Innlent

Rann­saka ó­lög­legt fisk­eldi

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar
Matvælastofnun rannsakar landeldi.
Matvælastofnun rannsakar landeldi. Stöð 2

Matvælastofnun hefur til rannsóknar ólöglegt fiskeldi á Suðurlandi á vegum veiðifélags sem elur villt seiði.

Matvælastofnun barst ábending um ólöglegt landeldi á Suðurlandi.

„Við eftirgrennslan starfsmanna stofnunninar kom í ljós að fiskeldi væri viðhaft í húsnæði á Suðurlandi án rekstrar- og starfsleyfa,“ stendur í tilkyninngunni.

Um er að ræða veiðifélag sem að elur villt seði og ætluðu forsvarsmenn að sleppa þeim í veiðiá í vor. Húsnæðið sem fiskeldið fór fram er talið ábótavant af stofnuninni auk vörnum gegn storki.

Matvælastofnun rannsakar nú málið og mun upplýsa um málið að rannsókn lokinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×