Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana Jóhanna María Ægisdóttir skrifar 13. apríl 2025 07:02 Ég hef ætlað mér að stunda nám við þjóðfræði alveg síðan að ég frétti að námið væri til. Það var hins vegar ekki fyrr en rétt hálfu ári áður en ég hóf nám í Háskóla Íslands sem ég vissi af náminu. Það kom mér á óvart að hafa ekki heyrt um það áður, þar sem samfélagið sem ég ólst upp í, á Stykkishólmi, hélt mikið upp á allskonar hefðir, muni og minningar, sem oft eru rannsóknarefni þjóðfræðinga. Meðal annars mætti minnast á gömlu húsin sem enn vekja mikla athygli og tilfinningar bæði meðal bæjarbúa og ferðamanna. Spurningarnar höfðu alltaf verið til staðar. Af hverju finnast fólki svona hlutir merkilegir? Þetta er spurning sem hefur breyst mikið í huga mínum. Í stað þess að spyrja hennar í skilningsleysi þá spyr ég af undrun, forvitni og vilja til að vita meira. Þjóðfræðin, og í raun hvaða nám sem er, getur hjálpað manni að fá nýtt sjónarhorn á daglegt líf. Í þjóðfræðinni myndi það kallast að setja á sig þjóðfræðigleraugun. Sem dæmi hef ég heyrt þjóðfræðinga minnast á hvernig álit þeirra á hefðum eins og hátíðum breyttist eftir að þau hófu námið. Mig langar einnig að taka páskana sem dæmi, þar sem þeir eru rétt handan við hornið. Páskahátíðin í sinni best þekktu mynd er nátengd við kristna trú. Í nútímanum er hins vegar minni áhersla á trúarlegu hlið hátíðarinnar og meiri á hefðir sem fólk hefur mótað sér í nútímanum. Páskahérinn og hænan eru vinsælar táknmyndir hátíðarinnar, en það er ekki ný tilkomið. Uppruni þeirra hefða eru nátengd enska heitinu á páskahátíðinni (e. Easter), sem á rætur sínar að rekja til Anglo-Saxon gyðjunnar Eostre (Ostara). Eostre var gyðja vorsins, morgunsins, endurfæðingarinnar og barna. Sagan segir að Eostre hafi umbreytt uppáhalds fuglinum sínu í kanínu sem gladdi börn með því að færa þeim marglit egg, sem voru tákn upphafsins. Hænur eru því tengdar við páskana í gegnum eiginleika þeirra til að verpa eggjum. Páskahefðin, eins og aðrar hefðir, hefur tekið breytingum eftir stað og stund. Í nútímanum eru páska kanínur og hænur oftast séðar í formi sælgætis og/eða skreytinga. Hefðir eru einnig mismunandi eftir fjölskyldum. Þar sem fjölskyldan mín mætti lengi í miðnæturmessu laugardaginn fyrir páskadag var venjan að sofa út. Einn eða tveir fjölskyldumeðlimir vöknuðu samt aðeins fyrr til að undirbúa morgunmatinn, sem voru allt frá eggjum, brauði með allskonar áleggi og pönnukökum. Fyrir morgunmatinn földu foreldrarnir mínir einnig lítil súkkulaðiegg í mismunandi litum í stofunni. Ég og systur mínar kepptumst við að finna öll eggin af okkar lit á undan hinum og maður varð einnig frekar góður í því að gefa ekki frá sér viðbrögð þegar maður fann egg einhvers annars. Ég hef heyrt af öðrum fjölskyldum sem fela eggin út í garði ef veður leyfir eða fela aðeins stóru páskaeggin. Fjölskyldan mín hefur það einnig fyrir sið að velja grein úr einum runna í garðinum, klippa hana af og skreyta með allskonar páskalegu skrauti. Þá eru það yfirleitt gulu ungarnir sem við höfum safnað af páskaeggjum undanfarna páska. Áfram mætti lengi telja og páskahefðirnar eru fjölbreyttar. Við vitum ekki endilega hver uppruni hverrar einustu hefðar er, en skiptir það í raun öllu máli? Hefðir eru aðeins lifandi ef það er þörf á þeim, þær hafa einhverja þýðingu eða tilgang. Tökum þorrablótið sem dæmi um hefð sem dó út en birtist svo á ný í seinni tíð með nýrri uppsetningu og hlutverki. Það er áhugavert að velta því fyrir sér af hverju við höldum í hefðir? Af hverju eru þær mikilvægar fyrir okkur? Höldum við þeim uppi vegna þess að þær gagnast okkur eða er það vegna þess að manneskjur eru vanasamar verur? Þetta eru spurningarnar sem ég hef öðlast áhuga á í gegnum námið mitt í þjóðfræðinni. Það er áhugavert að velta fyrir sér hvað það er sem kallar á breytingar á hefðum, en það er mikilvægt að leyfa þeim að þróast og breytast, annars hverfa þær. Höfundur er þjóðfræðinemi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Menning Skóla- og menntamál Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Sjá meira
