Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Samúel Karl Ólason skrifar 22. apríl 2025 21:07 Bill Owens, hefur stýrt 60 mínútum frá 2019 en unnið við framleiðslu þáttanna í 25 ár. AP/Chris Pizzello Bill Owens, æðsti stjórnandi fréttaskýringaþáttarins vinsæla 60 Minutes eða 60 mínútur hefur sagt starfi sínu lausu og segir ástæðuna þá að hann hafi tapað sjálfstæði sínu í starfi. Stjórnendur CBS og móðurfélagsins Paramount hafi gert ljóst að hann muni ekki fá að stjórna þættinum með hag áhorfenda í huga lengur. Owens hefur stýrt 60 mínútum frá árinu frá 2019 en hann hefur starfað við gerð þáttanna í 25 ár. Hann er einungis þriðji maðurinn til að sinna þeirri stöðu frá því framleiðsla þáttanna hófst fyrir 57 árum síðan. Þættirnir hafa ávallt verið álitnir sem sérstök eining innan fréttadeildar CBS og hafa stjórnendur hans notið mikils sjálfstæðis. Í pósti sem hann sendi á starfsmenn í dag sagðist Owens hafa reynt að verja 60 mínútur af öllum krafti. Nú þyrfti hann að stíga til hliðar svo hægt væri að halda framleiðslu þáttanna áfram. Þeir væru gífurlega mikilvægir Bandaríkjunum. Owens hét því í póstinum að starfsmenn 60 mínútna myndu áfram fjalla um yfirvöld í Bandaríkjunum með gagnrýnum hætti. AP fréttaveitan segir óljóst hvort hann hafi hætt sjálfur eða hvort hann hafi verið rekinn. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur lengi verið gagnrýninn í garð 60 mínútna og hefur hann meðal annars höfðað mál gegn CBS þar sem hann krefst tíu milljarða dala frá fyrirtækinu vegna meints ólöglegs athæfis hvað varðar viðtal við Kamölu Harris sem tekið var í kosningabaráttunni í fyrra. Trump heldur því fram að viðtalið hafi verið klippt með ólöglegum hætti. Forsvarsmenn þáttanna segja það rangt og að hafa opinberað viðtalið í heild sinni. Eins og fram kemur í grein New York Times segja sérfræðingar að lögsóknin sé alfarið byggð á sandi en æðstu stjórnendur Paramount og CBS eru sagðir vilja semja við Trump og tryggja sér þannig samþykki hans fyrir sölu Paramount til fyrirtækisins Skydance. Salan þarf samþykki samkeppnisyfirvalda í Bandaríkjunum. Árið 2020 gekk Trump úr viðtali við Lesley Stahl í 60 mínútum. Sjá einnig: CBS svarar fyrir sig og birtir myndband af Trump að ganga út úr viðtalinu Hann neitaði einnig að fara í viðtal fyrir síðustu kosningar og hefur ítrekað síðan þá verið mjög gagnrýninn í garð þáttanna. Fyrr í þessum mánuði fór forsetinn hörðum orðum um 60 mínútur á samfélagsmiðli sínum og kallaði eftir því að CBS yrði svipt leyfi til að sjónvarpsútsendinga í Bandaríkjunum. Var það eftir nokkra þætti um ríkisstjórn Trumps og aðgerðir hans í embætti. Forsetinn hefur áður slegið á svipaða strengi og eftir að hann tók embætti lýsti yfirmaður Fjarskiptastofnunnar Bandaríkjanna (FCC) því yfir að CBS yrði tekið til rannsóknar vegna viðtalsins. Sjá einnig: Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar NYT segir stjórnendur hjá Paramount og Skydance hafa áhyggjur af ummælum Trumps og aðgerðum. Viðræður milli þeirra og Trump-liða um mögulega sátt á deilunum standi nú yfir. Bandaríkin Donald Trump Fjölmiðlar Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Fleiri fréttir „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Sjá meira
Owens hefur stýrt 60 mínútum frá árinu frá 2019 en hann hefur starfað við gerð þáttanna í 25 ár. Hann er einungis þriðji maðurinn til að sinna þeirri stöðu frá því framleiðsla þáttanna hófst fyrir 57 árum síðan. Þættirnir hafa ávallt verið álitnir sem sérstök eining innan fréttadeildar CBS og hafa stjórnendur hans notið mikils sjálfstæðis. Í pósti sem hann sendi á starfsmenn í dag sagðist Owens hafa reynt að verja 60 mínútur af öllum krafti. Nú þyrfti hann að stíga til hliðar svo hægt væri að halda framleiðslu þáttanna áfram. Þeir væru gífurlega mikilvægir Bandaríkjunum. Owens hét því í póstinum að starfsmenn 60 mínútna myndu áfram fjalla um yfirvöld í Bandaríkjunum með gagnrýnum hætti. AP fréttaveitan segir óljóst hvort hann hafi hætt sjálfur eða hvort hann hafi verið rekinn. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur lengi verið gagnrýninn í garð 60 mínútna og hefur hann meðal annars höfðað mál gegn CBS þar sem hann krefst tíu milljarða dala frá fyrirtækinu vegna meints ólöglegs athæfis hvað varðar viðtal við Kamölu Harris sem tekið var í kosningabaráttunni í fyrra. Trump heldur því fram að viðtalið hafi verið klippt með ólöglegum hætti. Forsvarsmenn þáttanna segja það rangt og að hafa opinberað viðtalið í heild sinni. Eins og fram kemur í grein New York Times segja sérfræðingar að lögsóknin sé alfarið byggð á sandi en æðstu stjórnendur Paramount og CBS eru sagðir vilja semja við Trump og tryggja sér þannig samþykki hans fyrir sölu Paramount til fyrirtækisins Skydance. Salan þarf samþykki samkeppnisyfirvalda í Bandaríkjunum. Árið 2020 gekk Trump úr viðtali við Lesley Stahl í 60 mínútum. Sjá einnig: CBS svarar fyrir sig og birtir myndband af Trump að ganga út úr viðtalinu Hann neitaði einnig að fara í viðtal fyrir síðustu kosningar og hefur ítrekað síðan þá verið mjög gagnrýninn í garð þáttanna. Fyrr í þessum mánuði fór forsetinn hörðum orðum um 60 mínútur á samfélagsmiðli sínum og kallaði eftir því að CBS yrði svipt leyfi til að sjónvarpsútsendinga í Bandaríkjunum. Var það eftir nokkra þætti um ríkisstjórn Trumps og aðgerðir hans í embætti. Forsetinn hefur áður slegið á svipaða strengi og eftir að hann tók embætti lýsti yfirmaður Fjarskiptastofnunnar Bandaríkjanna (FCC) því yfir að CBS yrði tekið til rannsóknar vegna viðtalsins. Sjá einnig: Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar NYT segir stjórnendur hjá Paramount og Skydance hafa áhyggjur af ummælum Trumps og aðgerðum. Viðræður milli þeirra og Trump-liða um mögulega sátt á deilunum standi nú yfir.
Bandaríkin Donald Trump Fjölmiðlar Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Fleiri fréttir „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Sjá meira