Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Samúel Karl Ólason skrifar 23. apríl 2025 15:01 Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu. AP/Evgeniy Maloletka Úkraínumenn segjast ekki ætla að ræða það að gefa landsvæði eftir fyrir frið fyrr en eftir að búið verði að koma á almennu vopnahléi. Þetta gerðu úkraínskir erindrekar Bandaríkjamönnum ljóst í gær og leiddi það til þess að Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og Steve Witkoff, sérstakur erindreki Donalds Trump, hættu við að mæta á viðræðufund í Lundúnum í dag. Witkoff er þess í stað sagður ætla til Moskvu á fund við Vladimír Pútín, forseta Rússlands, í vikunni. Þetta er í kjölfar þess að fregnir hafa borist af því að Bandaríkjamenn hafi lagt til að Úkraínumenn samþykktu formlega eignarrétt Rússa á Krímskaga og að í staðinn myndu Rússar hætta árásum sínum á Úkraínu og víglínurnar frystar. Í gær var sagt frá því að þessi tillaga hefði komið frá Pútín en svo virðist sem hún hafi þess í stað komið frá Bandaríkjamönnum. Enn er þó margt óljóst varðandi viðræðurnar. Sjá einnig: Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Í frétt Reuters er haft eftir heimildarmanni sem þekkir til viðræðanna að mögulegt sé að svar Úkraínu við tillögu Bandaríkjamanna sé ekki í takt við það sem bandarískir erindrekar hafi sagt Rússum. Þess vegna hafi Rubio og Witkoff hætt við að mæta á fundinn í dag. Fundurinn fór þó fram og þar ræddu úkraínskir erindrekar við Keith Kellogg, annan erindreka Trumps, og evrópska erindreka. Júlía Svírdjenkó, aðstoðarforsætisráðherra Úkraínu, sagði í dag að Úkraínumenn væru tilbúnir til viðræðna um frið en þeir væru ekki tilbúnir til að gefast upp. Ekki væri hægt að gera samkomulag sem fæli í sér að Rússar væru í góðri stöðu til að byggja upp herafla sinn á nýjan leik og gera aðra innrás í framtíðinni. Því væri almennt vopnahlé lykilatriði og mikilvægt fyrsta skref í átt að friði. „Fólk okkar mun ekki samþykkja frosin átök dulbúin sem frið. Við munum aldrei viðurkenna hernám Krímskaga. Og ef aðild að NATO er ekki í boði, mun Úkraína þurfa bindandi öryggisskuldbindingar, sem eru nægilega öflugar til að koma í veg fyrir frekari árásir, og nægilega skýrar til að tryggja varanlegan frið.“ As Ukraine’s delegation meets with partners in London today, we reaffirm a principled position: Ukraine is ready to negotiate—but not to surrender.There will be no agreement that hands Russia the stronger foundations it needs to regroup and return with greater violence. A full…— Yulia Svyrydenko (@Svyrydenko_Y) April 23, 2025 JD Vance, varaforseti Bandaríkjanna, hefur heitið því að Bandaríkjamenn muni „ganga á brott“ frá frekari friðarviðræðum varðandi átökin í Úkraínu. Hann segir Bandaríkjamenn hafa lagt skýrt tilboð á borð bæði Úkraínumanna og Rússa. „Það er kominn tími til að þeir segi annað hvort já eða að Bandaríkin gangi frá borðinu,“ sagði Vance og bætti við að Bandaríkjamenn hefðu sett mikið púður í það að reyna að koma á friði. Aðrir Bandaríkjamenn hafa slegið á svipaða strengi að undanförnu og þeirra á meðal Marco Rubio, utanríkisráðherra. Sjá einnig: Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Í kosningabaráttunni fyrir forsetakosningarnar í fyrra hét Donald Trump því