Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Kjartan Kjartansson skrifar 22. apríl 2025 12:08 Helfararminnisvarðinn í miðborg Berlínar. Nasistar myrtu milljónir evrópskra gyðinga í útrýmingarbúðum á heimsstyrjaldarárunum en síðustu eftirlifendurnir eru nú komnir vel til ára sinna. AP/Markus Schreiber Líklegt er að um sjötíu prósent eftirlifenda helfarar nasista á gyðingum deyi á næstu tíu árum. Sumir þeirra hafa áhyggjur af því hver muni halda minningu þeirra á lofti þegar enginn verður eftir til vitnis um einn svartasta blett mannkynssögunnar. Samtök sem voru stofnuð til þess að halda utan um bótakröfur fórnarlamba helfarinnar á hendur Þýsklandi árið 1952 tóku saman skýrslu um eftirlifendurna sem byggir á lýðfræðilegum gögnum og dánartíðni. Samkvæmt henni deyr líklega um helmingur þeirra sem eftir eru á lífi á næstu sex árum, sjötíu prósent á næstu tíu árum og níutíu prósent á næstu fimmtán árum. Flestir eftirlifendanna eru orðnir ellihrumir. Miðgildisaldurinn er 87 ár og fleiri en 1.400 eftirlifendanna eru meira en hundrað ára gamall. Nasistar drápu um sex milljónir evrópskra gyðinga í útrýmingarbúðum í Þýskalandi og hernumndu Póllandi á árum síðari heimsstyrjaldarinnar. Ekki er ljóst hversu margir lifðu helförina af. Eftir að helförinni lauk voru um 300.000 gyðingar eftir í Póllandi en þeir voru 3,3 milljónir árið 1939, árið sem heimsstyrjöldin hófst með innrás nasista í landið. Í Þýskalandi bjuggu um 560.000 gyðingar þegar Adolf Hitler komst til valda árið 1933. Þeir voru um fimmtán þúsund eftir helförina en hinum hafði annað hvort verið útrýmt eða þeir flúið land. Gestir skoða hlið með áletruninni alræmdu „Vinnan frelsar“ í útrýmingarbúðunum í Dachau í Þýskalandi.AP/Matthias Schrader Albrecht Weinberg, hundrað ára gamall eftirlifandi helfararinnar frá Þýskalandi, segir AP-fréttastofunni að minningar frá hörmungnum ásæki hann enni, bæði sofandi og vakandi. Hann missti alla fjölskyldu sína í helförinni. Hann kenndi lengi framhaldsskólanemum um voðaverk nasista en hefur nú áhyggjur af því hver tekur við kyndlinum þegar hann og aðrir eftirlifendur eru farnir yfir móðuna miklu. „Þegar mín kynslóð er ekki lengur í þessum heimi, þegar við hverfum úr þessum heimi, þá getur næsta kynslóð aðeins lesið um þetta í bók,“ segir hann. Greg Schneider, varaforseti Claims Conference-samtakanna sem gerðu, skýrsluna tekur í svipaðan streng. „Við höfum við að þessi hópur eftirlifenda væri sá síðasti, okkar síðasta tækifæri til þess að heyra vitnisburð þeirra frá fyrstu hendi, að verja tíma með þeim, síðasta tækifæri okkar til þess að hitta eftirlifendurna,“ segir hann. Seinni heimsstyrjöldin Þýskaland Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Fleiri fréttir Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Sjá meira
Samtök sem voru stofnuð til þess að halda utan um bótakröfur fórnarlamba helfarinnar á hendur Þýsklandi árið 1952 tóku saman skýrslu um eftirlifendurna sem byggir á lýðfræðilegum gögnum og dánartíðni. Samkvæmt henni deyr líklega um helmingur þeirra sem eftir eru á lífi á næstu sex árum, sjötíu prósent á næstu tíu árum og níutíu prósent á næstu fimmtán árum. Flestir eftirlifendanna eru orðnir ellihrumir. Miðgildisaldurinn er 87 ár og fleiri en 1.400 eftirlifendanna eru meira en hundrað ára gamall. Nasistar drápu um sex milljónir evrópskra gyðinga í útrýmingarbúðum í Þýskalandi og hernumndu Póllandi á árum síðari heimsstyrjaldarinnar. Ekki er ljóst hversu margir lifðu helförina af. Eftir að helförinni lauk voru um 300.000 gyðingar eftir í Póllandi en þeir voru 3,3 milljónir árið 1939, árið sem heimsstyrjöldin hófst með innrás nasista í landið. Í Þýskalandi bjuggu um 560.000 gyðingar þegar Adolf Hitler komst til valda árið 1933. Þeir voru um fimmtán þúsund eftir helförina en hinum hafði annað hvort verið útrýmt eða þeir flúið land. Gestir skoða hlið með áletruninni alræmdu „Vinnan frelsar“ í útrýmingarbúðunum í Dachau í Þýskalandi.AP/Matthias Schrader Albrecht Weinberg, hundrað ára gamall eftirlifandi helfararinnar frá Þýskalandi, segir AP-fréttastofunni að minningar frá hörmungnum ásæki hann enni, bæði sofandi og vakandi. Hann missti alla fjölskyldu sína í helförinni. Hann kenndi lengi framhaldsskólanemum um voðaverk nasista en hefur nú áhyggjur af því hver tekur við kyndlinum þegar hann og aðrir eftirlifendur eru farnir yfir móðuna miklu. „Þegar mín kynslóð er ekki lengur í þessum heimi, þegar við hverfum úr þessum heimi, þá getur næsta kynslóð aðeins lesið um þetta í bók,“ segir hann. Greg Schneider, varaforseti Claims Conference-samtakanna sem gerðu, skýrsluna tekur í svipaðan streng. „Við höfum við að þessi hópur eftirlifenda væri sá síðasti, okkar síðasta tækifæri til þess að heyra vitnisburð þeirra frá fyrstu hendi, að verja tíma með þeim, síðasta tækifæri okkar til þess að hitta eftirlifendurna,“ segir hann.
Seinni heimsstyrjöldin Þýskaland Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Fleiri fréttir Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Sjá meira