Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Magnús Jochum Pálsson skrifar 21. apríl 2025 00:10 Myndir af páskakveðjum forsætisráðherra, Miðflokks, Flokks fólksins og borgarstjórnarflokks Framsóknar. Stjórnmálaflokkarnir á Alþingi senda misfrumlegar og mislangar páskakveðjur. Segja má að ríkisstjórnarflokkarnir leggi meira púður í kveðjur sínar sem eru þó allar þrjár ólíkar. Miðflokkur og Sjálfstæðisflokkur senda einfaldar kveðjur en þingflokkur Framsóknar enga. Gervigreindin er greinilega komin út um allt því hún hefur náð að smjúga inn í jafn sígilt fyrirbæri og páskakveðjur stjórnmálaflokka. Það er spurning hvernig túlka má þá þróun. Hér fyrir neðan má sjá sex ólíkar páskakveðjur. Kristrún í páskaeggjaleit í morgun Samfylkingin, stærsti flokkur landsins í þingmannafjölda talið, sendir enga formlega kveðju á síðum sínum en Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra og formaður flokksins, gerði það hins vegar í Facebook-færslu í morgun. „Páskaeggjaleitin er hafin hér á heimilinu!“ skrifar Kristrún í færslunni og birtir mynd af múmínbolla með dorgandi múmínpabba, vísbendingum í leitinni og pappapáskaeggi. „Frábært að fá smá tíma með fjölskyldu um páskana. Vona að þið hafið öll haft það gott yfir hátíðirnar. Ég sendi sérstaklega hlýja kveðju til þeirra sem standa vaktina og eru í vinnu rauðu dagana og til þeirra sem eiga um sárt að binda 🌹 Gleðilega páska kæru landsmenn 🐣😌“ Skemmtilegar vísbendingar í páskaeggjaleit Kristrúnar og co. Löng kveðja á páskadagskvöldi Viðreisn birtir kveðju frá Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, formanni flokksins og utanríkisráðherra, á Facebook upp úr ellefuleytinu í kvöld. „Megum við öll, í anda páskahátíðarinna, leggja okkar af mörkum til að hlúa að friði, samkennd og mannréttindum - nær og fjær,“ segir Þorgerður í kveðju sinni sem er í lengri kantinum. Þá minnist hún krossfestingar og upprisu Jesú Krists og segir hug sinn hjá þeim sem þjáist fyrir botni Miðjarðarhafs þar sem „almennir borgarar þurfa að horfast í augu við ólíðandi grimmd og óbærilegt óréttlæti, heil samfélög hafa verið jöfnuð við jörðu, neyðaraðstoð stöðvuð og hundruð þúsunda á vergangi.“ Um sé að ræða „gróf og augljós brot gegn alþjóðalögum“ og orðin „stríðsglæpir og þjóðernishreinsanir“ komi upp í hugann. Hún hugsar einnig til Úkraínumanna sem hafi í þrjú ár þurft „að berjast fyrir tilverurétti sínum og frelsi í skugga miskunnarlausrar innrásar Rússa.“ Allar þessar hörmungar og stríðsglæpi fordæmi Íslendingar og þeir sitji heldur ekki „þegjandi og hljóðalaust“ þegar vegið er að réttindum kvenna, hinsegin og trans fólks og láti í sér heyra. Páskaungar Flokks fólksins Af ríkisstjórnarflokkunum þremur er Flokkur fólksins með allra skemmtilegustu og frumlegustu páskakveðjuna. Á Facebook-síðu flokksins má sjá tíu myndir, sennilega smíðaðar af gervigreind, þar sem búið er að breyta tíu þingmönnum flokksins í litla teiknimyndarfígúrur ofan á súkkulaðieggjum. „Gleðilega páska kæru vinir 🐣🐥“ segir við myndirnar. Hér má sjá átta af þingmönnum Flokks fólksins: Ingu Sæland, Guðmund Inga Kristinsson, Ásthildi Lóu Þórsdóttur, Eyjólf Ármannsson, Ragnar Þór Ingólfsson, Sigurjón Þórðarson, Kolbrúnu Baldursdóttur og Lilju Rafney Magnúsdóttir. Einfaldar en krúttlegar kveðjur frá Sjálfstæðismönnum Hinn gamalgróni Sjálfstæðisflokkur lætur sér nægja að birta mynd á Facebook með ljósbláum bakgrunni, mislitum eggjum og blómum og kveðjunni: „Sjálfstæðisflokkurinn óskar landsmönnum öllum gleðilegra páska.“ Á vefsíðu sinni birtir flokkurinn mynd af þremur litlum páskaungum og skrifar við hana sambærilega kveðju: „Sjálfstæðisflokkurinn óskar landsmönnum öllum gleðilegrar páskahátíðar.“ Sjálfstæðisungarnir þrír fagna páskum. Kanínu-Sigmundur og Miðflokksmenn senda kærar kveðjur Miðflokksmenn senda einfalda en skemmtilega bleika kanínukveðju á Facebook. Þar má sjá átta þingmanna þingflokk Miðflokksins á bleikum bakgrunni nema hvað formaðurinn, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, er með stór og myndarleg kanínueyru. „Gleðilega páska! Kærar kveðjur frá þingflokki Miðflokksins,“ stendur við myndina. Hugleiðing um Passíusálma og gervigreindarhetjur Þingflokkur Framsóknar virðist eini þingflokkurinn sem ekki sendir formlega kveðju til flokksmanna eða landsmanna. Hins vegar hefur borgarstjórnarflokkur Framsóknar í Reykjavík stokkið á „gervigreindartrendið“eins og þau orða það og látið gervigreind smíða mynd af fjórum borgarfulltrúum og fjórum varaborgarfulltrúum flokksins í formi einhvers konar leikfanga-ofurhetja í grænum dótapakka merktum Páskum. Borgarfulltrúar og varaborgarfulltrúar Framsóknarflokksins. Líkindin eru nú ekki sérlega mikil. Lilja Dögg Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknar, skrifar einnig hugvekju á vefsíðu flokksins um Passíusálma Hallgríms Péturssonar og páskahátíðina. „Páskahátíðin er kjörinn tími fyrir samvistir við sína nánustu og njóta þess sem er í boði á vettvangi hinna skapandi greina. Vitaskuld er þetta einnig tilvalinn tími til að íhuga boðskap þessarar trúarhátíðar. Passíusálmar Hallgríms Péturssonar eru órjúfanlega tengdir páskum og hafa fylgt íslensku þjóðinni um aldir,“ skrifar Lilja í hugvekju sinni. Lilja Dögg hefur verið orðuð við formannsframboð í Framsóknarflokknum.Vísir/Vilhelm Hún segir sálmana þá fegurstu sem ortir hafa verið og segist alltaf lesa þá í aðdraganda hátíðarinnar. Í sálmunum öðlist íslenskt mál „nýjar víddir fegurðar og næmni, sem skýrir djúp áhrif þeirra á þjóðarsálina.“ „Við erum rík sem þjóð að geta hallað okkur aftur um páskahátíðina og notið þessa auðuga menningararfs. Við erum líka afar lánsöm að búa í landi þar sem friður og frelsi eru ríkjandi,“ skrifar hún. Páskar Samfylkingin Viðreisn Flokkur fólksins Miðflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Alþingi Mest lesið Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið „Ég er pínu meyr í dag“ Lífið Ísraelar fá að vera með í Eurovision Tónlist Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Lífið Chanel og Snorri eiga von á syni Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár Lífið Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Lífið Fleiri fréttir Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði „Mamma, ég gat þetta“ Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Hræðilegra að syngja með Bítinu en að fara í fallhlífastökk Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Selfyssingar unnu Skjálftann með verki um hinsegin bakslag Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu A-teens og tveir fyrrverandi sigurvegarar taka þátt í Melodifestivalen Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Sjá meira
Gervigreindin er greinilega komin út um allt því hún hefur náð að smjúga inn í jafn sígilt fyrirbæri og páskakveðjur stjórnmálaflokka. Það er spurning hvernig túlka má þá þróun. Hér fyrir neðan má sjá sex ólíkar páskakveðjur. Kristrún í páskaeggjaleit í morgun Samfylkingin, stærsti flokkur landsins í þingmannafjölda talið, sendir enga formlega kveðju á síðum sínum en Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra og formaður flokksins, gerði það hins vegar í Facebook-færslu í morgun. „Páskaeggjaleitin er hafin hér á heimilinu!“ skrifar Kristrún í færslunni og birtir mynd af múmínbolla með dorgandi múmínpabba, vísbendingum í leitinni og pappapáskaeggi. „Frábært að fá smá tíma með fjölskyldu um páskana. Vona að þið hafið öll haft það gott yfir hátíðirnar. Ég sendi sérstaklega hlýja kveðju til þeirra sem standa vaktina og eru í vinnu rauðu dagana og til þeirra sem eiga um sárt að binda 🌹 Gleðilega páska kæru landsmenn 🐣😌“ Skemmtilegar vísbendingar í páskaeggjaleit Kristrúnar og co. Löng kveðja á páskadagskvöldi Viðreisn birtir kveðju frá Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, formanni flokksins og utanríkisráðherra, á Facebook upp úr ellefuleytinu í kvöld. „Megum við öll, í anda páskahátíðarinna, leggja okkar af mörkum til að hlúa að friði, samkennd og mannréttindum - nær og fjær,“ segir Þorgerður í kveðju sinni sem er í lengri kantinum. Þá minnist hún krossfestingar og upprisu Jesú Krists og segir hug sinn hjá þeim sem þjáist fyrir botni Miðjarðarhafs þar sem „almennir borgarar þurfa að horfast í augu við ólíðandi grimmd og óbærilegt óréttlæti, heil samfélög hafa verið jöfnuð við jörðu, neyðaraðstoð stöðvuð og hundruð þúsunda á vergangi.“ Um sé að ræða „gróf og augljós brot gegn alþjóðalögum“ og orðin „stríðsglæpir og þjóðernishreinsanir“ komi upp í hugann. Hún hugsar einnig til Úkraínumanna sem hafi í þrjú ár þurft „að berjast fyrir tilverurétti sínum og frelsi í skugga miskunnarlausrar innrásar Rússa.