að binda enda á átökin í Úkraínu degi eftir kosningarnar, ef hann sigraði. Ekki hefur orðið af því, hingað til. Ef ekki núna, gæti staðan versnað Hernaðaraðstoð Bandaríkjanna til Úkraínu, sem samþykkt var í forsetatíð Bidens, mun á endanum klárast og Trump hefur ekki boðað frekari aðstoð enn sem komið er. Hann hefur einu sinni stöðvað hergagnasendingar til Úkraínumanna tímabundið og stöðvað upplýsingaflæði til Úkraínumanna einnig. Þessi aðstoð frá Bandaríkjunum hefur reynst Úkraínumönnum gífurlega mikilvæg en ráðamenn í Úkraínu segja að það myndi koma verulega niður á vörnum þeirra að missa hana. Rubio ítrekaði það í dag og sagði að ef viðræðurnar sem eiga sér nú stað gangi ekki eftir, gætu Úkraínumenn endað í verri stöðu og staðið frammi fyrir verri kostum í framtíðinni. Evrópskir bandamenn Úkraínu eru sagðir hafa áhyggjur af því að Pútín geti notað ákafa Trumps í því að stilla til friðar til að fá forsetann bandaríska til að þvinga Úkraínumenn til að gefa frekar eftir. Frá því hann tók við embætti hefur Trump verið sakaður um fylgispekt gagnvart kröfum Rússa og hefur það hvernig hann hefur tekið undir áróður frá Rússum vakið áhyggjur beggja vegna Atlantshafsins. Trump hefur á sama tíma lagt mikla áherslu á að Úkraínumenn greiði Bandaríkjunum á einhvern hátt fyrir þá hernaðaraðstoð sem ríkið hefur fengið. Heimildarmenn ytra hafa haft eftir embættismönnum að Úkraínumenn séu undir miklum þrýstingi frá Bandaríkjunum um að gefa eftir gagnvart Rússum, svo Trump gæti lýst yfir sigri í viðleitni sinni. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Rússland Hernaður Tengdar fréttir Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Þrátt fyrir að meirihluti þjóðarinnar sé hlynntur því að Ísland styðji Úkraínu í stríðinu við Rússland fer stuðningurinn minnkandi á milli ára. Stuðningur við Palestínu minnkar töluvert milli ára. 23. apríl 2025 14:41 Úkraínufundinum í London frestað Friðarviðræðum sem halda átti í London vegna Úkraínustríðsins í dag var aflýst nú í morgunsárið. 23. apríl 2025 07:55 Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Loftvarnarsírenur ómuðu um Kænugarð og víða í austurhluta Úkraínu snemma í morgun eftir að „páskavopnahlé“ Pútíns Rússlandsforseta lauk formlega. 21. apríl 2025 08:40 Mest lesið Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Sjá meira
Witkoff er þess í stað sagður ætla til Moskvu á fund við Vladimír Pútín, forseta Rússlands, í vikunni. Þetta er í kjölfar þess að fregnir hafa borist af því að Bandaríkjamenn hafi lagt til að Úkraínumenn samþykktu formlega eignarrétt Rússa á Krímskaga og að í staðinn myndu Rússar hætta árásum sínum á Úkraínu og víglínurnar frystar. Í gær var sagt frá því að þessi tillaga hefði komið frá Pútín en svo virðist sem hún hafi þess í stað komið frá Bandaríkjamönnum. Enn er þó margt óljóst varðandi viðræðurnar. Sjá einnig: Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Í frétt Reuters er haft eftir heimildarmanni sem þekkir til viðræðanna að mögulegt sé að svar Úkraínu við tillögu Bandaríkjamanna sé ekki í takt við það sem bandarískir erindrekar hafi sagt Rússum. Þess vegna hafi Rubio og Witkoff hætt við að mæta á fundinn í dag. Fundurinn fór þó fram og þar ræddu úkraínskir erindrekar við Keith