„Getum klárlega farið alla leið ef við viljum það“ Stefán Marteinn Ólafsson skrifar 13. apríl 2025 21:35 Dagbjört Dögg Karlsdóttir er lykilmaður í liði Vals. vísir/Hulda Margrét Valur sendi Þórsara í sumarfrí í Bónus deild kvenna í kvöld þegar þær höfðu betur með fimm stigum 75-70 og um leið 3-1 í seríu. „Mjög góð og léttir að þurfa ekki að fara aftur norður. Þetta var ekki fallegur sigur en þetta er svona einn af þeim sem að sigur er sigur. Ánægð með sigurinn en margt sem að við hefðum getað gert betur í dag fannst mér“ sagði Dagbjört Dögg Karlsdóttir leikmaður Vals eftir sigurinn í kvöld. Valur byrjaði leikinn af krafti en missti svo svolítið tökin og Þór leiddi leikinn lengi vel. Það var aftur á móti góður endasprettur sem sigldi þessu heim fyrir Val. „Þegar við missum þetta þarna niður þá finnst mér það sérstaklega þarna varnarlega. Við erum að leyfa Maddie að gera alltof mikið þarna í teignum og tókum eitt leikhlé þarna þar sem Jamil bað okkur aðeins um að ýta henni meira út úr teignum og gera þetta aðeins erfðara og þegar við byrjuðum að gera það þá fannst mér við aðeins ná taktinum upp“ „Ég fæ þarna opið skot sem að ég set niður og þetta var svolítið meðbyrinn með okkur þarna þegar ég set þetta skot niður fannst mér. Small saman í vörninni og skotin fóru að detta“ Dagbjört Dögg setti niður mikilvægan þrist þegar langt var liðið inn í fjórða leikhluta sem að jafnaði leikinn og það virtist kveikja í Valsliðinu. „Það kemur alltaf svona „momentum“ með stemningsþristum og svo fannst mér stúkan frábær líka. Öll svona stemning og orka það fleytir okkur ansi langt“ Valur hafði betur í seríunni 3-1 og bíða nú bara eftir að fá að vita hverjir verða mótherjar þeirra í undanúrslitum en hversu langt getur þetta Valslið farið? „Alla leið. Það er ekki spurning. Það er það sama með öll lið í þessari deild. Við sjáum bara að þessi lið sem eru komin áfram þau eru alveg búnar að vera í hörku leikjum fyrir utan kannski Keflavík, þær fóru svona frekar léttilega með Tindastól en það getur allt gerst í þessu og við getum klárlega farið alla leið ef við viljum það“ sagði Dagbjört Dögg að lokum. Valur Bónus-deild kvenna Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít Handbolti „Auðvitað var þetta sjokk“ Körfubolti Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Átta mig ekki á því af hverju það er víti og rautt“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik „Auðvitað var þetta sjokk“ Barði sig til blóðs eftir tap á HM Afinn tapaði á ögurstundu Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Snæfríður Sól og Snorri Dagur eru sundfólk ársins Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Bunting slapp með skrekkinn og mætir Indverjanum sem opnaði flóðgáttirnar Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Sjá meira
„Mjög góð og léttir að þurfa ekki að fara aftur norður. Þetta var ekki fallegur sigur en þetta er svona einn af þeim sem að sigur er sigur. Ánægð með sigurinn en margt sem að við hefðum getað gert betur í dag fannst mér“ sagði Dagbjört Dögg Karlsdóttir leikmaður Vals eftir sigurinn í kvöld. Valur byrjaði leikinn af krafti en missti svo svolítið tökin og Þór leiddi leikinn lengi vel. Það var aftur á móti góður endasprettur sem sigldi þessu heim fyrir Val. „Þegar við missum þetta þarna niður þá finnst mér það sérstaklega þarna varnarlega. Við erum að leyfa Maddie að gera alltof mikið þarna í teignum og tókum eitt leikhlé þarna þar sem Jamil bað okkur aðeins um að ýta henni meira út úr teignum og gera þetta aðeins erfðara og þegar við byrjuðum að gera það þá fannst mér við aðeins ná taktinum upp“ „Ég fæ þarna opið skot sem að ég set niður og þetta var svolítið meðbyrinn með okkur þarna þegar ég set þetta skot niður fannst mér. Small saman í vörninni og skotin fóru að detta“ Dagbjört Dögg setti niður mikilvægan þrist þegar langt var liðið inn í fjórða leikhluta sem að jafnaði leikinn og það virtist kveikja í Valsliðinu. „Það kemur alltaf svona „momentum“ með stemningsþristum og svo fannst mér stúkan frábær líka. Öll svona stemning og orka það fleytir okkur ansi langt“ Valur hafði betur í seríunni 3-1 og bíða nú bara eftir að fá að vita hverjir verða mótherjar þeirra í undanúrslitum en hversu langt getur þetta Valslið farið? „Alla leið. Það er ekki spurning. Það er það sama með öll lið í þessari deild. Við sjáum bara að þessi lið sem eru komin áfram þau eru alveg búnar að vera í hörku leikjum fyrir utan kannski Keflavík, þær fóru svona frekar léttilega með Tindastól en það getur allt gerst í þessu og við getum klárlega farið alla leið ef við viljum það“ sagði Dagbjört Dögg að lokum.
Valur Bónus-deild kvenna Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít Handbolti „Auðvitað var þetta sjokk“ Körfubolti Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Átta mig ekki á því af hverju það er víti og rautt“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik „Auðvitað var þetta sjokk“ Barði sig til blóðs eftir tap á HM Afinn tapaði á ögurstundu Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Snæfríður Sól og Snorri Dagur eru sundfólk ársins Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Bunting slapp með skrekkinn og mætir Indverjanum sem opnaði flóðgáttirnar Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Sjá meira