„Hér er allt mögulegt“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. apríl 2025 22:21 Gat leyft sér að brosa í kvöld. Molly Darlington/Getty Images Ruben Amorim var eðlilega alsæll þegar hann ræddi við fjölmiðla eftir hreint út sagt ótrúlegan sigur sinna manna í Manchester United á Lyon í kvöld. Hann sagði einfaldlega að á Old Trafford væri allt hægt. Rauðu djöflarnir bókuðu farseðilinn í undanúrslit Evrópudeildarinnar með einni ótrúlegustu endurkomu síðari ára ef ekki sögunnar. Liðið var tveimur mörkum undir þegar sex mínútur voru til loka framlengingar en á einhvern undraverðan hátt vann Man Utd 5-4 sigur og mætir því Athletic Bilbao í undanúrslitum. „Ég horfði á úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu frá 1999 til að fá innblástur. Það var magnað kvöld,“ sagði Amorim í viðtali eftir leik og vitnaði þar í 2-1 sigurinn á Bayern München, einn frægasta sigur í félagsins. „Liðið var þreytt og þegar við lentum 4-2 undir hélt maður að þetta gæti verið búið. Aldrei að segja aldrei, hér er allt mögulegt.“ „Við byrjuðum vel en sýndum ekki nægilegan stöðugleika til að viðhalda spilamennsku okkar yfir langan tíma. Mér finnst eins og þegar liðið verður þreytt þá falli það til baka. Við hefðum átt að gera betur í tveimur fyrstu mörkum Lyon. Það er margt sem má laga en karakterinn er til staðar.“ Harry Maguire skoraði sigurmark leiksins en hann spilaði sem fremsti maður í framlengingunni. „Við settum Harry upp á topp því hann var sá eini sem var líklegur til að skora með skalla. Kobbie Mainoo skortir hraða nú vegna meiðsla hans en er frábær á litlu og hefur svo hæfileikana til að skora svona mark. Dagurinn í dag var góður dagur.“ Að endingu var Amorim spurður út í vandræði liðsins í ensku úrvalsdeildinni „Staða liðsins í deildinni endurspeglar þjálfarann. Við getum spilað vel í Evrópu en við erum dæmdir af frammistöðu okkar í deildinni, og hún er ekki nægilega góð. Í Evrópu höndlum við líkamlega erfiða leiki og kraft liða betur en við gerum í ensku úrvalsdeildinni, þar þjáumst við mikið.“ Fótbolti Evrópudeild UEFA Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Fleiri fréttir Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Sjá meira
Rauðu djöflarnir bókuðu farseðilinn í undanúrslit Evrópudeildarinnar með einni ótrúlegustu endurkomu síðari ára ef ekki sögunnar. Liðið var tveimur mörkum undir þegar sex mínútur voru til loka framlengingar en á einhvern undraverðan hátt vann Man Utd 5-4 sigur og mætir því Athletic Bilbao í undanúrslitum. „Ég horfði á úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu frá 1999 til að fá innblástur. Það var magnað kvöld,“ sagði Amorim í viðtali eftir leik og vitnaði þar í 2-1 sigurinn á Bayern München, einn frægasta sigur í félagsins. „Liðið var þreytt og þegar við lentum 4-2 undir hélt maður að þetta gæti verið búið. Aldrei að segja aldrei, hér er allt mögulegt.“ „Við byrjuðum vel en sýndum ekki nægilegan stöðugleika til að viðhalda spilamennsku okkar yfir langan tíma. Mér finnst eins og þegar liðið verður þreytt þá falli það til baka. Við hefðum átt að gera betur í tveimur fyrstu mörkum Lyon. Það er margt sem má laga en karakterinn er til staðar.“ Harry Maguire skoraði sigurmark leiksins en hann spilaði sem fremsti maður í framlengingunni. „Við settum Harry upp á topp því hann var sá eini sem var líklegur til að skora með skalla. Kobbie Mainoo skortir hraða nú vegna meiðsla hans en er frábær á litlu og hefur svo hæfileikana til að skora svona mark. Dagurinn í dag var góður dagur.“ Að endingu var Amorim spurður út í vandræði liðsins í ensku úrvalsdeildinni „Staða liðsins í deildinni endurspeglar þjálfarann. Við getum spilað vel í Evrópu en við erum dæmdir af frammistöðu okkar í deildinni, og hún er ekki nægilega góð. Í Evrópu höndlum við líkamlega erfiða leiki og kraft liða betur en við gerum í ensku úrvalsdeildinni, þar þjáumst við mikið.“
Fótbolti Evrópudeild UEFA Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Fleiri fréttir Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Sjá meira