Ég hef ætlað mér að stunda nám við þjóðfræði alveg síðan að ég frétti að námið væri til. Það var hins vegar ekki fyrr en rétt hálfu ári áður en ég hóf nám í Háskóla Íslands sem ég vissi af náminu. Það kom mér á óvart að hafa ekki heyrt um það áður, þar sem samfélagið sem ég ólst upp í, á Stykkishólmi, hélt mikið upp á allskonar hefðir, muni og minningar, sem oft eru rannsóknarefni þjóðfræðinga. Meðal annars mætti minnast á gömlu húsin sem enn vekja mikla athygli og tilfinningar bæði meðal bæjarbúa og ferðamanna. Spurningarnar höfðu alltaf verið til staðar. Af hverju finnast fólki svona hlutir merkilegir? Þetta er spurning sem hefur breyst mikið í huga mínum. Í stað þess að spyrja hennar í skilningsleysi þá spyr ég af undrun, forvitni og vilja til að vita meira. Þjóðfræðin, og í raun hvaða nám sem er, getur hjálpað manni að fá nýtt sjónarhorn á daglegt líf. Í þjóðfræðinni myndi það kallast að setja á sig þjóðfræðigleraugun. Sem dæmi hef ég heyrt þjóðfræðinga minnast á hvernig álit þeirra á hefðum eins og hátíðum breyttist eftir að þau hófu námið. Mig langar einnig að taka páskana sem dæmi, þar sem þeir eru rétt handan við hornið. Páskahátíðin í sinni best þekktu mynd er nátengd við kristna trú. Í nútímanum er hins vegar minni áhersla á trúarlegu hlið hátíðarinnar og meiri á hefðir sem fólk hefur mótað sér í nútímanum. Páskahérinn og hænan eru vinsælar táknmyndir hátíðarinnar, en það er ekki ný tilkomið. Uppruni þeirra hefða eru nátengd enska heitinu á páskahátíðinni (e. Easter), sem á rætur sínar að rekja til Anglo-Saxon gyðjunnar Eostre (Ostara). Eostre var gyðja vorsins, morgunsins, endurfæðingarinnar og barna. Sagan segir að Eostre hafi umbreytt uppáhalds fuglinum sínu í kanínu sem gladdi börn með því að færa þeim marglit egg, sem voru tákn upphafsins. Hænur eru því tengdar við páskana í gegnum eiginleika þeirra til að verpa eggjum. Páskahefðin, eins og aðrar hefðir, hefur tekið breytingum eftir stað og stund. Í nútímanum eru páska kanínur og hænur oftast séðar í formi sælgætis og/eða skreytinga. Hefðir eru einnig mismunandi eftir fjölskyldum. Þar sem fjölskyldan mín mætti lengi í miðnæturmessu laugardaginn fyrir páskadag var venjan að sofa út. Einn eða tveir fjölskyldumeðlimir vöknuðu samt aðeins fyrr til að undirbúa morgunmatinn, sem voru allt frá eggjum, brauði með allskonar áleggi og pönnukökum. Fyrir morgunmatinn földu foreldrarnir mínir einnig lítil súkkulaðiegg í mismunandi litum í stofunni. Ég og systur mínar kepptumst við að finna öll eggin af okkar lit á undan hinum og maður varð einnig frekar góður í því að gefa ekki frá sér viðbrögð þegar maður fann egg einhvers annars. Ég hef heyrt af öðrum fjölskyldum sem fela eggin út í garði ef veður leyfir eða fela aðeins stóru páskaeggin. Fjölskyldan mín hefur það einnig fyrir sið að velja grein úr einum runna í garðinum, klippa hana af og skreyta með allskonar páskalegu skrauti. Þá eru það yfirleitt gulu ungarnir sem við höfum safnað af páskaeggjum undanfarna páska. Áfram mætti lengi telja og páskahefðirnar eru fjölbreyttar. Við vitum ekki endilega hver uppruni hverrar einustu hefðar er, en skiptir það í raun öllu máli? Hefðir eru aðeins lifandi ef það er þörf á þeim, þær hafa einhverja þýðingu eða tilgang. Tökum þorrablótið sem dæmi um hefð sem dó út en birtist svo á ný í seinni tíð með nýrri uppsetningu og hlutverki. Það er áhugavert að velta því fyrir sér af hverju við höldum í hefðir? Af hverju eru þær mikilvægar fyrir okkur? Höldum við þeim uppi vegna þess að þær gagnast okkur eða er það vegna þess að manneskjur eru vanasamar verur? Þetta eru spurningarnar sem ég hef öðlast áhuga á í gegnum námið mitt í þjóðfræðinni. Það er áhugavert að velta fyrir sér hvað það er sem kallar á breytingar á hefðum, en það er mikilvægt að leyfa þeim að þróast og breytast, annars hverfa þær. Höfundur er þjóðfræðinemi.
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun