Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 14. apríl 2025 23:15 Aldís Guðlaugsdóttir gæti orðið ein af bestu markvörðum deildarinnar í sumar. Vísir/Diego Besta deild kvenna í knattspyrnu hefst á morgun, þriðjudag. Gríðarlegar breytingar hafa orðið í markmannsmálum deildarinnar og segja má að hásætið sé laust eftir að bæði Fanney Inga Birkisdóttir og Telma Ívarsdóttir yfirgáfu land og þjóð til að spila erlendis. Það urðu hræringar í Bestu deild kvenna þegar sænska stórliðið BK Häcken opnaði veskið og gerði Val tilboð sem það gat ekki hafnað. Fanney Inga stökk á tilboðið og því þurftu Valsarar nýjan markvörð. Í leit að markverði ákváðu Valsarar að horfa á markaðinn hér heima og sóttu á endanum markvörð sem þrátt fyrir að falla stóð upp úr síðasta sumar. Tinna Brá Magnúsdóttir mun því verja mark Vals í sumar. Íslandsmeistarar Breiðabliks þurftu einnig að leita sér að nýjum markverði eftir að Telma samdi við Rangers í Skotlandi. Í stað þess að horfa til markvarða hér á landi þá horfðu Blikar út fyrir landsteinana. Eftir að leita hátt og lágt þá fundu Blikar markvörð að nafni Katherine Devine. Sú kemur beint úr bandaríska háskólaboltanum þar sem hún hefur spilað við góðan orðstír með Vanderbilt-háskólanum. Þessar tvær nefndar hér að ofan munu án efa gera tilkall til hásætisins sem sker úr um hver besti markvörður Bestu deildar kvenna. Aldís Guðlaugsdóttir (FH) mun án efa veita þeim samkeppni og þá er aldrei að vita hvað erlendir markverðir deildarinnar gera í sumar. Sonný Lára Þráinsdóttir, fyrrverandi markvörður Breiðabliks og margfaldur Íslandsmeistari, er einn af sérfræðingum Bestu markanna í sumar. Hún ræddi við Vísi um markverði deildarinnar í ár. „Ég er spennt að fylgjast með Tinnu Brá í markinu hjá Val. Gaman að sjá hana taka næsta skref í sínum leik og bæta sig sem markmaður. Er einnig spennt að fylgjast áfram með Aldísi í markinu hjá FH. Finnst hún hafa stigið upp síðustu ár og verður gaman að fylgjast með henni.“ „Svo verður áhugavert með þessi óskrifuðu blöð eins og Devine sem er komin í Breiðablik. Verður hún nægilega sterk til að fylla skarð Telmu? Ekki eingöngu sem markvörður heldur einnig sem leiðtogi þarna aftast sem skiptir gríðarlega miklu máli.“ „Svo er það Jessica Berlin hjá Þór/KA og hvort hún muni eiga nægilega gott sumar til að lyfta Akureyringum í titilbaráttu.“ Jessica Berlin er langt því frá eini erlendi aðalmarkvörður deildarinnar en alls verða sex slíkir í sumar. Ásamt Þór/KA eru það Íslandsmeistarar Breiðabliks, Þróttur Reykjavík, Tindastóll, Fram og FHL öll með erlenda markverði sem munu að öllum líkindum spila nær alla leiki síns liðs í sumar. Eitt af þeim liðum sem er með íslenskan aðalmarkvörð er Víkingur en í Víkinni má án efa finna eitt besta markmannsþríeyki deildarinnar. Sigurborg Katla Sveinbjörnsdóttir og Birta Guðlaugsdóttir munu án efa berjast um stöðu aðalmarkvarðar. Það verður að segjast að báðar eru of góðar til að sitja á bekknum svo það gæti orðið alvöru samkeppni þar á bæ. Þá Eva Ýr Helgadóttir mætt sem þriðji markvörður að því virðist en sú á 35 leiki í A-deild og 105 leiki í B-deild. Sigurborg Katla Sveinbjörnsdóttir á að baki 27 leiki fyrir yngri landslið Íslands. Vísir/Arnar Besta deild kvenna hefst á morgun, þriðjudag, með tveimur leikjum. Þróttur mætir Fram og Breiðablik mætir Stjörnunni. Báðir leikir hefjast klukkan 18.00 og verða sýndir beint á rásum Stöðvar 2 Sport. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna Mest lesið Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Formúla 1 Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Körfubolti Fimm mörk og eitt rautt spjald í seinni hálfleik í sigri Njarðvíkur Íslenski boltinn Vålerenga fór illa að ráði sínu Fótbolti Tap hjá Íslendingaliðunum Handbolti María aftur með eftir versta símtal ævinnar Fótbolti Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Fótbolti Mbappé úr skammakróknum en PSG tókst samt ekki að vinna Fótbolti Fleiri fréttir Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Sjá meira
Það urðu hræringar í Bestu deild kvenna þegar sænska stórliðið BK Häcken opnaði veskið og gerði Val tilboð sem það gat ekki hafnað. Fanney Inga stökk á tilboðið og því þurftu Valsarar nýjan markvörð. Í leit að markverði ákváðu Valsarar að horfa á markaðinn hér heima og sóttu á endanum markvörð sem þrátt fyrir að falla stóð upp úr síðasta sumar. Tinna Brá Magnúsdóttir mun því verja mark Vals í sumar. Íslandsmeistarar Breiðabliks þurftu einnig að leita sér að nýjum markverði eftir að Telma samdi við Rangers í Skotlandi. Í stað þess að horfa til markvarða hér á landi þá horfðu Blikar út fyrir landsteinana. Eftir að leita hátt og lágt þá fundu Blikar markvörð að nafni Katherine Devine. Sú kemur beint úr bandaríska háskólaboltanum þar sem hún hefur spilað við góðan orðstír með Vanderbilt-háskólanum. Þessar tvær nefndar hér að ofan munu án efa gera tilkall til hásætisins sem sker úr um hver besti markvörður Bestu deildar kvenna. Aldís Guðlaugsdóttir (FH) mun án efa veita þeim samkeppni og þá er aldrei að vita hvað erlendir markverðir deildarinnar gera í sumar. Sonný Lára Þráinsdóttir, fyrrverandi markvörður Breiðabliks og margfaldur Íslandsmeistari, er einn af sérfræðingum Bestu markanna í sumar. Hún ræddi við Vísi um markverði deildarinnar í ár. „Ég er spennt að fylgjast með Tinnu Brá í markinu hjá Val. Gaman að sjá hana taka næsta skref í sínum leik og bæta sig sem markmaður. Er einnig spennt að fylgjast áfram með Aldísi í markinu hjá FH. Finnst hún hafa stigið upp síðustu ár og verður gaman að fylgjast með henni.“ „Svo verður áhugavert með þessi óskrifuðu blöð eins og Devine sem er komin í Breiðablik. Verður hún nægilega sterk til að fylla skarð Telmu? Ekki eingöngu sem markvörður heldur einnig sem leiðtogi þarna aftast sem skiptir gríðarlega miklu máli.“ „Svo er það Jessica Berlin hjá Þór/KA og hvort hún muni eiga nægilega gott sumar til að lyfta Akureyringum í titilbaráttu.“ Jessica Berlin er langt því frá eini erlendi aðalmarkvörður deildarinnar en alls verða sex slíkir í sumar. Ásamt Þór/KA eru það Íslandsmeistarar Breiðabliks, Þróttur Reykjavík, Tindastóll, Fram og FHL öll með erlenda markverði sem munu að öllum líkindum spila nær alla leiki síns liðs í sumar. Eitt af þeim liðum sem er með íslenskan aðalmarkvörð er Víkingur en í Víkinni má án efa finna eitt besta markmannsþríeyki deildarinnar. Sigurborg Katla Sveinbjörnsdóttir og Birta Guðlaugsdóttir munu án efa berjast um stöðu aðalmarkvarðar. Það verður að segjast að báðar eru of góðar til að sitja á bekknum svo það gæti orðið alvöru samkeppni þar á bæ. Þá Eva Ýr Helgadóttir mætt sem þriðji markvörður að því virðist en sú á 35 leiki í A-deild og 105 leiki í B-deild. Sigurborg Katla Sveinbjörnsdóttir á að baki 27 leiki fyrir yngri landslið Íslands. Vísir/Arnar Besta deild kvenna hefst á morgun, þriðjudag, með tveimur leikjum. Þróttur mætir Fram og Breiðablik mætir Stjörnunni. Báðir leikir hefjast klukkan 18.00 og verða sýndir beint á rásum Stöðvar 2 Sport.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna Mest lesið Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Formúla 1 Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Körfubolti Fimm mörk og eitt rautt spjald í seinni hálfleik í sigri Njarðvíkur Íslenski boltinn Vålerenga fór illa að ráði sínu Fótbolti Tap hjá Íslendingaliðunum Handbolti María aftur með eftir versta símtal ævinnar Fótbolti Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Fótbolti Mbappé úr skammakróknum en PSG tókst samt ekki að vinna Fótbolti Fleiri fréttir Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Sjá meira