“ Allar þessar hörmungar og stríðsglæpi fordæmi Íslendingar og þeir sitji heldur ekki „þegjandi og hljóðalaust“ þegar vegið er að réttindum kvenna, hinsegin og trans fólks og láti í sér heyra. Páskaungar Flokks fólksins Af ríkisstjórnarflokkunum þremur er Flokkur fólksins með allra skemmtilegustu og frumlegustu páskakveðjuna. Á Facebook-síðu flokksins má sjá tíu myndir, sennilega smíðaðar af gervigreind, þar sem búið er að breyta tíu þingmönnum flokksins í litla teiknimyndarfígúrur ofan á súkkulaðieggjum. „Gleðilega páska kæru vinir 🐣🐥“ segir við myndirnar. Hér má sjá átta af þingmönnum Flokks fólksins: Ingu Sæland, Guðmund Inga Kristinsson, Ásthildi Lóu Þórsdóttur, Eyjólf Ármannsson, Ragnar Þór Ingólfsson, Sigurjón Þórðarson, Kolbrúnu Baldursdóttur og Lilju Rafney Magnúsdóttir. Einfaldar en krúttlegar kveðjur frá Sjálfstæðismönnum Hinn gamalgróni Sjálfstæðisflokkur lætur sér nægja að birta mynd á Facebook með ljósbláum bakgrunni, mislitum eggjum og blómum og kveðjunni: „Sjálfstæðisflokkurinn óskar landsmönnum öllum gleðilegra páska.“ Á vefsíðu sinni birtir flokkurinn mynd af þremur litlum páskaungum og skrifar við hana sambærilega kveðju: „Sjálfstæðisflokkurinn óskar landsmönnum öllum gleðilegrar páskahátíðar.“ Sjálfstæðisungarnir þrír fagna páskum. Kanínu-Sigmundur og Miðflokksmenn senda kærar kveðjur Miðflokksmenn senda einfalda en skemmtilega bleika kanínukveðju á Facebook. Þar má sjá átta þingmanna þingflokk Miðflokksins á bleikum bakgrunni nema hvað formaðurinn, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, er með stór og myndarleg kanínueyru. „Gleðilega páska! Kærar kveðjur frá þingflokki Miðflokksins,“ stendur við myndina. Hugleiðing um Passíusálma og gervigreindarhetjur Þingflokkur Framsóknar virðist eini þingflokkurinn sem ekki sendir formlega kveðju til flokksmanna eða landsmanna. Hins vegar hefur borgarstjórnarflokkur Framsóknar í Reykjavík stokkið á „gervigreindartrendið“eins og þau orða það og látið gervigreind smíða mynd af fjórum borgarfulltrúum og fjórum varaborgarfulltrúum flokksins í formi einhvers konar leikfanga-ofurhetja í grænum dótapakka merktum Páskum. Borgarfulltrúar og varaborgarfulltrúar Framsóknarflokksins. Líkindin eru nú ekki sérlega mikil. Lilja Dögg Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknar, skrifar einnig hugvekju á vefsíðu flokksins um Passíusálma Hallgríms Péturssonar og páskahátíðina. „Páskahátíðin er kjörinn tími fyrir samvistir við sína nánustu og njóta þess sem er í boði á vettvangi hinna skapandi greina. Vitaskuld er þetta einnig tilvalinn tími til að íhuga boðskap þessarar trúarhátíðar. Passíusálmar Hallgríms Péturssonar eru órjúfanlega tengdir páskum og hafa fylgt íslensku þjóðinni um aldir,“ skrifar Lilja í hugvekju sinni. Lilja Dögg hefur verið orðuð við formannsframboð í Framsóknarflokknum.Vísir/Vilhelm Hún segir sálmana þá fegurstu sem ortir hafa verið og segist alltaf lesa þá í aðdraganda hátíðarinnar. Í sálmunum öðlist íslenskt mál „nýjar víddir fegurðar og næmni, sem skýrir djúp áhrif þeirra á þjóðarsálina.“ „Við erum rík sem þjóð að geta hallað okkur aftur um páskahátíðina og notið þessa auðuga menningararfs. Við erum líka afar lánsöm að búa í landi þar sem friður og frelsi eru ríkjandi,“ skrifar hún.
Páskar Samfylkingin Viðreisn Flokkur fólksins Miðflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Alþingi Mest lesið Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið „Ég er pínu meyr í dag“ Lífið Ísraelar fá að vera með í Eurovision Tónlist Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Lífið Chanel og Snorri eiga von á syni Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár Lífið Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Lífið Fleiri fréttir Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði „Mamma, ég gat þetta“ Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Hræðilegra að syngja með Bítinu en að fara í fallhlífastökk Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Selfyssingar unnu Skjálftann með verki um hinsegin bakslag Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu A-teens og tveir fyrrverandi sigurvegarar taka þátt í Melodifestivalen Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Sjá meira