Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Árni Sæberg skrifar 23. apríl 2025 10:47 Landsréttur hefur úrskurðað manninn í gæsluvarðhald til þess að hann komi sér ekki undan framkvæmd flutnings til Litáen. Vísir/Viktor Freyr Litáískur karlmaður hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald á grundvelli evrópskrar handtökutilskipunar. Hann hefur ekki afplánað fjögurra og hálfs árs dóm vegna kynferðisbrota gegn barnungri stúlku í heimalandinu. Í úrskurði Landsréttar, sem kveðinn var upp í gær, segir að ákvörðun um afhendingu mannsins hafi orðið endanleg með úrskurði réttarins þann 16. apríl. Héraðsdómur úrskurðaði í of langt varðhald Samkvæmt lögum um handtöku og afhendingu manna til og frá Íslandi vegna refsiverðra verknaða á grundvelli handtökuskipunar skuli afhenda eftirlýstan mann eins fljótt og unnt er og í síðasta lagi tíu sólarhringum eftir að endanleg ákvörðun um afhendingu á grundvelli evrópskrar handtökuskipunar liggur fyrir. Því hafi maðurinn verið úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald þó ekki lengur en til laugardagsins 26. apríl 2025 klukkan 12:46. Með úrskurði héraðsdóms hafði maðurinn verið úrskurðaður í gæsluvarðhald sunnudagsins 27. apríl. Átta ár í heildina Í úrskurði héraðsdóms, sem var staðfestur að mestu leyti, segir að til grundvallar handtökuskipuninni sé dómur svæðisdómstólsins í Vilníus frá 24. maí 2024, sem hafi orðið fullnustuhæfur eftir að áfrýjunarbeiðni var hafnað með úrskurði áfrýjunardómstóls Litáen frá 22. janúar 2025. Með dómnum hafi maðurinn verið dæmdur til að sæta fangelsi í átta ár. Þar af eigi hann eftir að afplána fjögur ár og sex mánuði. Eftirstöðvarnar samsvari þeim hegningarauka sem hinum eftirlýsta var gerður við dóm svæðisdómstólsins í Vilníus frá 29. janúar 2016. Litáísk hegningarlög geri ráð fyrir að áður afplánuð refsing sé tekin með þegar ný heildarrefsing er ákveðin. Með dómnum í fyrra málinu hafi hann verið dæmdur til að sæta fangelsi í þrjú ár og sex mánuði, sem hann hafi þegar afplánað. Hann hafi því ekki afplánað neinn hluta þeirrar refsingar sem honum var gerð vegna þeirra brota sem hin evrópska handtökuskipun tekur til. Ítrekið brot gegn stúlku á heimilinu Samkvæmt handtökutilskipuninni hafi maðurinn verið sakfelldur fyrir þrjú kynferðisbrot gegn barnungri stúlku, með því að hafa árið 2015, á sameiginlegu heimili þeirra á nánar tilgreindum stað í Vilníus, áreitt hana kynferðislega, gert tilraun til að láta hana hafa við sig munnmök og haft við hana samræði. Þá hafi hann verið sakfelldur fyrir að hafa valdið barninu andlegum skaða með framangreindum kynferðisbrotum. Ofbeldi gegn börnum Kynferðisofbeldi Litáen Lögreglumál Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Fleiri fréttir Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Sjá meira
Í úrskurði Landsréttar, sem kveðinn var upp í gær, segir að ákvörðun um afhendingu mannsins hafi orðið endanleg með úrskurði réttarins þann 16. apríl. Héraðsdómur úrskurðaði í of langt varðhald Samkvæmt lögum um handtöku og afhendingu manna til og frá Íslandi vegna refsiverðra verknaða á grundvelli handtökuskipunar skuli afhenda eftirlýstan mann eins fljótt og unnt er og í síðasta lagi tíu sólarhringum eftir að endanleg ákvörðun um afhendingu á grundvelli evrópskrar handtökuskipunar liggur fyrir. Því hafi maðurinn verið úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald þó ekki lengur en til laugardagsins 26. apríl 2025 klukkan 12:46. Með úrskurði héraðsdóms hafði maðurinn verið úrskurðaður í gæsluvarðhald sunnudagsins 27. apríl. Átta ár í heildina Í úrskurði héraðsdóms, sem var staðfestur að mestu leyti, segir að til grundvallar handtökuskipuninni sé dómur svæðisdómstólsins í Vilníus frá 24. maí 2024, sem hafi orðið fullnustuhæfur eftir að áfrýjunarbeiðni var hafnað með úrskurði áfrýjunardómstóls Litáen frá 22. janúar 2025. Með dómnum hafi maðurinn verið dæmdur til að sæta fangelsi í átta ár. Þar af eigi hann eftir að afplána fjögur ár og sex mánuði. Eftirstöðvarnar samsvari þeim hegningarauka sem hinum eftirlýsta var gerður við dóm svæðisdómstólsins í Vilníus frá 29. janúar 2016. Litáísk hegningarlög geri ráð fyrir að áður afplánuð refsing sé tekin með þegar ný heildarrefsing er ákveðin. Með dómnum í fyrra málinu hafi hann verið dæmdur til að sæta fangelsi í þrjú ár og sex mánuði, sem hann hafi þegar afplánað. Hann hafi því ekki afplánað neinn hluta þeirrar refsingar sem honum var gerð vegna þeirra brota sem hin evrópska handtökuskipun tekur til. Ítrekið brot gegn stúlku á heimilinu Samkvæmt handtökutilskipuninni hafi maðurinn verið sakfelldur fyrir þrjú kynferðisbrot gegn barnungri stúlku, með því að hafa árið 2015, á sameiginlegu heimili þeirra á nánar tilgreindum stað í Vilníus, áreitt hana kynferðislega, gert tilraun til að láta hana hafa við sig munnmök og haft við hana samræði. Þá hafi hann verið sakfelldur fyrir að hafa valdið barninu andlegum skaða með framangreindum kynferðisbrotum.
Ofbeldi gegn börnum Kynferðisofbeldi Litáen Lögreglumál Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Fleiri fréttir Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði