Handbolti

Elvar Örn frá­bær þegar Melsun­gen marði sigur

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Elvar Örn átti stóran þátt í sigri sinna manna.
Elvar Örn átti stóran þátt í sigri sinna manna. Getty/Swen Pförtner

Þýska handknattleiksfélagið Melsungen marði sigur á spænska liðinu CD Bidasoa í fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum Evrópudeildar karla í handbolta.

Melsungen hefði eflaust viljað vinna stærri sigur en hann var eins naumur og mögulegt er, lokatölur 28-27. Elvar Örn fór mikinn í liði gestanna, skoraði 5 mörk og gaf 2 stoðsendingar.

Næsti leikur liðanna fer fram eftir viku á Spáni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×