Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir og Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifa 22. apríl 2025 13:01 Íslenska kvennalandsliðið í handbolta lék fyrr í mánuðinum tvo umspilsleiki við Ísrael um laust sæti á Heimsmeistaramótinu í handbolta 2026. Í kjölfarið sendi íslenska landsliðið frá sér yfirlýsingu þar sem leikmenn hvöttu alþjóðlegu íþróttahreyfinguna til að endurskoða afstöðu sína til þátttöku Ísraels í alþjóðlegum íþróttakeppnum. Liðið skoraði einnig á HSÍ og ÍSÍ að þrýsta á alþjóðasamböndin um að meina Ísrael þátttöku í alþjóðlegum íþróttaviðburðum vegna mannréttindabrota þeirra. Við myndatöku eftir seinni leik liðanna huldu leikmenn síðan lógó ísraelska fyrirtækisins Rapyd á treyjunum sínum, en Rapyd er einn af styrktaraðilum HSÍ. Þannig sendu landsliðskonurnar skýr skilaboð um að þær kæri sig ekki um að bera merki ísraelsks fyrirtækis framan á sér á meðan þær leika fyrir hönd Íslands. Söguleg framganga íslenska landsliðsins Með þessum aðgerðum sínum steig handboltalandsliðið skref sem ekkert annað íslenskt lið hefur stigið undanfarið eitt og hálft ár. Landsliðskonurnar tóku afstöðu og beittu sinni rödd til að benda á að það er óásættanlegt að Ísrael taki þátt í íþróttaviðburðum á meðan stríðsglæpir, aðskilnaðarstefna og þjóðernishreinsanir af hálfu Ísraelsríkis eru daglegt brauð í Ísrael og Palestínu. Íslensku handboltakonurnar vöktu einnig athygli á því að leikirnir við Ísrael fóru fram við mjög óeðlilegar aðstæður, s.s. við stórfellda öryggisgæslu í kringum ísraelska liðið og án áhorfenda. Ef ekki er hægt að leika handbolta venju samkvæmt er ástæða til að skoða hvort staðan sé ásættanleg fyrir leikmenn. Það er augljóst af yfirlýsingu handboltakvennanna að þær telja að svo sé ekki. Sniðganga er andóf gegn mannréttindabrotum Yfirlýsing íslenska landsliðsins er hvatning til HSÍ, ÍSÍ og alþjóðasambandanna um að sniðganga Ísrael á sviði íþrótta. Sniðganga á sviði íþrótta hefur áður átt þátt í að einangra ríki sem fremja lögbrot og mannréttindabrot. Hún er leið þeirra sem ekki geta setið aðgerðalaus hjá á meðan glæpir Ísraels viðgangast. Nú hefur íslenska handboltalandsliðið lagt sniðgönguhreyfingunni lið, líkt og þúsundir annarra Íslendinga sem undanfarið eitt og hálft ár hafa sniðgengið ísraelsk fyrirtæki og ísraelskar vörur og þrýst á stjórnvöld um að grípa til aðgerða gegn Ísrael. Þegar Rússar réðust inn í Úkraínu var þeim umsvifalaust meinað að taka þátt í alþjóðlegum íþróttakeppnum, þar á meðal Ólympíuleikunum. Það hljóta að renna tvær grímur á allan almenning ef glæpir Ísraels kalla ekki á sömu viðbrögð. Stöndum við með mannréttindum eða ekki? Endurspegla íþróttir gildi okkar og siðferði eða leyfum við þeim að vera vettvangur sem veitir Ísrael skjól til að fremja glæpi sína? HSÍ ber skylda til að hlusta á landsliðskonur, segir nýr formaður HSÍ Í kjölfar yfirlýsingar landsliðsins var tekið viðtal við nýjan formann HSÍ, Jón Halldórsson. Þar segir hann að sambandinu beri skylda til að hlusta á sjónarmið landsliðsins og taka afstöðu til þeirra. Hann viðurkennir jafnframt að samstarf HSÍ við Rapyd sé umdeilt og að skilaboð landsliðsins um Rapyd séu skýr. Samkvæmt Jóni er á dagskrá nýrrar stjórnar HSÍ að endurskoða alla samninga sambandsins. Framkvæmdastjóri ÍSÍ lýsti því einnig yfir að sambandið tæki yfirlýsinguna til skoðunar. Þetta sýnir svart á hvítu að þrýstingur frá íþróttafólki getur haft áhrif á stjórnendur íþróttafélaga og búið til hvata fyrir þá til að grípa til aðgerða. Boltinn er hjá HSÍ og ÍSÍ Boltinn er núna hjá HSÍ og ÍSÍ. Félögin þurfa að standa með sínu fólki og þrýsta á alþjóðasamböndin að víkja Ísrael úr keppni í alþjóðlegum íþróttaviðburðum á meðan þjóðarmorð, aðskilnaðarstefna og þjóðernishreinsanir Ísraels viðgangast. HSÍ þarf að hverfa frá samstarfi sínu við ísraelska fyrirtækið Rapyd. Þannig geta þessi félög staðið vörð um það sem íþróttir á alþjóðavettvangi eiga að snúast um - frið, virðingu, samstöðu og mannlega reisn, gildin sem íslensku handboltakonurnar vilja verja. Sniðgönguhreyfingin á Íslandi tekur undir ákall kvennalandsliðsins í handbolta. Við skorum á HSÍ og ÍSÍ að sýna jafn mikið hugrekki og leikmenn liðsins gerðu. Sýnum Ísrael rauða spjaldið! Höfundar eru í íslensku sniðgönguhreyfingunni fyrir Palestínu, BDS Ísland. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein HSÍ Landslið kvenna í handbolta Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal Skoðun Skoðun Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir skrifar Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið í handbolta lék fyrr í mánuðinum tvo umspilsleiki við Ísrael um laust sæti á Heimsmeistaramótinu í handbolta 2026. Í kjölfarið sendi íslenska landsliðið frá sér yfirlýsingu þar sem leikmenn hvöttu alþjóðlegu íþróttahreyfinguna til að endurskoða afstöðu sína til þátttöku Ísraels í alþjóðlegum íþróttakeppnum. Liðið skoraði einnig á HSÍ og ÍSÍ að þrýsta á alþjóðasamböndin um að meina Ísrael þátttöku í alþjóðlegum íþróttaviðburðum vegna mannréttindabrota þeirra. Við myndatöku eftir seinni leik liðanna huldu leikmenn síðan lógó ísraelska fyrirtækisins Rapyd á treyjunum sínum, en Rapyd er einn af styrktaraðilum HSÍ. Þannig sendu landsliðskonurnar skýr skilaboð um að þær kæri sig ekki um að bera merki ísraelsks fyrirtækis framan á sér á meðan þær leika fyrir hönd Íslands. Söguleg framganga íslenska landsliðsins Með þessum aðgerðum sínum steig handboltalandsliðið skref sem ekkert annað íslenskt lið hefur stigið undanfarið eitt og hálft ár. Landsliðskonurnar tóku afstöðu og beittu sinni rödd til að benda á að það er óásættanlegt að Ísrael taki þátt í íþróttaviðburðum á meðan stríðsglæpir, aðskilnaðarstefna og þjóðernishreinsanir af hálfu Ísraelsríkis eru daglegt brauð í Ísrael og Palestínu. Íslensku handboltakonurnar vöktu einnig athygli á því að leikirnir við Ísrael fóru fram við mjög óeðlilegar aðstæður, s.s. við stórfellda öryggisgæslu í kringum ísraelska liðið og án áhorfenda. Ef ekki er hægt að leika handbolta venju samkvæmt er ástæða til að skoða hvort staðan sé ásættanleg fyrir leikmenn. Það er augljóst af yfirlýsingu handboltakvennanna að þær telja að svo sé ekki. Sniðganga er andóf gegn mannréttindabrotum Yfirlýsing íslenska landsliðsins er hvatning til HSÍ, ÍSÍ og alþjóðasambandanna um að sniðganga Ísrael á sviði íþrótta. Sniðganga á sviði íþrótta hefur áður átt þátt í að einangra ríki sem fremja lögbrot og mannréttindabrot. Hún er leið þeirra sem ekki geta setið aðgerðalaus hjá á meðan glæpir Ísraels viðgangast. Nú hefur íslenska handboltalandsliðið lagt sniðgönguhreyfingunni lið, líkt og þúsundir annarra Íslendinga sem undanfarið eitt og hálft ár hafa sniðgengið ísraelsk fyrirtæki og ísraelskar vörur og þrýst á stjórnvöld um að grípa til aðgerða gegn Ísrael. Þegar Rússar réðust inn í Úkraínu var þeim umsvifalaust meinað að taka þátt í alþjóðlegum íþróttakeppnum, þar á meðal Ólympíuleikunum. Það hljóta að renna tvær grímur á allan almenning ef glæpir Ísraels kalla ekki á sömu viðbrögð. Stöndum við með mannréttindum eða ekki? Endurspegla íþróttir gildi okkar og siðferði eða leyfum við þeim að vera vettvangur sem veitir Ísrael skjól til að fremja glæpi sína? HSÍ ber skylda til að hlusta á landsliðskonur, segir nýr formaður HSÍ Í kjölfar yfirlýsingar landsliðsins var tekið viðtal við nýjan formann HSÍ, Jón Halldórsson. Þar segir hann að sambandinu beri skylda til að hlusta á sjónarmið landsliðsins og taka afstöðu til þeirra. Hann viðurkennir jafnframt að samstarf HSÍ við Rapyd sé umdeilt og að skilaboð landsliðsins um Rapyd séu skýr. Samkvæmt Jóni er á dagskrá nýrrar stjórnar HSÍ að endurskoða alla samninga sambandsins. Framkvæmdastjóri ÍSÍ lýsti því einnig yfir að sambandið tæki yfirlýsinguna til skoðunar. Þetta sýnir svart á hvítu að þrýstingur frá íþróttafólki getur haft áhrif á stjórnendur íþróttafélaga og búið til hvata fyrir þá til að grípa til aðgerða. Boltinn er hjá HSÍ og ÍSÍ Boltinn er núna hjá HSÍ og ÍSÍ. Félögin þurfa að standa með sínu fólki og þrýsta á alþjóðasamböndin að víkja Ísrael úr keppni í alþjóðlegum íþróttaviðburðum á meðan þjóðarmorð, aðskilnaðarstefna og þjóðernishreinsanir Ísraels viðgangast. HSÍ þarf að hverfa frá samstarfi sínu við ísraelska fyrirtækið Rapyd. Þannig geta þessi félög staðið vörð um það sem íþróttir á alþjóðavettvangi eiga að snúast um - frið, virðingu, samstöðu og mannlega reisn, gildin sem íslensku handboltakonurnar vilja verja. Sniðgönguhreyfingin á Íslandi tekur undir ákall kvennalandsliðsins í handbolta. Við skorum á HSÍ og ÍSÍ að sýna jafn mikið hugrekki og leikmenn liðsins gerðu. Sýnum Ísrael rauða spjaldið! Höfundar eru í íslensku sniðgönguhreyfingunni fyrir Palestínu, BDS Ísland.
Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal Skoðun
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar
Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal Skoðun