Nýliðar Ipswich Town komust tveimur mörkum yfir gegn Chelsea en misstu forskotið niður og urðu að sætta sig við jafntefli. Lökatölur á Stamford Bridge, 2-2.
Julio Ensico kom Ipswich yfir á 19. mínútu eftir undirbúning frá Ben Johnson. Tólf mínútum síðar snerist dæmið við. Þá skoraði Johnson eftir undirbúning Ensicos.
Strax í upphafi seinni hálfleiks skoraði Marc Cucurella og minnkaði muninn í 1-2.
Jadon Sancho kom inn á sem varamaður á 68. mínútu og ellefu mínútum síðar jafnaði hann metin, 2-2.
Chelsea, sem hefur gert tvö jafntefli í röð, er í 5. sæti deildarinnar en Ipswich er áfram í 18. sætinu með 21 stig, fjórtán stigum frá öruggu sæti.