Enski boltinn

Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sex­tíu milljónum á dag í tíu ár

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Cole Palmer er leikmaður Chelsea en félagið er að reka sig með miklu tapi samkvæmt útreikningum The Athletic.
Cole Palmer er leikmaður Chelsea en félagið er að reka sig með miklu tapi samkvæmt útreikningum The Athletic. Getty/Alex Pantling

Blaðamenn The Athletic hafa tekið saman sláandi tölur yfir rekstur enska úrvalsdeildarfélagsins Chelsea undanfarin áratug.

Í samantektinni kemur fram að Chelsea hefur nú tapað 1,291 milljörðum punda á þessum síðustu tíu árum.

Það jafngildir 219 milljörðum íslenskra króna. Það þýðir að félagið hefur verið að tapa sextíu milljónum á hverjum degi í tíu ár.

Chelsea er með algjöra yfirburði í neikvæðum rekstri í ensku úrvalsdeildinni á þessum tíma en næstu lið eru Aston Villa og Everton.

Þrátt fyrir að vera næst á eftir Chelsea hafa þau tvö tapað næstum því hálfum milljarði punda minna en Chelsea á þessum tíma.

Undanfarin þrjú ár hefur félagið tapað meira en tvö hundruð milljón pundum á hverju ári eða meira 36 milljörðum á hverjum ári.

Eigendur Chelsea hafa dælt inn 795 milljónum punda í félagið undanfarin tvö tímabil en sömu tölur hjá öðrum félögum eru 158,5 milljónir punda hjá Manchester United, 127,3 milljónir hjá Liverpool og 111,9 milljónir punda hjá Arsenal svo einhver séu nefnd.

Það ótrúlega við þetta allt saman er að Chelsea gæti keypt leikmenn á markaðnum í sumar. Það má lesa meira um það í samantekt The Athletic.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×