar skipað starfsmönnum að skrifa nýjar reglur til að draga verulega úr kröfum um gagnaöflun um umfang losunarinnar. Eftir breytinguna yrðu það aðeins í kringum 2.300 fyrirtæki í hluta olíu- og gasiðnaðarins sem þyrftu að standa skil á upplýsingum um losun sína til umhverfisyfirvalda samkvæmt umfjöllun bandaríska fjölmiðilsins ProPublica. Gögnin sem Umhverfisstofnunin hefur aflað frá iðnfyrirtækjum er stórt hluti af þeim upplýsingum sem hafa farið í losunarbókhald Bandaríkjanna gagnvart Parísarsamkomulaginu. Án þeirra yrði mun erfiðara fyrir bandarísk stjórnvöld að takmarka losun ef ný ríkisstjórn tekur einhvern tímann við sem hefur áhuga á því. „Þetta væri svolítið eins og að taka úr sambandi tækið sem fylgist með lífsmörkum sjúklings sem er í lífshættu,“ segir Edward Maibach, prófessor við George Mason-háskóla við bandaríska miðilinn, sem spyr einnig hvernig Bandaríkin eigi að verjast loftslagsvánni ef þau fylgjast ekki með því sem þau gera til að ágera vandamálið. Vilja koma í veg fyrir allar loftslagsaðgerðir Bandarískir repúblikanar hafa um árabil neitað að viðurkenna vísindalegar staðreyndir um loftslagsbreytingar og orsakir þeirra. Á fyrra kjörtímabili núverandi forseta drógu þeir Bandaríkin út úr Parísarsamkomulaginu en Joe Biden gekk aftur í það þegar hann tók við völdum árið 2021. Ríkisstjórnin vinnur nú marvisst að því að stöðva loftslagsaðgerðir og rannsóknir og gagnaöflun um loftslagsbreytingar. Hún ætlar meðal annars að hætta að fjármagna vinnu við umfangsmikla loftslagsskýrslu sem bundið er í lögum að alríkisstjórnin eigi að birta á fimm ára fresti. Þrátt fyrir að forseti hafi ekki vald til þess gaf sitjandi forseti nýlega út tilskipun sem átti að banna einstökum ríkjum Bandaríkjanna að framfylgja lögum um loftslagsaðgerðir eða takmörkun á notkun jarðefnaeldsneytis. Hnattræn hlýnun nemur nú meira en heilli gráðu frá upphafi iðnbyltingar en orsök hennar er stórfelld losun mannkynsins á gróðurhúsalofttegundum, fyrst og fremst með bruna á jarðefnaeldsneyti. Bandaríkin hafa losað mest af gróðurhúsalofttegundum allra ríkja á jörðinni og eru næststærsti losandinn á eftir Kína um þessar mundir.
Loftslagsmál Bandaríkin Umhverfismál Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira