Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Árni Sæberg skrifar 14. apríl 2025 11:47 Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm í málinu í síðustu viku. Vísir/Vilhelm Karlmaður hefur verið dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun og brot í nánu sambandi gagnvart þáverandi sambýliskonu sinni, með því að hafa við hana samræði án samþykkis og með ofbeldi. Í upptöku af samtali fólksins eftir nauðgunina heyrist maðurinn krefja konuna um afsökunarbeiðni og kynlíf. Þetta segir í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem kveðinn var upp á þriðjudaginn í síðustu viku en birtur í dag. Í dóminum segir að maðurinn hafi verið ákærður fyrir nauðgun og stórfellt brot í nánu sambandi, með því að hafa, á föstudagskvöldi í nóvember árið 2021, á þáverandi heimili þeirra, með ofbeldi og ólögmætri nauðung og án samþykkis haft samræði eða önnur kynferðismök við konuna á sérstaklega sársaukafullan og meiðandi hátt. Hélt konunni fastri og hafði við hana samræði Samkvæmt ákæru hafi maðurinn gripið í hendur konunnar, þrýst henni með andlitið upp að vegg, en hann staðið fyrir aftan hana og haldið henni fastri, tekið fætur hennar í sundur og stungið getnaðarlim sínum eða fingri í leggöng hennar. Hann hafi skeytt því engu þótt konan streittist á móti og bæði hann ítrekað um að hætta, Allt hafi þetta verið með þeim afleiðingum að hún hafi hlotið nokkra marbletti á báðum framhandleggjum, þar af einn um sex sentimetra að stærð á hægri framhandlegg og annan um 2,5 sentimetra að þvermáli á vinstri, sár á vísifingri vinstri handar, marbletti og dreifð eymsli og bólgur á lærum, ásamt eymslum hægra megin í hálsi og í miðlínu hálshryggjar, í úlnliðum og í vinstri olnboga. Með háttsemi sinni hafi maðurinn á alvarlegan hátt ógnað heilsu og velferð konunnar. Sagðist hafa tekið utan um konuna til að sættast Í niðurstöðukafla dómsins segir að maðurinn hafi neitað sök og krafist sýknu í málinu. Hann hafi sagst hafa tekið utan um konuna og haldið henni í stutta stund í þeim tilgangi að sættast við hana eftir rifrildi en neitað því alfarið að um kynferðisofbeldi hafi verið að ræða. Brotaþoli hafi hins vegar lýst því að maðurinn hafi umrætt sinn haldið henni fastri með andlitið að vegg og sett fingur og getnaðarlim í leggöng hennar. Maðurinn og konan hafi átt sambandi um nokkurra ára skeið. Þau hafi kynnst haustið 2020 og hafið fljótlega sambúð. Hinn 27. nóvember 2021, rúmlega ári síðar, hafi nágranni þeirra hringt á lögreglu vegna gruns um að ofbeldi ætti sér stað á heimilinu. Þegar lögregla kom á staðinn hafi konan greint frá andlegu, líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi mannsins í hennar garð, sem átt hefði sér stað um nokkurt skeið. Þennan dag hefði komið upp ágreiningur milli þeirra þegar hann tók símann hennar og hún reyndi að ná honum til baka. Þá hafi hún greint frá atviki daginn áður, sem sé umfjöllunarefni dómsins. Rifust vegna pitsu Þann dag hafi komið upp ágreiningur milli mannsins og konunnar, sem hafi leitt til þess að þau fóru heim hvort í sínu lagi. Í dóminum er haft eftir konunni að þau hafi rifist vegna pitsu sem maðurinn hefði keypt handa dóttur konunnar og gefið henni. Konan hefði ekki viljað að dóttirin fengi pitsu. Þeim beri saman um að konan hafi farið í sturtu og lokað að sér, en ekki læst. Maðurinn hafi síðan farið inn á baðherbergið á eftir henni. Konan hafi sagst hafa verið í sturtu er að maðurinn hefði gengið inn og tekið að afklæðast og ætlað að fara með henni í sturtu. Hann hefði viljað hafa við hana samfarir en hún neitað honum. Hann hefði þá tekið í handlegg hennar, snúið henni þannig að bak hennar hefði snúið að honum og andlit hennar að veggnum og haldið henni fastri. Hún hefði allan tímann reynt að losna frá honum og beðið hann að hætta. Hann hefði hins vegar náð að færa fótleggi hennar í sundur og setja fingur sinn og getnaðarlim í leggöng