Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar 15. apríl 2025 14:30 Kosningum til stjórnar Visku, sem hófust 9. apríl, lýkur á morgun, 16. apríl, klukkan 12:00. Þetta eru tímamót – í fyrsta sinn kjósa félagsmenn í stjórn Visku, og nú er kosið um öll sæti. Viska varð til 1. janúar 2024 við sameiningu þriggja stéttarfélaga innan BHM og hefur vaxið ört síðan. Í dag er félagið stærsta aðildarfélag BHM og þjónar fjölbreyttum hópi sérfræðinga með háskólamenntun um allt land. Þetta er því mikilvæg stund til að hafa áhrif á framtíð nýs sameinaðs stéttarfélags. Nú gefst einstakt tækifæri til að velja leiðtoga fyrir þetta unga og upprennandi stéttarfélag. Félagið hefur alla burði til að hafa afgerandi áhrif á líf félagsmanna sinna með því að standa sem sterkur málsvari hagsmuna þeirra, stuðla að jafnvægi á milli vinnu og einkalífs og tryggja að menntun sé virt og metin með réttlátri launagreiðslu. Þetta er tækifæri til að móta næstu skref félagsins og styrkja þá þjónustu sem félagið veitir. Þátttaka í stjórnarkosningum stéttarfélaga hefur verið heldur dræm á síðustu árum. Það er mikilvægt að breyta þessu mynstri, því að með því að taka þátt í kosningunum fá félagsmenn tækifæri til að móta starfsemi og hlutverk félagsins. Ég hvet allt félagsfólk Visku til að nýta atkvæðisrétt sinn, velta fyrir sér hver þau vilja sjá við stjórnvölinn og taka upplýsta ákvörðun sem hefur áhrif á þróun félagsins til framtíðar. Ég býð mig fram í stjórn Visku því ég trúi því að félagið geti haft raunveruleg áhrif á hagsmuni fyrir félaga sína. Viska stendur á tímamótum og ég er tilbúin að leggja mitt af mörkum til að styrkja stöðu félagsins sem hagsmunavörður háskólamenntaðra sérfræðinga og skapa vettvang þar sem raddir félagsmanna fá að heyrast. Þú getur kynnt þér áherslur mínar betur á www.eydisinga.is Höfundur er sérfræðingur á sviði menntasamstarfs og frambjóðandi til stjórnar Visku Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stéttarfélög Mest lesið Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Sjá meira
Kosningum til stjórnar Visku, sem hófust 9. apríl, lýkur á morgun, 16. apríl, klukkan 12:00. Þetta eru tímamót – í fyrsta sinn kjósa félagsmenn í stjórn Visku, og nú er kosið um öll sæti. Viska varð til 1. janúar 2024 við sameiningu þriggja stéttarfélaga innan BHM og hefur vaxið ört síðan. Í dag er félagið stærsta aðildarfélag BHM og þjónar fjölbreyttum hópi sérfræðinga með háskólamenntun um allt land. Þetta er því mikilvæg stund til að hafa áhrif á framtíð nýs sameinaðs stéttarfélags. Nú gefst einstakt tækifæri til að velja leiðtoga fyrir þetta unga og upprennandi stéttarfélag. Félagið hefur alla burði til að hafa afgerandi áhrif á líf félagsmanna sinna með því að standa sem sterkur málsvari hagsmuna þeirra, stuðla að jafnvægi á milli vinnu og einkalífs og tryggja að menntun sé virt og metin með réttlátri launagreiðslu. Þetta er tækifæri til að móta næstu skref félagsins og styrkja þá þjónustu sem félagið veitir. Þátttaka í stjórnarkosningum stéttarfélaga hefur verið heldur dræm á síðustu árum. Það er mikilvægt að breyta þessu mynstri, því að með því að taka þátt í kosningunum fá félagsmenn tækifæri til að móta starfsemi og hlutverk félagsins. Ég hvet allt félagsfólk Visku til að nýta atkvæðisrétt sinn, velta fyrir sér hver þau vilja sjá við stjórnvölinn og taka upplýsta ákvörðun sem hefur áhrif á þróun félagsins til framtíðar. Ég býð mig fram í stjórn Visku því ég trúi því að félagið geti haft raunveruleg áhrif á hagsmuni fyrir félaga sína. Viska stendur á tímamótum og ég er tilbúin að leggja mitt af mörkum til að styrkja stöðu félagsins sem hagsmunavörður háskólamenntaðra sérfræðinga og skapa vettvang þar sem raddir félagsmanna fá að heyrast. Þú getur kynnt þér áherslur mínar betur á www.eydisinga.is Höfundur er sérfræðingur á sviði menntasamstarfs og frambjóðandi til stjórnar Visku
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun