Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. apríl 2025 07:31 Vitor Pereira, knattspyrnustjóri Wolverhampton Wanderers, fagnar hér sigrinum á Tottenham í gær. Getty/ Chris Brunskill Vitor Pereira stýrði Wolves til 4-2 sigurs á Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í gær. Þetta var fjórði sigurleikur Úlfanna í röð og þeir hafa ekki náð því í meira en hálfa öld. Stuðningsmenn Wolves mættu með borða á leikinn: „Byrjum á að ná í stigin og förum svo á barinn“ eða „First the points, then the pints“. Hinn 56 ára gamli Pereira fór nefnilega á barinn með stuðningsmönnum liðsins eftir sigurinn á Ipswich Town í síðustu viku. Hann endurtók síðan leikinn eftir sigurinn í gær. Hann var spurður út í þessar ferðir sínar á ölhúsið eftir sigurleiki og hvort hann ætli að fara aftur. „Í hvert skipti. Vinna er vinna en eftir vinnu þá þurfum við að fagna saman. Ég þarf að finna fyrir orkunni frá þessu fólki og vera hluti af fjölskyldunni,“ sagði Vitor Pereira. Borðinn frægi sem stuðningsmenn Úlfanna voru með í stúkunni í leiknum á móti Tottenham.Getty/Malcolm Couzens Pereira tók við liðinu í desember þegar liðið var í fallhættu en hefur heldur betur tekist að breyta gengi liðsins. Liðið hefur unnið átta af sextán deildarleikjum undir hans stjórn þar af þá fjóra síðustu. Þetta er í fyrsta sinn síðan 1972 sem Úlfarnir vinna fjóra í röð í efstu deild og hafa þar með aldrei náð slíku áður í ensku úrvalsdeildinni. „Þetta er gott fyrir okkur. Við erum að sýna stöðugleika. Nú þekkjum við betur hvernig á að takast við það sem gerist í leikjunum okkar. Stundum þurfum við að bíða og sjá til en stundum höfum við pláss til að spila boltanum. Stundum förum við hratt yfir en stundum hægjum við líka á okkur,“ sagði Pereira. Wolves er í sextánda sæti með 35 stig, með fjórtán stigum meira en Ipswich sem er í fallsæti. Með þessum sigri fór liðið langt með að tryggja sætið sitt í ensku úrvalsdeildinni. „Ég er metnaðarfullur gæi. Ég vil alltaf meira og meira. Ég vil líka að leikmennirnir mínir sýni stuðningsmönnum okkar það. Við erum líka með lið sem getur náð markmiðunum okkar,“ sagði Pereira. View this post on Instagram A post shared by CBS Sports Golazo (@cbssportsgolazo) Enski boltinn Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjá meira
Stuðningsmenn Wolves mættu með borða á leikinn: „Byrjum á að ná í stigin og förum svo á barinn“ eða „First the points, then the pints“. Hinn 56 ára gamli Pereira fór nefnilega á barinn með stuðningsmönnum liðsins eftir sigurinn á Ipswich Town í síðustu viku. Hann endurtók síðan leikinn eftir sigurinn í gær. Hann var spurður út í þessar ferðir sínar á ölhúsið eftir sigurleiki og hvort hann ætli að fara aftur. „Í hvert skipti. Vinna er vinna en eftir vinnu þá þurfum við að fagna saman. Ég þarf að finna fyrir orkunni frá þessu fólki og vera hluti af fjölskyldunni,“ sagði Vitor Pereira. Borðinn frægi sem stuðningsmenn Úlfanna voru með í stúkunni í leiknum á móti Tottenham.Getty/Malcolm Couzens Pereira tók við liðinu í desember þegar liðið var í fallhættu en hefur heldur betur tekist að breyta gengi liðsins. Liðið hefur unnið átta af sextán deildarleikjum undir hans stjórn þar af þá fjóra síðustu. Þetta er í fyrsta sinn síðan 1972 sem Úlfarnir vinna fjóra í röð í efstu deild og hafa þar með aldrei náð slíku áður í ensku úrvalsdeildinni. „Þetta er gott fyrir okkur. Við erum að sýna stöðugleika. Nú þekkjum við betur hvernig á að takast við það sem gerist í leikjunum okkar. Stundum þurfum við að bíða og sjá til en stundum höfum við pláss til að spila boltanum. Stundum förum við hratt yfir en stundum hægjum við líka á okkur,“ sagði Pereira. Wolves er í sextánda sæti með 35 stig, með fjórtán stigum meira en Ipswich sem er í fallsæti. Með þessum sigri fór liðið langt með að tryggja sætið sitt í ensku úrvalsdeildinni. „Ég er metnaðarfullur gæi. Ég vil alltaf meira og meira. Ég vil líka að leikmennirnir mínir sýni stuðningsmönnum okkar það. Við erum líka með lið sem getur náð markmiðunum okkar,“ sagði Pereira. View this post on Instagram A post shared by CBS Sports Golazo (@cbssportsgolazo)
Enski boltinn Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti