Körfubolti

KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leik­tíð

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
KR leikur í deild þeirra bestu á næstu leiktíð.
KR leikur í deild þeirra bestu á næstu leiktíð. KR Karfa

KR mun leika í Bónus deild kvenna í körfubolta á næstu leiktíð. Þetta varð ljóst eftir sigur liðsins á Hamar/Þór í umspili í kvöld.

KR hafði unnið fyrstu tvo leikina í rimmunni og Hamar/Þór með bakið upp við vegg fyrir leik kvöldsins. Það var jafnræði með liðunum í fyrsta leikhluta en í þeim öðrum virtist sem Sunnlendingar hefðu fundið taktinn.

Munurinn var þó aðeins fjögur stig í hálfleik. Þann mun át KR upp í þriðja leikhluta og þegar komið var að lokaleikhlutanum var allt bensin búið hjá heimakonum. Þær skoruðu aðeins sjö stig og KR vann á endanum níu stiga sigur, lokatölur 63-72. KR sópaði Hamar/Þór þar með úr einvíginu, 3-0, og tryggði sæti sitt í Bónus deildinni á næstu leiktíð.

Cheah Emountainspring Rael Whitsitt var mögnuð í liði KR. Hún skoraði 20 stig og tók hvorki meira né minna en 29 fráköst. Þá gaf hún 4 stoðsendingar. Anna María Magnúsdóttir skoraði 15 stig, tók 7 fráköst og gaf 4 stoðsendingar.

Anna Soffía Lárusdóttir og Abby Claire Beeman skoruðu báðar 15 stig fyrir Hamar/Þór. Beeman var einnig með 12 fráköst og 11 stoðsendingar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×