Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. apríl 2025 19:20 Örvar skoraði tvö. Vísir/Anton Brink Stjarnan lenti í gríðarlegum vandræðum gegn Lengjudeildarliði Njarðvíkur í 32-liða úrslitum Mjólkurbikars karla í fótbolta. Á endanum unnu Garðbæingar 5-3 sigur í framlengingu. Vestri lenti í svipuðum vandræðum gegn Lengjudeildarliði HK en heimamenn komust á endanum áfram eftir vítaspyrnukeppni. Bikarmeistarar KA unnu þá öruggan 4-0 sigur á KFA sem leikur í 2. deild. Stjarnan lenti í gríðarlegum vandræðum gegn Lengjudeildarliði Njarðvíkur í 32-liða úrslitum Mjólkurbikars karla í fótbolta. Á endanum unnu Garðbæingar 5-3 sigur í framlengingu. Vestri lenti í svipuðum vandræðum gegn Lengjudeildarliði HK en heimamenn komust á endanum áfram eftir vítaspyrnukeppni. Omar Diouck kom gestunum frá Njarðvík yfir strax á 2. mínútu í Garðabæ. Emil Atlason svaraði með tveimur mörkum fyrir lok fyrri hálfleik og heimamenn því í góðri stöðu þegar síðari hálfleikur hófst. Tveir sem voru á skotskónum.vísir/Diego Valdimar Jóhannsson jafnaði metin fyrir Njarðvíkinga á 64. mínútu og Tómas Bjarki Jónsson kom gestunum yfir þremur mínútum síðar. Það var komið var langt fram yfir venjulegan leiktíma þegar Örvar Eggertsson jafnaði metin og staðan 3-3 þegar flautað var til loka venjulegs leiktíma. Eðli málsins samkvæmt þurfti að framlengja og þar reyndust heimamenn sterkari. Sindri Þór Ingimarsson kom Stjörnunni snemma yfir. Sigurjón Már Markússon fékk sitt annað gula spjald á 114. mínútu og gestirnir því manni færri það sem eftir lifði leiks. Örvar bætti fimmta marki Stjörnunnar við örskömmu síðar. Diouck gat minnkað muninn þegar gestirnir fengu vítaspyrnu á 118. mínútu eftir að Kjartan Már Kjartansson var dæmdur brotlegur innan vítateigs og fékk að líta rauða spjaldið í kjölfarið. Aron Dagur Birnuson varði hins vegar spyrnuna og lokatölur 5-3 Stjörnunni í vil. 🥛Stjarnan 5 - 3 Njarðvík (eftir framlengingu)⚽️0-1 Oumar Diouck 2'⚽️1-1 Emil Atlason 25'⚽️2-1 Emil Atlason 36'⚽️2-2 Valdimar Jóhannsson 64'⚽️2-3 Tómas Bjarki Jónsson 67'⚽️3-3 Örvar Eggertsson 90'⚽️4-3 Sindri Þór Ingimarsson 94'⚽️5-3 Örvar Eggertsson 114' pic.twitter.com/KTyiYAuEo6— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) April 18, 2025 Vestri komið áfram eftir að henda frá sér 2-0 forystu gegn HK. Eiður Aron Sigurbjörnsson kom Vestra yfir og Kristoffer Grauberg tvöfaldaði forystuna. Dagur Orri Garðarsson minnkaði muninn á Tumi Þorvarðsson jafnaði metin á 57. mínútu. Daði Berg Jónsson hélt hann hefði tryggt Vestra áfram með marki í lok leiks en Jóhann Þór Arnarsson kom leiknum í framlengingu. Að henni lokinni var staðan enn 3-3 og því þurfti vítaspyrnukeppni. Þar reyndist Vestri betri aðilinn og Vestfirðingar komnir í 16-liða úrslit Mjólkurbikarsins. Vestri 8 - HK 7 eftir vító fyrir vestan!⚽️1-0 Eiður Aron Sigurbjörnsson 22'⚽️2-0 Kristoffer Grauberg 26'⚽️2-1 Dagur Orri Garðarsson 30'⚽️2-2 Tumi Þorvarsson 57'⚽️3-2 Daði Berg Jónsson 90'⚽️3-3 Jóhann Þór Arnarsson 90' pic.twitter.com/R0CeeDi5jd— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) April 18, 2025 Á Akureyri átti 2. deildarlið KFA ekki mikla möguleika gegn bikarmeisturum KA sem leika í Bestu deildinni. Eggert Gunnþór Jónsson, spilandi þjálfari gestanna, varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark á 38. mínútu. Jakob Snær Árnason bætti við öðru marki heimamanna fyrir lok fyrri hálfleiks. Dagbjartur Búi Davíðsson kom KA í 3-0 og Marcel Römer, nýjasta viðbót KA, bætti fjórða markinu við undir lok leiks. Akureyringar nokkuð þægilega í 16-liða úrslit bikarkeppninnar. KA 4 - KFA 0⚽️1-0 Eggert Gunnþór Jónsson (sm) 38'⚽️2-0 Jakod Snær Árnason 41'⚽️3-0 Dagbjartur Búi Davíðsson 68'⚽️4-0 Marcel Romer 80' pic.twitter.com/jAHP96rTdV— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) April 18, 2025 Fótbolti Íslenski boltinn Mjólkurbikar karla Stjarnan KA Vestri Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fótbolti Fleiri fréttir Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Sjá meira
