Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar 11. apríl 2025 10:33 Í mínum störfum með fjölmörgum fyrirtækjum, stofnunum, sveitarfélögum og einstaklingum birtist skýrt hvað fagmennska í tengslum við forystu (e. leadership) er gríðarlega mikilvæg og skilar ávinningi á öllum sviðum. Skiptir þá ekki máli hvort það er til dæmis á sviði mannauðsmála, samskipta við viðskiptavini eða reksturs og fjármála. Þetta er í samræmi við fjölda rannsókna. Í stuttu máli má segja að þjónandi forysta (e. servant leadership) rammi inn faglega forystu, eða árangursríka forystu, enda nýta mörg framsækin fyrirtæki og stofnanir sem ná afburða árangri, sérstaklega erlendis, sér hana til að ná markmiðum sínum. Þjónandi forysta sem snýst um að blanda saman að þjóna og leiða, byggir meðal annars á auðmýkt, þjónustu við aðra, skýrri framtíðarsýn og ábyrgðarskyldu. Það hefur verið sýnt fram á að þjónandi forysta hefur meðal annars jákvæð áhrif á starfsánægju auk þess að skapa og viðhalda vinnustaðamenningu þar sem ríkir traust, gagnsæi, samvinna, metnaður og fókus á sameiginlegan árangur allra hagsmunaaðila. Heartstyles, sem gengur út á að „lifa og leiða með hjartanu“ er alþjóðlegt forystumódel og aðferðafræði sem rammar forystu inn með sambærilegum hætti. Þar er lögð er áhersla á tvær lykilvíddir árangursríkrar hegðunar: (1) Auðmýkt sem snýst meðal annars um að þora að vera maður sjálfur og (2) umhyggja sem stendur meðal annars fyrir að vilja byggja upp sambönd og hjálpa öðrum að vaxa.Á sama tíma er áhersla á að draga úr hegðun sem tengist tveimur öðrum víddum: (1) Sjálfmiðað og neikvætt stolt og (2) hegðun drifin af ótta, sem dregur úr eða kemur í veg fyrir hugrekki og að við getum verið við sjálf. Lykilatriðið í þessu öllu er að fagleg forysta skilar aukinni velferð starfsfólks á sama tíma og það hjálpar fyrirtækjum og stofnunum að ná markmiðum sínum. Í rauninni græða allir, þar á meðal samfélagið. Vá, þetta hljómar næstum því eins og töfrablanda! En spurningin er; af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og forystufólk að nýta sér þetta? Svar óskast sent til sigurdragn@unak.is Höfundur er forseti Viðskiptadeildar Háskólans á Akureyri, Heartstyles forystuþjálfari og umsjónarmaður hlaðvarpsins „Forysta & samskipti.“ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stjórnun Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Sjá meira
Í mínum störfum með fjölmörgum fyrirtækjum, stofnunum, sveitarfélögum og einstaklingum birtist skýrt hvað fagmennska í tengslum við forystu (e. leadership) er gríðarlega mikilvæg og skilar ávinningi á öllum sviðum. Skiptir þá ekki máli hvort það er til dæmis á sviði mannauðsmála, samskipta við viðskiptavini eða reksturs og fjármála. Þetta er í samræmi við fjölda rannsókna. Í stuttu máli má segja að þjónandi forysta (e. servant leadership) rammi inn faglega forystu, eða árangursríka forystu, enda nýta mörg framsækin fyrirtæki og stofnanir sem ná afburða árangri, sérstaklega erlendis, sér hana til að ná markmiðum sínum. Þjónandi forysta sem snýst um að blanda saman að þjóna og leiða, byggir meðal annars á auðmýkt, þjónustu við aðra, skýrri framtíðarsýn og ábyrgðarskyldu. Það hefur verið sýnt fram á að þjónandi forysta hefur meðal annars jákvæð áhrif á starfsánægju auk þess að skapa og viðhalda vinnustaðamenningu þar sem ríkir traust, gagnsæi, samvinna, metnaður og fókus á sameiginlegan árangur allra hagsmunaaðila. Heartstyles, sem gengur út á að „lifa og leiða með hjartanu“ er alþjóðlegt forystumódel og aðferðafræði sem rammar forystu inn með sambærilegum hætti. Þar er lögð er áhersla á tvær lykilvíddir árangursríkrar hegðunar: (1) Auðmýkt sem snýst meðal annars um að þora að vera maður sjálfur og (2) umhyggja sem stendur meðal annars fyrir að vilja byggja upp sambönd og hjálpa öðrum að vaxa.Á sama tíma er áhersla á að draga úr hegðun sem tengist tveimur öðrum víddum: (1) Sjálfmiðað og neikvætt stolt og (2) hegðun drifin af ótta, sem dregur úr eða kemur í veg fyrir hugrekki og að við getum verið við sjálf. Lykilatriðið í þessu öllu er að fagleg forysta skilar aukinni velferð starfsfólks á sama tíma og það hjálpar fyrirtækjum og stofnunum að ná markmiðum sínum. Í rauninni græða allir, þar á meðal samfélagið. Vá, þetta hljómar næstum því eins og töfrablanda! En spurningin er; af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og forystufólk að nýta sér þetta? Svar óskast sent til sigurdragn@unak.is Höfundur er forseti Viðskiptadeildar Háskólans á Akureyri, Heartstyles forystuþjálfari og umsjónarmaður hlaðvarpsins „Forysta & samskipti.“
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun