Innlent

Ráð­leggur fólki að koma fyrr á völlinn

Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar
Að venju eru margir á leið til útlanda yfir páskanna. Guðjón Helgason upplýsingafulltrúir Isavia ráðleggur fólki að vera snemma á ferðinni í innritun á Keflavíkurflugvöll.
Að venju eru margir á leið til útlanda yfir páskanna. Guðjón Helgason upplýsingafulltrúir Isavia ráðleggur fólki að vera snemma á ferðinni í innritun á Keflavíkurflugvöll. Vísir

Isavia ráðleggur fólki að koma fyrr en venjulega í innritun á Keflavíkurflugvöll í þessari viku vegna páskaörtraðar á vellinum. Upplýsingafulltrúi segir að langtímabílastæði nálægt vellinum hafi verið uppöntuð yfir hátíðina strax í síðustu viku þrátt fyrir að þeim hafi verið fjölgað.

Mikill fjöldi fólks er á faraldsfæti nú í dymbilvikunni. Guðjón Helgason upplýsingafulltrúi Isavia mælist til þess að fólk komi um tveimur og hálfum tíma fyrir flug í innritun á Keflavíkurflugvöll.

„Við hvetjum farþega til að koma snemma í flug til að tryggja jafnt flæði og forðast örtröð. Þá er hægt að nota sjálfsinnritunarbásanna í komu- og brottfararsalnum. Við erum að horfa til þess að nú í dymbilvikunni eru  70-90 brottfarir véla um völlinn á hverjum degi og sami fjöldi véla að koma,“ segir Guðjón. 

Bílastæðin fullbókuð

Hann segir að P3 og P 1 bílastæði Isavía kringum flugstöðina hafi verið fullbókuð fyrir páskanna strax í síðustu viku . 

„Isavía er með ríflega tvö þúsund stæði við flugstöðina. Við höfum bætt við stæðum frá því sem var í fyrra. Í síðustu viku tilkynntum við að það væri ekki lengur hægt að fá bílastæði og fram yfir páska. Bílastæðin hafa ekki fyllst svona snemma síðustu ár,“ segir hann.

Stór leigubíll kostar 26 þúsund

Ef fólk velur sér annan fararmáta en einkabílinn til og frá Keflavíkurflugvelli þá er kostnaðurinn mismunandi.  Rútumiði í flugrútuna Flybus sem keyrir milli Keflavíkurflugvallar og höfuðborgarsvæðisins kostar t.d. 3.899 kr. aðra leið samkvæmt verðskrá BSÍ. Samkvæmt verðskrá Hreyfils kostar  svo 20.000 að láta skutla sér í litlum bíl milli Keflavíkurflugvallar og höfuðborgarsvæðisins og  26.000 í stórum bíl. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×