Vestri lenti í svipuðum vandræðum gegn Lengjudeildarliði HK en heimamenn komust á endanum áfram eftir vítaspyrnukeppni. Bikarmeistarar KA unnu þá öruggan 4-0 sigur á KFA sem leikur í 2. deild. Stjarnan lenti í gríðarlegum vandræðum gegn Lengjudeildarliði Njarðvíkur í 32-liða úrslitum Mjólkurbikars karla í fótbolta. Á endanum unnu Garðbæingar 5-3 sigur í framlengingu. Vestri lenti í svipuðum vandræðum gegn Lengjudeildarliði HK en heimamenn komust á endanum áfram eftir vítaspyrnukeppni. Omar Diouck kom gestunum frá Njarðvík yfir strax á 2. mínútu í Garðabæ. Emil Atlason svaraði með tveimur mörkum fyrir lok fyrri hálfleik og heimamenn því í góðri stöðu þegar síðari hálfleikur hófst. Tveir sem voru á skotskónum.vísir/Diego Valdimar Jóhannsson jafnaði metin fyrir Njarðvíkinga á 64. mínútu og Tómas Bjarki Jónsson kom gestunum yfir þremur mínútum síðar. Það var komið var langt fram yfir venjulegan leiktíma þegar Örvar Eggertsson jafnaði metin og staðan 3-3 þegar flautað var til loka venjulegs leiktíma. Eðli málsins samkvæmt þurfti að framlengja og þar reyndust heimamenn sterkari. Sindri Þór Ingimarsson kom Stjörnunni snemma yfir. Sigurjón Már Markússon fékk sitt annað gula spjald á 114. mínútu og gestirnir því manni færri það sem eftir lifði leiks. Örvar bætti fimmta marki Stjörnunnar við örskömmu síðar. Diouck gat minnkað muninn þegar gestirnir fengu vítaspyrnu á 118. mínútu eftir að Kjartan Már Kjartansson var dæmdur brotlegur innan vítateigs og fékk að líta rauða spjaldið í kjölfarið. Aron Dagur Birnuson varði hins vegar spyrnuna og lokatölur 5-3 Stjörnunni í vil. 🥛Stjarnan 5 - 3 Njarðvík (eftir framlengingu)⚽️0-1 Oumar Diouck 2'⚽️1-1 Emil Atlason 25'⚽️2-1 Emil Atlason 36'⚽️2-2 Valdimar Jóhannsson 64'⚽️2-3 Tómas Bjarki Jónsson 67'⚽️3-3 Örvar Eggertsson 90'⚽️4-3 Sindri Þór Ingimarsson 94'⚽️5-3 Örvar Eggertsson 114' pic.twitter.com/KTyiYAuEo6— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) April 18, 2025 Vestri komið áfram eftir að henda frá sér 2-0 forystu gegn HK. Eiður Aron Sigurbjörnsson kom Vestra yfir og Kristoffer Grauberg tvöfaldaði forystuna. Dagur Orri Garðarsson minnkaði muninn á Tumi Þorvarðsson jafnaði metin á 57. mínútu. Daði Berg Jónsson hélt hann hefði tryggt Vestra áfram með marki í lok leiks en Jóhann Þór Arnarsson kom leiknum í framlengingu. Að henni lokinni var staðan enn 3-3 og því þurfti vítaspyrnukeppni. Þar reyndist Vestri betri aðilinn og Vestfirðingar komnir í 16-liða úrslit Mjólkurbikarsins. Vestri 8 - HK 7 eftir vító fyrir vestan!⚽️1-0 Eiður Aron Sigurbjörnsson 22'⚽️2-0 Kristoffer Grauberg 26'⚽️2-1 Dagur Orri Garðarsson 30'⚽️2-2 Tumi Þorvarsson 57'⚽️3-2 Daði Berg Jónsson 90'⚽️3-3 Jóhann Þór Arnarsson 90' pic.twitter.com/R0CeeDi5jd— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) April 18, 2025 Á Akureyri átti 2. deildarlið KFA ekki mikla möguleika gegn bikarmeisturum KA sem leika í Bestu deildinni. Eggert Gunnþór Jónsson, spilandi þjálfari gestanna, varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark á 38. mínútu. Jakob Snær Árnason bætti við öðru marki heimamanna fyrir lok fyrri hálfleiks. Dagbjartur Búi Davíðsson kom KA í 3-0 og Marcel Römer, nýjasta viðbót KA, bætti fjórða markinu við undir lok leiks. Akureyringar nokkuð þægilega í 16-liða úrslit bikarkeppninnar. KA 4 - KFA 0⚽️1-0 Eggert Gunnþór Jónsson (sm) 38'⚽️2-0 Jakod Snær Árnason 41'⚽️3-0 Dagbjartur Búi Davíðsson 68'⚽️4-0 Marcel Romer 80' pic.twitter.com/jAHP96rTdV— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) April 18, 2025
Fótbolti Íslenski boltinn Mjólkurbikar karla Stjarnan KA Vestri Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fótbolti Fleiri fréttir Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Sjá meira