hennar. Maðurinn hefði hætt þegar hún hefði öskrað eftir hjálp og sagt að hún ætlaði að hringja í lögregluna. Maðurinn hafi lýst því hins vegar að hann hefði reynt að biðja konuna afsökunar vegna rifrildis þeirra með því að faðma hana en hún hefði öskrað og hrint honum frá sér. Þetta hefði einungis tekið um eina sekúndu. konan hefði greinilega ekki viljað sættast og hún hefði farið að greiða hár sitt en hann farið inn í sturtuna. Krafðist þess að konan drægi kæruna til baka Í dóminum segir að í málinu hafi legið fyrir upptökur af samskiptum á pólsku sem hafi verið rituð og þýdd. Konan hafi afhent lögreglu upptökurnar undir rannsókn málsins. Gögn málsins bendi til þess að upptökurnar hafi verið teknar upp skömmu eftir atvik málsins. Konan hafi sagt upptökurnar vera samtöl milli þeirra mannsins og hafi gefið þær skýringar á þeim að hún hefði viljað fá hann til að gangast við því á hljóðupptöku að hann hefði brotið gegn henni. Hún hefði verið með síma dóttur sinnar í vasanum og tekið upp samskipti þeirra. Upptökurnar hafi verið spilaðar og bornar undir manninn, sem hafi sagst ekki kannast við sjálfan sig á upptökunum. Á upptökunum komi meðal annars fram að karlmaðurinn á þeim segir konunni að fara til lögreglunnar og draga kæruna til baka. Hún segi hann hafa haldið henni og hann gangist við því en segi að hún hefði ekki átt að segja frá því. Hann segi hana eiga að biðjast afsökunar, lofa því að njóta ásta með honum og gera um það samning. Karlmaðurinn játi að hann viti að það hafi verið sárt þegar hann hélt konunni en segist hafa verið að athuga hvort hún myndi halda áfram að streitast á móti. Tókust á um hvort um putta eða lim hafi verið að ræða Í dóminum segir að á annarri upptöku sé að finna eftirfarandi samtalsbút þar sem M er karlmaðurinn og K er konan: „M: En ég setti hann ekki inn með valdi, setti ég hann inn ? K: Svo snerir þú mér við og já (....) var það ekki með valdi ? M: En hvað puttann ? (....) en ég setti ekki typpið inn, þetta var putti. K: En af hverju gerðirðu það með valdi ? M: (....) K: Ég myndi finna það ef þetta væri putti. M: Það var í alvöru putti, ég setti bara puttann inn. K: (...) Þú snerir mér með valdi svona að aftan, var mig að dreyma ? M: Þú veist, ég vildi sýna þér hver ræður hér. K: Hver ræður hér, þú mátt ekki sýna með þessum hætti hver ræður hér. M: Ég veit en bara. K: Þegar ég segi nei, þá þýðir það nei. M: Þá sleppti ég þér er það ekki ? (...) ég setti puttann í þig.“ Frásögn konunnar trúverðug Í dóminum segir að með hliðsjón af öllu því sem rakið er í dómnum sé það niðurstaða dómsins að leggja beri trúverðuga frásögn brotaþola, sem fái stuðning í málsgögnum og framburði vitna, til grundvallar niðurstöðu í málinu. Sé þannig sannað að maðurinn hafi með ofbeldi og ólögmætri nauðung og án samþykkis haft samræði við konuna með því að stinga getnaðarlim sínum í leggöng hennar eins og hún hafi borið um. Þannig hafi maðurinn gerst sekur um nauðgun og úumdeilt hafi verið í málinu að tengsl fólksins væru með þeim hætti að háttsemi mannsins falli undir ákvæði almennra hegningarlaga um brot í nánu sambandi. Með hliðsjón af alvarleika brotsins og þeirrar staðreyndar að heimilt er að beita ákvæðinu meðfram ákvæði um nauðgun hafi maðurinn einnig verið sakfelldur fyrir brot í nánu sambandi. Refsing hans væri hæfilega metin þriggja ára óskilorðsbundin fangelsisvist. Þá væri honum gert að greiða konunni 2,5 milljónir króna í miskabætur. Loks væri honum gert að greiða allan málskostnað, alls rúmlega 6,2 milljónir króna. Í þessari frétt er fjallað um ofbeldi í nánu sambandi. Verðir þú fyrir ofbeldi í nánu sambandi eða ef grunur vaknar um slíkt er bent á lögreglu í síma 112, Kvennaathvarfið í síma 561-1205 og hjálparsíma Rauða krossins í 1717. Þá má nálgast leiðarvísi fyrir þolendur slíks ofbeldis á vef Neyðarlínunnar. Kynferðisofbeldi Heimilisofbeldi Dómsmál Reykjavík Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Fleiri fréttir Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Sjá meira
Þetta segir í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem kveðinn var upp á þriðjudaginn í síðustu viku en birtur í dag. Í dóminum segir að maðurinn hafi verið ákærður fyrir nauðgun og stórfellt brot í nánu sambandi, með því að hafa, á föstudagskvöldi í nóvember árið 2021, á þáverandi heimili þeirra, með ofbeldi og ólögmætri nauðung og án samþykkis haft samræði eða önnur kynferðismök við konuna á sérstaklega sársaukafullan og meiðandi hátt. Hélt konunni fastri og hafði við hana samræði Samkvæmt ákæru hafi maðurinn gripið í hendur konunnar, þrýst henni með andlitið upp að vegg, en hann staðið fyrir aftan hana og haldið henni fastri, tekið fætur hennar í sundur og stungið getnaðarlim sínum eða fingri í leggöng hennar. Hann hafi skeytt því engu þótt konan streittist á móti og bæði hann ítrekað um að hætta, Allt hafi þetta verið með þeim afleiðingum að hún hafi hlotið nokkra marbletti á báðum framhandleggjum, þar af einn um sex sentimetra að stærð á hægri framhandlegg og annan um 2,5 sentimetra að þvermáli á vinstri, sár á vísifingri vinstri handar, marbletti og dreifð eymsli og bólgur á lærum, ásamt eymslum hægra megin í hálsi og í miðlínu hálshryggjar, í úlnliðum og í vinstri olnboga. Með háttsemi sinni hafi maðurinn á alvarlegan hátt ógnað heilsu og velferð konunnar. Sagðist hafa tekið utan um konuna til að sættast Í niðurstöðukafla dómsins segir að maðurinn hafi neitað sök og krafist sýknu í málinu. Hann hafi sagst hafa tekið utan um konuna og haldið henni í stutta stund í þeim tilgangi að sættast við hana eftir rifrildi en neitað því alfarið að um kynferðisofbeldi hafi verið að ræða. Brotaþoli hafi hins vegar lýst því að maðurinn hafi umrætt sinn haldið henni fastri með andlitið að vegg og sett fingur og getnaðarlim í leggöng hennar. Maðurinn og konan hafi átt sambandi um nokkurra ára skeið. Þau hafi kynnst haustið 2020 og hafið fljótlega sambúð. Hinn 27. nóvember 2021, rúmlega ári síðar, hafi nágranni þeirra hringt á lögreglu vegna gruns um að ofbeldi ætti sér stað á heimilinu. Þegar lögregla kom á staðinn hafi konan greint frá andlegu, líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi mannsins í hennar garð, sem átt hefði sér stað um nokkurt skeið. Þennan dag hefði komið upp ágreiningur milli þeirra þegar hann tók símann hennar og hún reyndi að ná honum til baka. Þá hafi hún greint frá atviki daginn áður, sem sé umfjöllunarefni dómsins. Rifust vegna pitsu Þann dag hafi komið upp ágreiningur milli mannsins og konunnar, sem hafi leitt til þess að þau fóru heim hvort í sínu lagi. Í dóminum er haft eftir konunni að þau hafi rifist vegna pitsu sem maðurinn hefði keypt handa dóttur konunnar og gefið henni. Konan hefði ekki viljað að dóttirin fengi pitsu. Þeim beri saman um að konan hafi farið í sturtu og lokað að sér, en ekki læst. Maðurinn hafi síðan farið inn á baðherbergið á eftir henni. Konan hafi sagst hafa verið í sturtu er að maðurinn hefði gengið inn og tekið að afklæðast og ætlað að fara með henni í sturtu. Hann hefði viljað hafa við hana samfarir en hún neitað honum. Hann hefði þá tekið í handlegg hennar, snúið henni þannig að bak hennar hefði snúið að honum og andlit hennar að veggnum og haldið henni fastri. Hún hefði allan tímann reynt að losna frá honum og beðið hann að hætta. Hann hefði hins vegar náð að færa fótleggi hennar í sundur og setja fingur sinn og getnaðarlim í leggöng hennar. Maðurinn hefði hætt þegar hún hefði öskrað eftir hjálp og sagt að hún ætlaði að hringja í lögregluna. Maðurinn hafi lýst því hins vegar að hann hefði reynt að biðja konuna afsökunar vegna rifrildis þeirra með því að faðma hana en hún hefði öskrað og hrint honum frá sér. Þetta hefði einungis tekið um eina sekúndu. konan hefði greinilega ekki viljað sættast og hún hefði farið að greiða hár sitt en