Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 17. apríl 2025 23:44 Þórir kallar eftir auknu aðhaldi og ramma frá stjórnvöldum. Engar reglur eru um það hér á landi hversu margar fjölskyldur sæðisgjafar mega búa til. Eigandi frjósemisstofu kallar eftir breytingum og segir fréttir af evrópskum sæðisgjöfum sem eignast hafi tugi, jafnvel hundruð barna vekja hjá sér ugg. Greint var frá því í hollenskum miðlum í vikunni að tugir sæðisgjafa þar í landi hefðu feðrað að minnsta kosti 25 börn í trássi við lög um áratugaskeið. Þá greinir danska ríkisútvarpið frá því að siðaráð allra Norðurlandanna utan Íslands hafi farið fram á að skorður verði settar við því hve mörg börn megi koma undan einum sæðisgjafa. Þar gilda engar reglur um sæðisgjafir utan landamæra Danmerkur en sæðisgjafar mega mest feðra tólf börn innan landsins. Dæmi eru um að börn sem feðruð hafa verið með dönsku sæði eigi hundruð hálfsystkina. Þórir Harðarson doktor í frjósemisfræðum og eigandi frjósemisstofunnar Sunnu segir engar reglur á Íslandi gilda um hve margar fjölskyldur sæðisgjafar megi búa til. „Hvorki um fjölda sæðisgjafa né hversu mörg börn eða fjölskyldur þessir gjafar mega búa til, því miður,“ segir Þórir. Væri æskilegt að fá aðhald og ramma Sunna er ein af tveimur frjósemisstofum sem starfa hér á landi en rekur ekki eigin sæðisbanka. Þórir segir Sunnu stunda viðskipti við þrjá erlenda sæðisbanka, einn í Bandaríkjunum og tvo í Danmörku. Hann segir farið fram á að bankarnir sendi ekki fleiri en tvær gjafir, sem þá búi til tvær fjölskyldur hérlendis. „Við höfum því þurft að treysta á bankana og hingað til höfum við ekki haft neinar ástæður til að ætla neitt annað en að þeir standi við það, að svo sé. En það eru engar reglur sem í rauninni eru til í landinu til þess, og ekkert regluverk og enginn sem fylgir því eftir nema bankarnir sjálfir.“ Þórir segir fréttir frá Hollandi vekja sig til umhugsunar um þessi mál. „Auðvitað get ég ímyndað mér að okkar skjólstæðingar geti verið örlítið hugsi, er virkilega hægt að tryggja það að þessir bankar séu ekki að senda frá sér fleiri skammta en á að gerast? Við erum eins og ég sagði áðan svoldið í höndunum á þessum bönkum, að þeir standi við það sem við erum búnir að semja við þá um að vera ekki að búa til fleiri fjölskyldur en tvær á Íslandi.“ Hann segir æskilegt að stjórnvöld veittu þjónustuaðilum aðhald og ramma. „Það er svoldið skrýtið að við sem þjónustuaðilar séum að setja okkur takmarkanir sjálf. Auðvitað viljum við gera vel og við viljum vanda okkur og passa upp á þetta, að vera ekki að búa til alltof marga skylda aðila í samfélaginu. En það væri eðlilegt að þær takmarkanir kæmu að ofan, ekki að ofan en frá okkar yfirvöldum.“ Frjósemi Tengdar fréttir Sæðisgjafar tilkynni það fjölskyldu sinni svo ekki verði „slys“ Mikil eftirspurn ríkir hér á landi eftir sæði að sögn yfirlæknis hjá Livio. Skyldleiki sæðisgjafa og þeirra sem þiggja sæðið er ekki kannaður. 21. september 2024 21:03 Mest lesið Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Fleiri fréttir Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Sjá meira
Greint var frá því í hollenskum miðlum í vikunni að tugir sæðisgjafa þar í landi hefðu feðrað að minnsta kosti 25 börn í trássi við lög um áratugaskeið. Þá greinir danska ríkisútvarpið frá því að siðaráð allra Norðurlandanna utan Íslands hafi farið fram á að skorður verði settar við því hve mörg börn megi koma undan einum sæðisgjafa. Þar gilda engar reglur um sæðisgjafir utan landamæra Danmerkur en sæðisgjafar mega mest feðra tólf börn innan landsins. Dæmi eru um að börn sem feðruð hafa verið með dönsku sæði eigi hundruð hálfsystkina. Þórir Harðarson doktor í frjósemisfræðum og eigandi frjósemisstofunnar Sunnu segir engar reglur á Íslandi gilda um hve margar fjölskyldur sæðisgjafar megi búa til. „Hvorki um fjölda sæðisgjafa né hversu mörg börn eða fjölskyldur þessir gjafar mega búa til, því miður,“ segir Þórir. Væri æskilegt að fá aðhald og ramma Sunna er ein af tveimur frjósemisstofum sem starfa hér á landi en rekur ekki eigin sæðisbanka. Þórir segir Sunnu stunda viðskipti við þrjá erlenda sæðisbanka, einn í Bandaríkjunum og tvo í Danmörku. Hann segir farið fram á að bankarnir sendi ekki fleiri en tvær gjafir, sem þá búi til tvær fjölskyldur hérlendis. „Við höfum því þurft að treysta á bankana og hingað til höfum við ekki haft neinar ástæður til að ætla neitt annað en að þeir standi við það, að svo sé. En það eru engar reglur sem í rauninni eru til í landinu til þess, og ekkert regluverk og enginn sem fylgir því eftir nema bankarnir sjálfir.“ Þórir segir fréttir frá Hollandi vekja sig til umhugsunar um þessi mál. „Auðvitað get ég ímyndað mér að okkar skjólstæðingar geti verið örlítið hugsi, er virkilega hægt að tryggja það að þessir bankar séu ekki að senda frá sér fleiri skammta en á að gerast? Við erum eins og ég sagði áðan svoldið í höndunum á þessum bönkum, að þeir standi við það sem við erum búnir að semja við þá um að vera ekki að búa til fleiri fjölskyldur en tvær á Íslandi.“ Hann segir æskilegt að stjórnvöld veittu þjónustuaðilum aðhald og ramma. „Það er svoldið skrýtið að við sem þjónustuaðilar séum að setja okkur takmarkanir sjálf. Auðvitað viljum við gera vel og við viljum vanda okkur og passa upp á þetta, að vera ekki að búa til alltof marga skylda aðila í samfélaginu. En það væri eðlilegt að þær takmarkanir kæmu að ofan, ekki að ofan en frá okkar yfirvöldum.“
Frjósemi Tengdar fréttir Sæðisgjafar tilkynni það fjölskyldu sinni svo ekki verði „slys“ Mikil eftirspurn ríkir hér á landi eftir sæði að sögn yfirlæknis hjá Livio. Skyldleiki sæðisgjafa og þeirra sem þiggja sæðið er ekki kannaður. 21. september 2024 21:03 Mest lesið Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Fleiri fréttir Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Sjá meira
Sæðisgjafar tilkynni það fjölskyldu sinni svo ekki verði „slys“ Mikil eftirspurn ríkir hér á landi eftir sæði að sögn yfirlæknis hjá Livio. Skyldleiki sæðisgjafa og þeirra sem þiggja sæðið er ekki kannaður. 21. september 2024 21:03