Lífið

Logi Þor­valds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella

Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar
Logi Þorvaldsson lifir ævintýraríku lífi í Los Angeles.
Logi Þorvaldsson lifir ævintýraríku lífi í Los Angeles. Instagram @prettylogi

Lífskúnstnerinn Logi Þorvaldsson er búsettur í Los Angeles þar sem hann starfar í kvikmyndabransanum. Hann lét sig ekki vanta á tónlistarhátíðina Coachella í eyðimörkinni við Palm Springs um helgina þar sem hann dansaði við tryllta tóna tónlistarkonunnar Charli XCX. Við hlið hans var stjörnuparið Kylie Jenner og Timothée Chalamet í kossaflensi og Charli sjálf birti mynd af Loga á Instagram hjá sér. 

Logi hefur verið með annan fótinn í Los Angeles undanfarin ár og bjó þar á undan í London auk þess sem hann hefur flakkað víða um heim fyrir kvikmyndaverkefni. Hann er mikill aðdáandi tónlistarkonunnar Charli XCX og skellti sér fyrst og fremst á Coachella til að sjá ofurstjörnuna slá í gegn á sviðinu. 

Timothée Chalamet, Kylie Jenner og Logi hoppandi við hlið þeirra. Myndin birtist líka á E News.Skjáskot/TikTok

Myndband af hjúunum hefur vakið mikla athygli á TikTok og sést þar Logi dansa við hlið þeirra við gríðarlegt vinsælt lag Charli XCX I Love It ásamt vinum sínum. 

Charli birti svo myndir úr eftirpartýi sem hún hélt á Coachella þar sem sjá mátti Loga ásamt leikkonunni Anyu Taylor-Joy og öðrum stuðboltum. Tískurisinn Vogue birti myndina sömuleiðis á vefsíðu sinni. 

Charli XCX birti skemmtilega myndaseríu úr eftirpartýi sínu þar sem sjá má Loga bregða fyrir.Myles Hendrik

Það væsir ekki um Loga í Hollywood þar sem hann vinnur að spennandi verkefnum og nýtur lífsins. Hann var nýverið gestur í afmælispartýi Paris Hilton og Snoop Dogg lét sig heldur ekki vanta þangað. 

Mynd sem Logi tók úr afmæli Paris Hilton.Instagram @prettylogi

Logi virðist hafa þekkt Paris Hilton í einhvern tíma en hann birti mynd af þeim saman á Coachella hátíðinni árið 2019. 

Paris Hilton og Logi í góðum gír á Coachella hátíðinni árið 2019.Instagram @prettylogi

Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.