Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Valur Páll Eiríksson skrifar 18. apríl 2025 11:02 Adam Ægir kynntist allskyns áskorunum á Ítalíu og ákvað að best væri að snúa heim. Vísir/Arnar Knattspyrnumaðurinn Adam Ægir Pálsson leikur með Val í Bestu deildinni í sumar. Hann fékk sig lausan frá Ítalíu eftir strembna dvöl og er snúinn aftur á Hlíðarenda. Adam var lánaður til Perugia í ítölsku C-deildinni fyrir síðasta tímabil. Þar fékk hann fá tækifæri og færði sig til Novara í sömu deild. Ekki fjölgaði tækifærunum þar og Adam því snúinn heim. „Mér hefur alltaf liðið vel á Hlíðarenda þannig að ég er gríðarlega spenntur fyrir því að fara aftur í Valsbúninginn,“ segir Adam Ægir. Ítalíudvölin hafi reynst honum erfið, þó hann hafi einnig notið sín, á köflum. „Mér leið bara ekki alveg nægilega andlega vel þarna úti. Þetta er töluvert erfiðara en það lítur út fyrir að vera. Fyrst og fremst er það að líða vel, vera með vinum og fjölskyldu. Að finna gleðina aftur.“ „Ef ég á að gera þetta upp þá var þetta skrautlegt en skemmtilegt. Þetta var krefjandi og ég er búinn að læra mjög mikið á sjálfan mig. Þetta var samt ævintýri, ég hef haft þónokkra þjálfara og mikið af einhverju bulli þarna. En það fer í reynslubankann,“ segir Adam Ægir. Vilji maður starfsöryggi er það að vera fótboltaþjálfari á Ítalíu neðarlega á lista. Adam hafði þónokkra þjálfara á nokkrum stöðum og það gekk á ýmsu. „Það var fyrst og fremst þreytandi, að þurfa alltaf að byrja upp á nýtt með nýjum þjálfara. Það mætti halda að það sé einhver bölvun á mér. Þetta var orðið helvíti þreytt þarna í lokin, síðasti þjálfarinn var rekinn fyrir mánuði. Þá var þetta komið gott af því að sanna sig fyrir nýjum og nýjum þjálfara,“ segir Adam Ægir. Hann er þá spenntur fyrir því að snúa aftur til Vals, þar sem hann lék 13 leiki síðasta sumar og átti frábært tímabil 2023, eftir að hafa áður leikið með Víkingi og Keflavík í efstu deild. „Það vita allir að það eru gríðarleg gæði í þessu liði. Ég tel að ég geti bætt liðið að einhverju leyti og sýnt mín gæði aftur í þessari deild. Ég er gríðarlega spenntur að fá að sýna það. Ég held að Valur verði mjög góðir í sumar, þó margir keppist við að hrauna yfir þá. Valur verður alltaf við toppinn,“ segir Adam Ægir. Fréttina má sjá í spilaranum. Valur Íslenski boltinn Ítalski boltinn Besta deild karla Fótbolti Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Fleiri fréttir Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Sjá meira
Adam var lánaður til Perugia í ítölsku C-deildinni fyrir síðasta tímabil. Þar fékk hann fá tækifæri og færði sig til Novara í sömu deild. Ekki fjölgaði tækifærunum þar og Adam því snúinn heim. „Mér hefur alltaf liðið vel á Hlíðarenda þannig að ég er gríðarlega spenntur fyrir því að fara aftur í Valsbúninginn,“ segir Adam Ægir. Ítalíudvölin hafi reynst honum erfið, þó hann hafi einnig notið sín, á köflum. „Mér leið bara ekki alveg nægilega andlega vel þarna úti. Þetta er töluvert erfiðara en það lítur út fyrir að vera. Fyrst og fremst er það að líða vel, vera með vinum og fjölskyldu. Að finna gleðina aftur.“ „Ef ég á að gera þetta upp þá var þetta skrautlegt en skemmtilegt. Þetta var krefjandi og ég er búinn að læra mjög mikið á sjálfan mig. Þetta var samt ævintýri, ég hef haft þónokkra þjálfara og mikið af einhverju bulli þarna. En það fer í reynslubankann,“ segir Adam Ægir. Vilji maður starfsöryggi er það að vera fótboltaþjálfari á Ítalíu neðarlega á lista. Adam hafði þónokkra þjálfara á nokkrum stöðum og það gekk á ýmsu. „Það var fyrst og fremst þreytandi, að þurfa alltaf að byrja upp á nýtt með nýjum þjálfara. Það mætti halda að það sé einhver bölvun á mér. Þetta var orðið helvíti þreytt þarna í lokin, síðasti þjálfarinn var rekinn fyrir mánuði. Þá var þetta komið gott af því að sanna sig fyrir nýjum og nýjum þjálfara,“ segir Adam Ægir. Hann er þá spenntur fyrir því að snúa aftur til Vals, þar sem hann lék 13 leiki síðasta sumar og átti frábært tímabil 2023, eftir að hafa áður leikið með Víkingi og Keflavík í efstu deild. „Það vita allir að það eru gríðarleg gæði í þessu liði. Ég tel að ég geti bætt liðið að einhverju leyti og sýnt mín gæði aftur í þessari deild. Ég er gríðarlega spenntur að fá að sýna það. Ég held að Valur verði mjög góðir í sumar, þó margir keppist við að hrauna yfir þá. Valur verður alltaf við toppinn,“ segir Adam Ægir. Fréttina má sjá í spilaranum.
Valur Íslenski boltinn Ítalski boltinn Besta deild karla Fótbolti Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Fleiri fréttir Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Sjá meira