Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir skrifar 11. apríl 2025 12:03 Rekstri Akureyrarbæjar verður seint lýst með orðum Nóbelskáldsins um að allt fari þetta einhvern veginn. Ársreikningar sveitarfélagsins sýna svart á hvítu að styrk stjórn fjármála og aðhald í rekstri hafa skilað góðum árangri. Síðustu ár hafa verið þung í rekstri sveitarfélaga enda verkefnin ærin. Akureyrarbær hefur ekki farið varhluta af því. Sem betur fer hefur ráðdeildin borgað sig og fjárhagur sveitarfélagsins er nú sterkari en verið hefur um langan tíma. Málaflokkar standast áætlun ársins, tekjurnar eru betri og vaxtaumhverfið hagfelldara. Árið 2024 var samstæðan rekin með 2.218 milljóna króna afgangi og gekk því mun betur en áætlanir höfðu gert ráð fyrir. Meginskýringar á bættri afkomu eru dvínandi verðbólga, hófleg hækkun lífeyrisskuldbindinga og hækkun tekna úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga og hærri þjónustutekjur, einkum hjá hafnasamlagi og veitum. Niðurstaða aðalsjóðs og A-hluta er jákvæð og langt yfir væntingum sem er heldur betur gleðilegt. Samkvæmt sjóðstreymi nam veltufé frá rekstri 5,7 milljörðum króna sem er næstum 800 milljónum betri niðurstaða en áætlað var. Á sama tíma hefur verið fjárfest fyrir ríflega 5 milljarða í nýju hverfi, skólum og íþróttamannvirkjum sem og öðru. Skuldir hafa ennfremur lækkað hlutfallslega milli ára og var skuldaviðmið samstæðunnar í árslok 2024 75% og lækkar um 5% frá fyrra ári. Skuldaviðmið A-hluta var 54% í árslok. Ég viðurkenni fúslega að ég er ákaflega hreykin af þessari góðu niðurstöðu. Víða kreppir skóinn á Íslandi í dag og í heiminum öllum, en við stöndum keik, rekum gott velferðarsamfélag sem iðar af menningu, býður upp á framúrskarandi uppfræðslu og menntun, mikil lífsgæði og íþróttastarf sem skilar okkur ár eftir ár titlum og viðurkenningum sem við getum öll verið stolt af. Bæjarfulltrúar, starfsfólk sveitarfélagsins, atvinnulífið og bæjarbúar allir eiga sinn þátt í þessari góðu niðurstöðu. Við getum verið þakklát fyrir okkar góða samfélag. Áfram Akureyri! Höfundur er bæjarstjóri á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Akureyri Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun Skoðun Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Hópur meðlima Samtaka grænkera á Íslandi skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Sjá meira
Rekstri Akureyrarbæjar verður seint lýst með orðum Nóbelskáldsins um að allt fari þetta einhvern veginn. Ársreikningar sveitarfélagsins sýna svart á hvítu að styrk stjórn fjármála og aðhald í rekstri hafa skilað góðum árangri. Síðustu ár hafa verið þung í rekstri sveitarfélaga enda verkefnin ærin. Akureyrarbær hefur ekki farið varhluta af því. Sem betur fer hefur ráðdeildin borgað sig og fjárhagur sveitarfélagsins er nú sterkari en verið hefur um langan tíma. Málaflokkar standast áætlun ársins, tekjurnar eru betri og vaxtaumhverfið hagfelldara. Árið 2024 var samstæðan rekin með 2.218 milljóna króna afgangi og gekk því mun betur en áætlanir höfðu gert ráð fyrir. Meginskýringar á bættri afkomu eru dvínandi verðbólga, hófleg hækkun lífeyrisskuldbindinga og hækkun tekna úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga og hærri þjónustutekjur, einkum hjá hafnasamlagi og veitum. Niðurstaða aðalsjóðs og A-hluta er jákvæð og langt yfir væntingum sem er heldur betur gleðilegt. Samkvæmt sjóðstreymi nam veltufé frá rekstri 5,7 milljörðum króna sem er næstum 800 milljónum betri niðurstaða en áætlað var. Á sama tíma hefur verið fjárfest fyrir ríflega 5 milljarða í nýju hverfi, skólum og íþróttamannvirkjum sem og öðru. Skuldir hafa ennfremur lækkað hlutfallslega milli ára og var skuldaviðmið samstæðunnar í árslok 2024 75% og lækkar um 5% frá fyrra ári. Skuldaviðmið A-hluta var 54% í árslok. Ég viðurkenni fúslega að ég er ákaflega hreykin af þessari góðu niðurstöðu. Víða kreppir skóinn á Íslandi í dag og í heiminum öllum, en við stöndum keik, rekum gott velferðarsamfélag sem iðar af menningu, býður upp á framúrskarandi uppfræðslu og menntun, mikil lífsgæði og íþróttastarf sem skilar okkur ár eftir ár titlum og viðurkenningum sem við getum öll verið stolt af. Bæjarfulltrúar, starfsfólk sveitarfélagsins, atvinnulífið og bæjarbúar allir eiga sinn þátt í þessari góðu niðurstöðu. Við getum verið þakklát fyrir okkar góða samfélag. Áfram Akureyri! Höfundur er bæjarstjóri á Akureyri.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun