Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 21. apríl 2025 15:21 Keir Starmer og Donald Trump. AP/Carl Court Þingmenn og lávarðar á breska þinginu kalla eftir því að Donald Trump Bandaríkjaforseta verði meinað að ávarpa þingið þegar hann kemur í opinbera heimsókn. Lávarðar kallast þeir sem eiga ævilangt sæti í lávarðadeildinni. Í kjölfar fundar þeirra Trump og Keirs Starmer forsætisráðherra Bretlands hefur verið greint frá því að Trump komi í opinbera heimsókn til Bretlands í haust en forverar hans Barack Obama, Ronald Reagan og Bill Clinton ávörpuðu allir báðar deildir breska þingsins í tilefni af heimsóknum þeirra. Guardian fjallar um það að McFall lávarði af Alcluith, sem er forseti efri deildar þingsins, hafi borist hvatningar til að leggjast gegn því að Trump fái að ávarpa deildina vegna skoðana hans og ummæla í garð Bretlands, þingræði, Atlantshafsbandalagsins og Úkraínu. Foulkes lávarður, fyrrverandi ráðherra í ríkisstjórn Verkamannaflokks Tony Blair, fer fyrir hópi lávarða sem leggjast gegn hugsanlegu ávarpi Bandaríkjaforseti. „Þrátt fyrir að ríkisstjórnin sé nauðbeygð til að eiga við alls konar stjórnvöld ætti þingið ekki að taka á móti leiðtoga sem er andvígur lýðræði og virðir ekki dómstóla og lög,“ segir Foulkes lávarður. „Þar að auki fordæmir hann ekki innrás Rússa í Úkraínu, sem allir flokkar á breska þinginu hafa gert,“ segir hann. Kate Osborne, þingkona Verkamannaflokksins, hefur einnig samkvæmt umfjöllun breskra miðla beðið Lindsay Hoyle, forseta neðri deildarinnar, að mótmæla hugsanlegu ávarpi Bandaríkjaforseta. Hefð er fyrir því að Bandaríkjaforsetar sem komi í opinbera heimsókn til Bretlands á öðru kjörtímabili þeirra í embætti fari á fund konungs í Windsor-höll, líkt og George Bush yngri og Barack Obama gerðu hvor á sinni embættistíð. Bretland Bandaríkin Donald Trump Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Sjá meira
Lávarðar kallast þeir sem eiga ævilangt sæti í lávarðadeildinni. Í kjölfar fundar þeirra Trump og Keirs Starmer forsætisráðherra Bretlands hefur verið greint frá því að Trump komi í opinbera heimsókn til Bretlands í haust en forverar hans Barack Obama, Ronald Reagan og Bill Clinton ávörpuðu allir báðar deildir breska þingsins í tilefni af heimsóknum þeirra. Guardian fjallar um það að McFall lávarði af Alcluith, sem er forseti efri deildar þingsins, hafi borist hvatningar til að leggjast gegn því að Trump fái að ávarpa deildina vegna skoðana hans og ummæla í garð Bretlands, þingræði, Atlantshafsbandalagsins og Úkraínu. Foulkes lávarður, fyrrverandi ráðherra í ríkisstjórn Verkamannaflokks Tony Blair, fer fyrir hópi lávarða sem leggjast gegn hugsanlegu ávarpi Bandaríkjaforseti. „Þrátt fyrir að ríkisstjórnin sé nauðbeygð til að eiga við alls konar stjórnvöld ætti þingið ekki að taka á móti leiðtoga sem er andvígur lýðræði og virðir ekki dómstóla og lög,“ segir Foulkes lávarður. „Þar að auki fordæmir hann ekki innrás Rússa í Úkraínu, sem allir flokkar á breska þinginu hafa gert,“ segir hann. Kate Osborne, þingkona Verkamannaflokksins, hefur einnig samkvæmt umfjöllun breskra miðla beðið Lindsay Hoyle, forseta neðri deildarinnar, að mótmæla hugsanlegu ávarpi Bandaríkjaforseta. Hefð er fyrir því að Bandaríkjaforsetar sem komi í opinbera heimsókn til Bretlands á öðru kjörtímabili þeirra í embætti fari á fund konungs í Windsor-höll, líkt og George Bush yngri og Barack Obama gerðu hvor á sinni embættistíð.
Bretland Bandaríkin Donald Trump Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Sjá meira