hann farið inn í sturtuna. Krafðist þess að konan drægi kæruna til baka Í dóminum segir að í málinu hafi legið fyrir upptökur af samskiptum á pólsku sem hafi verið rituð og þýdd. Konan hafi afhent lögreglu upptökurnar undir rannsókn málsins. Gögn málsins bendi til þess að upptökurnar hafi verið teknar upp skömmu eftir atvik málsins. Konan hafi sagt upptökurnar vera samtöl milli þeirra mannsins og hafi gefið þær skýringar á þeim að hún hefði viljað fá hann til að gangast við því á hljóðupptöku að hann hefði brotið gegn henni. Hún hefði verið með síma dóttur sinnar í vasanum og tekið upp samskipti þeirra. Upptökurnar hafi verið spilaðar og bornar undir manninn, sem hafi sagst ekki kannast við sjálfan sig á upptökunum. Á upptökunum komi meðal annars fram að karlmaðurinn á þeim segir konunni að fara til lögreglunnar og draga kæruna til baka. Hún segi hann hafa haldið henni og hann gangist við því en segi að hún hefði ekki átt að segja frá því. Hann segi hana eiga að biðjast afsökunar, lofa því að njóta ásta með honum og gera um það samning. Karlmaðurinn játi að hann viti að það hafi verið sárt þegar hann hélt konunni en segist hafa verið að athuga hvort hún myndi halda áfram að streitast á móti. Tókust á um hvort um putta eða lim hafi verið að ræða Í dóminum segir að á annarri upptöku sé að finna eftirfarandi samtalsbút þar sem M er karlmaðurinn og K er konan: „M: En ég setti hann ekki inn með valdi, setti ég hann inn ? K: Svo snerir þú mér við og já (....) var það ekki með valdi ? M: En hvað puttann ? (....) en ég setti ekki typpið inn, þetta var putti. K: En af hverju gerðirðu það með valdi ? M: (....) K: Ég myndi finna það ef þetta væri putti. M: Það var í alvöru putti, ég setti bara puttann inn. K: (...) Þú snerir mér með valdi svona að aftan, var mig að dreyma ? M: Þú veist, ég vildi sýna þér hver ræður hér. K: Hver ræður hér, þú mátt ekki sýna með þessum hætti hver ræður hér. M: Ég veit en bara. K: Þegar ég segi nei, þá þýðir það nei. M: Þá sleppti ég þér er það ekki ? (...) ég setti puttann í þig.“ Frásögn konunnar trúverðug Í dóminum segir að með hliðsjón af öllu því sem rakið er í dómnum sé það niðurstaða dómsins að leggja beri trúverðuga frásögn brotaþola, sem fái stuðning í málsgögnum og framburði vitna, til grundvallar niðurstöðu í málinu. Sé þannig sannað að maðurinn hafi með ofbeldi og ólögmætri nauðung og án samþykkis haft samræði við konuna með því að stinga getnaðarlim sínum í leggöng hennar eins og hún hafi borið um. Þannig hafi maðurinn gerst sekur um nauðgun og úumdeilt hafi verið í málinu að tengsl fólksins væru með þeim hætti að háttsemi mannsins falli undir ákvæði almennra hegningarlaga um brot í nánu sambandi. Með hliðsjón af alvarleika brotsins og þeirrar staðreyndar að heimilt er að beita ákvæðinu meðfram ákvæði um nauðgun hafi maðurinn einnig verið sakfelldur fyrir brot í nánu sambandi. Refsing hans væri hæfilega metin þriggja ára óskilorðsbundin fangelsisvist. Þá væri honum gert að greiða konunni 2,5 milljónir króna í miskabætur. Loks væri honum gert að greiða allan málskostnað, alls rúmlega 6,2 milljónir króna. Í þessari frétt er fjallað um ofbeldi í nánu sambandi. Verðir þú fyrir ofbeldi í nánu sambandi eða ef grunur vaknar um slíkt er bent á lögreglu í síma 112, Kvennaathvarfið í síma 561-1205 og hjálparsíma Rauða krossins í 1717. Þá má nálgast leiðarvísi fyrir þolendur slíks ofbeldis á vef Neyðarlínunnar.
Í þessari frétt er fjallað um ofbeldi í nánu sambandi. Verðir þú fyrir ofbeldi í nánu sambandi eða ef grunur vaknar um slíkt er bent á lögreglu í síma 112, Kvennaathvarfið í síma 561-1205 og hjálparsíma Rauða krossins í 1717. Þá má nálgast leiðarvísi fyrir þolendur slíks ofbeldis á vef Neyðarlínunnar.
Kynferðisofbeldi Heimilisofbeldi Dómsmál Reykjavík Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Fleiri fréttir Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Sjá meira