„Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. apríl 2025 23:31 Oday Dabbagh líkar lífið vel í Skotlandi. Craig Foy/Getty Images Oday Dabbagh skaut Aberdeen í úrslit skosku bikarkeppninnar í knattspyrnu þegar hann skoraði sigurmarkið gegn Hearts á lokamínútu framlengingar þegar liðin mættust um helgina. Sigurmarkið má finna hér að neðan í fréttinni. Dabbagh kom inn af bekknum á 81. mínútu þegar leikurinn var í járnum. Þó svo að Aberdeen hafi verið manni fleiri komust þeir ekki í gegnum hjartað á þéttri vörn Hearts. Því þurfti að framlengja og þar missti Hearts annan mann af velli. Það var þá loks sem Aberdeen tókst að nýta liðsmuninn og steig Dabbagh upp á ögurstundu. „Þetta er ótrúleg tilfinning, ég get ekki sett hana í orð. Ég er virkilega ánægður með að skora sigurmarkið, ég er virkilega ánægður með að vera kominn í úrslit. Ég vil þakka stuðningsfólki okkar,“ sagði hæstánægður Dabbagh að leik loknum. „Ég vil þakka starfsliðinu og liðsfélögum mínum fyrir að trúa á mig. Þeir sögðu að ég myndi koma okkur yfir línuna og það tókst.“ Hinn 26 ára gamli Dabbagh hóf ferilinn í heimalandinu Palestínu. Þar upplifði hann margt en leikjum var seinkað þar sem liðin gátu ekki mætt á réttum tíma eftir að vera stöðvuð við eftirlitsstöðvar Ísraelshers, táragasi var skotið á leikvanga þegar leikir voru í gangi og leikmenn misstu heimili sín i sprengjuárásum. Eftir að raða inn mörkum heima fyrir færði Dabbagh sig til Kúveit árið 2019. Þar var hann til 2021 þegar hann samdi við Arouca í Portúgal. Þaðan lá leiðin til Chraleroi í Belgíu og svo loks til Skotlands þegar hann gekk til liðs við Aberdeen á láni. Þar hefur hann skorað þrjú mörk í fimm leikjum og takist honum að skora fleiri mörk eins og það um helgina verður hann fljótt kominn í guðatölu hjá félaginu. Vinsæll hjá stuðningsfólki.Craig Williamson/Getty Images Ofan á þetta hefur framherjinn skoraði 16 mörk í 45 landsleikjum fyrir Palestínu. Hann vonast til að vera hvetja aðra samlanda sína til dáða. „Ég vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu,“ sagði Dabbagh. ⚽ The goal.💥 The limbs.Late scenes at Hampden 🙌 pic.twitter.com/y3HarFCNLL— Aberdeen FC (@AberdeenFC) April 20, 2025 Aberdeen er sem stendur í 5. sæti efstu deildar Skotlands, aðeins þremur stigum á eftir Hibernian sem er í 3. sæti en það sæti veitir þátttökurétt í undankeppni Evrópudeildar á næstu leiktíð. Í bikarúrslitum mætir Aberdeen svo toppliði Celtic. Fótbolti Skoski boltinn Palestína Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Guðrún kveður Rosengård Fótbolti Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Enski boltinn Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Golf „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Fótbolti Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Munkur slær í gegn á Opna breska Golf Fleiri fréttir Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Sjá meira
Dabbagh kom inn af bekknum á 81. mínútu þegar leikurinn var í járnum. Þó svo að Aberdeen hafi verið manni fleiri komust þeir ekki í gegnum hjartað á þéttri vörn Hearts. Því þurfti að framlengja og þar missti Hearts annan mann af velli. Það var þá loks sem Aberdeen tókst að nýta liðsmuninn og steig Dabbagh upp á ögurstundu. „Þetta er ótrúleg tilfinning, ég get ekki sett hana í orð. Ég er virkilega ánægður með að skora sigurmarkið, ég er virkilega ánægður með að vera kominn í úrslit. Ég vil þakka stuðningsfólki okkar,“ sagði hæstánægður Dabbagh að leik loknum. „Ég vil þakka starfsliðinu og liðsfélögum mínum fyrir að trúa á mig. Þeir sögðu að ég myndi koma okkur yfir línuna og það tókst.“ Hinn 26 ára gamli Dabbagh hóf ferilinn í heimalandinu Palestínu. Þar upplifði hann margt en leikjum var seinkað þar sem liðin gátu ekki mætt á réttum tíma eftir að vera stöðvuð við eftirlitsstöðvar Ísraelshers, táragasi var skotið á leikvanga þegar leikir voru í gangi og leikmenn misstu heimili sín i sprengjuárásum. Eftir að raða inn mörkum heima fyrir færði Dabbagh sig til Kúveit árið 2019. Þar var hann til 2021 þegar hann samdi við Arouca í Portúgal. Þaðan lá leiðin til Chraleroi í Belgíu og svo loks til Skotlands þegar hann gekk til liðs við Aberdeen á láni. Þar hefur hann skorað þrjú mörk í fimm leikjum og takist honum að skora fleiri mörk eins og það um helgina verður hann fljótt kominn í guðatölu hjá félaginu. Vinsæll hjá stuðningsfólki.Craig Williamson/Getty Images Ofan á þetta hefur framherjinn skoraði 16 mörk í 45 landsleikjum fyrir Palestínu. Hann vonast til að vera hvetja aðra samlanda sína til dáða. „Ég vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu,“ sagði Dabbagh. ⚽ The goal.💥 The limbs.Late scenes at Hampden 🙌 pic.twitter.com/y3HarFCNLL— Aberdeen FC (@AberdeenFC) April 20, 2025 Aberdeen er sem stendur í 5. sæti efstu deildar Skotlands, aðeins þremur stigum á eftir Hibernian sem er í 3. sæti en það sæti veitir þátttökurétt í undankeppni Evrópudeildar á næstu leiktíð. Í bikarúrslitum mætir Aberdeen svo toppliði Celtic.
Fótbolti Skoski boltinn Palestína Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Guðrún kveður Rosengård Fótbolti Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Enski boltinn Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Golf „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Fótbolti Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Munkur slær í gegn á Opna breska Golf Fleiri fréttir Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Sjá meira