Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Sindri Sverrisson skrifar 20. apríl 2025 14:30 Raphinha fagnar eftir sigurmarkið í gær sem hann skoraði úr vítaspyrnu sem dæmd var eftir mikið havarí. Getty/Pablo Rodriguez Dramatíkin var mikil þegar Barcelona vann 4-3 sigur gegn Celta Vigo í gær og í mesta hamaganginum grýtti einn af aðstoðarmönnum Hansi Flick spjaldtölvu í jörðina í bræði sinni. Barcelona er eftir sigurinn með sjö stiga forskot á Real Madrid á toppi spænsku 1. deildarinnar í fótbolta en Real á þó leik til góða við Athletic Bilbao í kvöld. Það var þó um tíma útlit fyrir að Börsungar fengju ekki stig í gær, eftir að Borja Iglesias skoraði þrennu og kom gestunum í 3-1 á 62. mínútu. Dani Olmo og Raphinha náðu þó að jafna metin en staðan var enn jöfn, 3-3, þegar langt var komið fram í uppbótartíma. Þá tók við hasar eins og sjá má hér að neðan. Upgrade á A. Gunnlaugsson möppunni frægu https://t.co/n3H1GG8K6i— Gardar Gunnlaugsson (@Gunnlaugsson9) April 19, 2025 Þá var nefnilega brotið á Olmo innan teigs en dómari leiksins dæmdi ekkert, í fyrstu. Þetta kallaði fram ofsafengin viðbrögð á varamannabekk Barcelona, kröftug mótmæli Hansi Flick þjálfara en ekki síður aðstoðarmanna hans, þar á meðal eins sem að eins og fyrr segir kastaði spjaldtölvu í jörðina. Eins og Garðar Gunnlaugsson grínaðist með í Twitter-færslunni hér að ofan þá minnti atvikið óneitanlega á það þegar Arnar bróðir hans, þá þjálfari Víkings, grýtti möppu í jörðina á síðustu leiktíð í Bestu deildinni. Börsungum varð þó að lokum að ósk sinni því eftir skoðun á myndbandi dæmdi dómarinn vítaspyrnu sem Raphinha skoraði sigurmarkið úr. Slæmu fréttirnar fyrir Barcelona eru þær að Robert Lewandowski meiddist í leiknum og er allt útlit fyrir að hann missi af bikarúrslitaleiknum við Real Madrid næsta laugardag. Hann gæti þurft að vera frá keppni næstu þrjár vikurnar og myndi þá missa af einvíginu við Inter í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu. Spænski boltinn Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Enski boltinn „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Í beinni: Arsenal - Nottingham Forest | Fyrsti leikurinn undir stjórn Postecoglou Enski boltinn Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Arsenal - Nottingham Forest | Fyrsti leikurinn undir stjórn Postecoglou Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ Sjá meira
Barcelona er eftir sigurinn með sjö stiga forskot á Real Madrid á toppi spænsku 1. deildarinnar í fótbolta en Real á þó leik til góða við Athletic Bilbao í kvöld. Það var þó um tíma útlit fyrir að Börsungar fengju ekki stig í gær, eftir að Borja Iglesias skoraði þrennu og kom gestunum í 3-1 á 62. mínútu. Dani Olmo og Raphinha náðu þó að jafna metin en staðan var enn jöfn, 3-3, þegar langt var komið fram í uppbótartíma. Þá tók við hasar eins og sjá má hér að neðan. Upgrade á A. Gunnlaugsson möppunni frægu https://t.co/n3H1GG8K6i— Gardar Gunnlaugsson (@Gunnlaugsson9) April 19, 2025 Þá var nefnilega brotið á Olmo innan teigs en dómari leiksins dæmdi ekkert, í fyrstu. Þetta kallaði fram ofsafengin viðbrögð á varamannabekk Barcelona, kröftug mótmæli Hansi Flick þjálfara en ekki síður aðstoðarmanna hans, þar á meðal eins sem að eins og fyrr segir kastaði spjaldtölvu í jörðina. Eins og Garðar Gunnlaugsson grínaðist með í Twitter-færslunni hér að ofan þá minnti atvikið óneitanlega á það þegar Arnar bróðir hans, þá þjálfari Víkings, grýtti möppu í jörðina á síðustu leiktíð í Bestu deildinni. Börsungum varð þó að lokum að ósk sinni því eftir skoðun á myndbandi dæmdi dómarinn vítaspyrnu sem Raphinha skoraði sigurmarkið úr. Slæmu fréttirnar fyrir Barcelona eru þær að Robert Lewandowski meiddist í leiknum og er allt útlit fyrir að hann missi af bikarúrslitaleiknum við Real Madrid næsta laugardag. Hann gæti þurft að vera frá keppni næstu þrjár vikurnar og myndi þá missa af einvíginu við Inter í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu.
Spænski boltinn Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Enski boltinn „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Í beinni: Arsenal - Nottingham Forest | Fyrsti leikurinn undir stjórn Postecoglou Enski boltinn Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Arsenal - Nottingham Forest | Fyrsti leikurinn undir stjórn Postecoglou Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ Sjá meira