Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar 17. apríl 2025 12:01 Það sem ég ætla að fjalla um hér er hvernig við innbyrðum og metum upplýsingar. Ég hef skoðað fjölmargar rannsóknir sem tengjast bæði heilbrigði og samfélagi. Í því ferli hef ég áttað mig á því að ef ég vil draga áreiðanlegar ályktanir, þá þarf ég að beina sjónum mínum að því sem er líklegast til að gerast og vera meðvitaður um hvað er ólíklegt. Guðrún Ragnarsdóttir, prófessor í stjórnun menntastofnana við Háskóla Íslands, vísar í fjölmargar ritrýndar heimildir sem sýna fram á að þegar við bætum við breytum eða þáttum í mati á námsárangri, þá eykst jöfnuður og ákveðnir hópar barna fá sterkari grunnstoðir. Þetta getur stuðlað að heilbrigðara og öflugra skólasamfélagi. Það þýðir ekki að þetta dragi úr vægi annarra þátta eins og einkunna heldur að fleiri þættir fái að njóta sín samhliða. Með því að fjölga áherslum breikkum við sýn okkar á hvað felst í raunverulegum námsárangri. Ef við lítum á skólakerfið og skoðum ekki eingöngu námsárangur í formi einkunna, heldur einnig geðheilsu og líkamlega heilsu nemenda, þá sjáum við ákveðin mynstur. Ritrýndar heimildir sýna að nemendur sofa minna og verr, borða óhollari mat og hreyfa sig minna PMID: 36087035 PMCID:7331085. Þetta má túlka sem svo að í kapphlaupinu eftir hærri einkunnum sé stundum gengið á kostnað heilsu og vellíðunar. Taka þarf tillit til umburðarlyndis, tilfinningagreindar, tillitssemi, áhuga á námsefninu og félagslegrar greindar sem væri góður kostur til að meta námsárangur sem þýðir það að það þurfi að gera pláss fyrir það í aðalnámskrá. Rannsókn: The Role of Nonacademic Factors in College Readiness and Success Í rannsókn PMCID: PMC9365103 er lögð áhersla á mikilvægi þess að horfa til margra þátta við mat á námsárangri, ekki einungis niðurstaðna á prófum. Þar kemur fram að námsárangur má skýra með fjölbreyttum þáttum, sem eru mismunandi eftir námsgrein, kyni og aðstæðum. Þetta undirstrikar hversu flókið það er að spá fyrir um námsárangur og hversu takmarkað það er að horfa eingöngu á tölur á skjali. Við þurfum því að spyrja okkur – sérstaklega við sem störfum innan menntakerfisins hverskonar skólasamfélag við viljum skapa. Hvernig ætlum við að tryggja að þeir sem móta þetta samfélag hafi hagsmuni allra barna að leiðarljósi? Ætlum við að hlusta á manneskju sem vinnur með stórt úrtak, skoðar fjölbreyttar breytur og leitast við að skilja áhrif þeirra á vellíðan og árangur nemenda? Eða ætlum við að treysta á íhaldssaman stjórnmálamann sem byggir skoðanir sínar fyrst og fremst á eigin reynslu og frásögnum þeirra sem hann þekkir? Við skulum ekki fylgja manneskjunni – heldur upplýsingunum. Við eigum að spyrja okkur hvað sé líklegast til að vera rétt og hvað sé líklegast til að vera rangt. Guðrún heldur því fram að með því að auka vægi fleiri þátta en bara einkunna – eins og félagslegri stöðu, tilfinningagreind og líðan – styrkjum við skólasamfélagið og sköpum umhverfi þar sem fleiri nemendur fá að blómstra. Snorri Másson, þingmaður Miðflokksins, heldur því fram að ef áherslur á einkunnir veikjast, muni sumir nemendur missa áhuga og hætta að sækjast eftir góðum árangri –sú skoðun byggir hann á eigin reynslu og frásögnum annarra. Líkur á hlutdrægni: Guðrún: Ólíkleg til hlutdrægni (en hún getur samt haft rangt fyrir sér). Snorri: Líklegur til hlutdrægni (en hann getur samt haft rétt fyrir sér). Gagnrýnin hugsun kemur okkur langt. Hún kennir okkur að þó við tengjumst ákveðnum stjórnmálaflokki eða höfum tilhneigingu til hægri eða vinstri í hugsun, þá megum við ekki festast í blindri fylgni. Við getum verið hægri, vinstri, uppi, niðri eða jafnvel út og suður, eftir samhengi og aðstæðum. Það sem skiptir mestu máli er að við glötum ekki eigin dómgreind heldur spyrjum af einlægni: Hvað styðja gögnin? Hvað segir reynslan og hvað segja rannsóknirnar? Allt þarf að bera saman til að komast að áreiðanlegri niðurstöðu. Höfundur er einkaþjálfari og starfsmaður á velferðarsviði Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Framhaldsskólar Mest lesið Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Baslað í fyrirmyndarbænum Karl Pétur Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Sjá meira
Það sem ég ætla að fjalla um hér er hvernig við innbyrðum og metum upplýsingar. Ég hef skoðað fjölmargar rannsóknir sem tengjast bæði heilbrigði og samfélagi. Í því ferli hef ég áttað mig á því að ef ég vil draga áreiðanlegar ályktanir, þá þarf ég að beina sjónum mínum að því sem er líklegast til að gerast og vera meðvitaður um hvað er ólíklegt. Guðrún Ragnarsdóttir, prófessor í stjórnun menntastofnana við Háskóla Íslands, vísar í fjölmargar ritrýndar heimildir sem sýna fram á að þegar við bætum við breytum eða þáttum í mati á námsárangri, þá eykst jöfnuður og ákveðnir hópar barna fá sterkari grunnstoðir. Þetta getur stuðlað að heilbrigðara og öflugra skólasamfélagi. Það þýðir ekki að þetta dragi úr vægi annarra þátta eins og einkunna heldur að fleiri þættir fái að njóta sín samhliða. Með því að fjölga áherslum breikkum við sýn okkar á hvað felst í raunverulegum námsárangri. Ef við lítum á skólakerfið og skoðum ekki eingöngu námsárangur í formi einkunna, heldur einnig geðheilsu og líkamlega heilsu nemenda, þá sjáum við ákveðin mynstur. Ritrýndar heimildir sýna að nemendur sofa minna og verr, borða óhollari mat og hreyfa sig minna PMID: 36087035 PMCID:7331085. Þetta má túlka sem svo að í kapphlaupinu eftir hærri einkunnum sé stundum gengið á kostnað heilsu og vellíðunar. Taka þarf tillit til umburðarlyndis, tilfinningagreindar, tillitssemi, áhuga á námsefninu og félagslegrar greindar sem væri góður kostur til að meta námsárangur sem þýðir það að það þurfi að gera pláss fyrir það í aðalnámskrá. Rannsókn: The Role of Nonacademic Factors in College Readiness and Success Í rannsókn PMCID: PMC9365103 er lögð áhersla á mikilvægi þess að horfa til margra þátta við mat á námsárangri, ekki einungis niðurstaðna á prófum. Þar kemur fram að námsárangur má skýra með fjölbreyttum þáttum, sem eru mismunandi eftir námsgrein, kyni og aðstæðum. Þetta undirstrikar hversu flókið það er að spá fyrir um námsárangur og hversu takmarkað það er að horfa eingöngu á tölur á skjali. Við þurfum því að spyrja okkur – sérstaklega við sem störfum innan menntakerfisins hverskonar skólasamfélag við viljum skapa. Hvernig ætlum við að tryggja að þeir sem móta þetta samfélag hafi hagsmuni allra barna að leiðarljósi? Ætlum við að hlusta á manneskju sem vinnur með stórt úrtak, skoðar fjölbreyttar breytur og leitast við að skilja áhrif þeirra á vellíðan og árangur nemenda? Eða ætlum við að treysta á íhaldssaman stjórnmálamann sem byggir skoðanir sínar fyrst og fremst á eigin reynslu og frásögnum þeirra sem hann þekkir? Við skulum ekki fylgja manneskjunni – heldur upplýsingunum. Við eigum að spyrja okkur hvað sé líklegast til að vera rétt og hvað sé líklegast til að vera rangt. Guðrún heldur því fram að með því að auka vægi fleiri þátta en bara einkunna – eins og félagslegri stöðu, tilfinningagreind og líðan – styrkjum við skólasamfélagið og sköpum umhverfi þar sem fleiri nemendur fá að blómstra. Snorri Másson, þingmaður Miðflokksins, heldur því fram að ef áherslur á einkunnir veikjast, muni sumir nemendur missa áhuga og hætta að sækjast eftir góðum árangri –sú skoðun byggir hann á eigin reynslu og frásögnum annarra. Líkur á hlutdrægni: Guðrún: Ólíkleg til hlutdrægni (en hún getur samt haft rangt fyrir sér). Snorri: Líklegur til hlutdrægni (en hann getur samt haft rétt fyrir sér). Gagnrýnin hugsun kemur okkur langt. Hún kennir okkur að þó við tengjumst ákveðnum stjórnmálaflokki eða höfum tilhneigingu til hægri eða vinstri í hugsun, þá megum við ekki festast í blindri fylgni. Við getum verið hægri, vinstri, uppi, niðri eða jafnvel út og suður, eftir samhengi og aðstæðum. Það sem skiptir mestu máli er að við glötum ekki eigin dómgreind heldur spyrjum af einlægni: Hvað styðja gögnin? Hvað segir reynslan og hvað segja rannsóknirnar? Allt þarf að bera saman til að komast að áreiðanlegri niðurstöðu. Höfundur er einkaþjálfari og starfsmaður á velferðarsviði Reykjavíkur.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar