Grealish og Foden líður ekki vel Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. apríl 2025 20:01 Ensku landsliðsmennirnir Jack Grealish og Phil Foden lentu í leiðinlegum atvikum í leik Manchester City við Manchester United. Getty/ James Gill Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, sagði frá því á blaðamannafundi í dag að atvikin á Old Trafford um síðustu helgi hafi haft mikil áhrif á leikmenn hans Jack Grealish og Phil Foden. Guardiola segir vandamálið þó liggja hjá samfélaginu en ekki hjá Manchester United. BBC segir frá. Tuttugu ára maður var ákærður fyrir árás eftir að hann sló Grealish í andlitið þegar City maðurinn var að yfirgefa völlinn eftir Manchester slaginn sem endaði með markalausu jafntefli. Foden þurfti einnig að hlusta á niðrandi köll úr stúkunni í leiknum en þau snerust um móður hans. Manchester United hefur fordæmt þessa hegðun stuðningsmanna sinna en enska knattspyrnusambandið ákvað að kæra ekki félagið. Guardiola var spurður út í það að blaðamannafundi hvernig þeim Grealish og Foden líði. „Þeim líður ekki vel en við höldum áfram,“ sagði Pep Guardiola. „Þetta er klikkaður heimur og enginn sleppur við að kynnast því,“ sagði Guardiola. „Þetta snýst ekki um United. Þetta er ekki vandamál eins félags eða vandamál fótboltans. Þetta snýst heldur ekki um þennan einstakling. Þetta er að gerast alls staðar,“ sagði Guardiola. City tekur á móti Crystal Palace á Etihad leikvanginum á morgun. Liðið verður enn án þeirra Erling Haaland, Rodri, John Stones, Manuel Akanji og Nathan Ake, sem eru allir meiddir. Pep Guardiola provides an update on the wellbeing of Jack Grealish and Phil Foden following incidents at the Manchester derby. pic.twitter.com/CiQ8Lo4qTi— Sky Sports News (@SkySportsNews) April 11, 2025 Enski boltinn Mest lesið Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Enski boltinn Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Íslenski boltinn Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Sport Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Íslenski boltinn Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Fótbolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Löng bið eftir sigri Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Sjá meira
Guardiola segir vandamálið þó liggja hjá samfélaginu en ekki hjá Manchester United. BBC segir frá. Tuttugu ára maður var ákærður fyrir árás eftir að hann sló Grealish í andlitið þegar City maðurinn var að yfirgefa völlinn eftir Manchester slaginn sem endaði með markalausu jafntefli. Foden þurfti einnig að hlusta á niðrandi köll úr stúkunni í leiknum en þau snerust um móður hans. Manchester United hefur fordæmt þessa hegðun stuðningsmanna sinna en enska knattspyrnusambandið ákvað að kæra ekki félagið. Guardiola var spurður út í það að blaðamannafundi hvernig þeim Grealish og Foden líði. „Þeim líður ekki vel en við höldum áfram,“ sagði Pep Guardiola. „Þetta er klikkaður heimur og enginn sleppur við að kynnast því,“ sagði Guardiola. „Þetta snýst ekki um United. Þetta er ekki vandamál eins félags eða vandamál fótboltans. Þetta snýst heldur ekki um þennan einstakling. Þetta er að gerast alls staðar,“ sagði Guardiola. City tekur á móti Crystal Palace á Etihad leikvanginum á morgun. Liðið verður enn án þeirra Erling Haaland, Rodri, John Stones, Manuel Akanji og Nathan Ake, sem eru allir meiddir. Pep Guardiola provides an update on the wellbeing of Jack Grealish and Phil Foden following incidents at the Manchester derby. pic.twitter.com/CiQ8Lo4qTi— Sky Sports News (@SkySportsNews) April 11, 2025
Enski boltinn Mest lesið Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Enski boltinn Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Íslenski boltinn Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Sport Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Íslenski boltinn Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Fótbolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Löng bið eftir sigri Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Sjá meira