Kellogg, annan erindreka Trumps, og evrópska erindreka. Júlía Svírdjenkó, aðstoðarforsætisráðherra Úkraínu, sagði í dag að Úkraínumenn væru tilbúnir til viðræðna um frið en þeir væru ekki tilbúnir til að gefast upp. Ekki væri hægt að gera samkomulag sem fæli í sér að Rússar væru í góðri stöðu til að byggja upp herafla sinn á nýjan leik og gera aðra innrás í framtíðinni. Því væri almennt vopnahlé lykilatriði og mikilvægt fyrsta skref í átt að friði. „Fólk okkar mun ekki samþykkja frosin átök dulbúin sem frið. Við munum aldrei viðurkenna hernám Krímskaga. Og ef aðild að NATO er ekki í boði, mun Úkraína þurfa bindandi öryggisskuldbindingar, sem eru nægilega öflugar til að koma í veg fyrir frekari árásir, og nægilega skýrar til að tryggja varanlegan frið.“ As Ukraine’s delegation meets with partners in London today, we reaffirm a principled position: Ukraine is ready to negotiate—but not to surrender.There will be no agreement that hands Russia the stronger foundations it needs to regroup and return with greater violence. A full…— Yulia Svyrydenko (@Svyrydenko_Y) April 23, 2025 JD Vance, varaforseti Bandaríkjanna, hefur heitið því að Bandaríkjamenn muni „ganga á brott“ frá frekari friðarviðræðum varðandi átökin í Úkraínu. Hann segir Bandaríkjamenn hafa lagt skýrt tilboð á borð bæði Úkraínumanna og Rússa. „Það er kominn tími til að þeir segi annað hvort já eða að Bandaríkin gangi frá borðinu,“ sagði Vance og bætti við að Bandaríkjamenn hefðu sett mikið púður í það að reyna að koma á friði. Aðrir Bandaríkjamenn hafa slegið á svipaða strengi að undanförnu og þeirra á meðal Marco Rubio, utanríkisráðherra. Sjá einnig: Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Í kosningabaráttunni fyrir forsetakosningarnar í fyrra hét Donald Trump því að binda enda á átökin í Úkraínu degi eftir kosningarnar, ef hann sigraði. Ekki hefur orðið af því, hingað til. Ef ekki núna, gæti staðan versnað Hernaðaraðstoð Bandaríkjanna til Úkraínu, sem samþykkt var í forsetatíð Bidens, mun á endanum klárast og Trump hefur ekki boðað frekari aðstoð enn sem komið er. Hann hefur einu sinni stöðvað hergagnasendingar til Úkraínumanna tímabundið og stöðvað upplýsingaflæði til Úkraínumanna einnig. Þessi aðstoð frá Bandaríkjunum hefur reynst Úkraínumönnum gífurlega mikilvæg en ráðamenn í Úkraínu segja að það myndi koma verulega niður á vörnum þeirra að missa hana. Rubio ítrekaði það í dag og sagði að ef viðræðurnar sem eiga sér nú stað gangi ekki eftir, gætu Úkraínumenn endað í verri stöðu og staðið frammi fyrir verri kostum í framtíðinni. Evrópskir bandamenn Úkraínu eru sagðir hafa áhyggjur af því að Pútín geti notað ákafa Trumps í því að stilla til friðar til að fá forsetann bandaríska til að þvinga Úkraínumenn til að gefa frekar eftir. Frá því hann tók við embætti hefur Trump verið sakaður um fylgispekt gagnvart kröfum Rússa og hefur það hvernig hann hefur tekið undir áróður frá Rússum vakið áhyggjur beggja vegna Atlantshafsins. Trump hefur á sama tíma lagt mikla áherslu á að Úkraínumenn greiði Bandaríkjunum á einhvern hátt fyrir þá hernaðaraðstoð sem ríkið hefur fengið. Heimildarmenn ytra hafa haft eftir embættismönnum að Úkraínumenn séu undir miklum þrýstingi frá Bandaríkjunum um að gefa eftir gagnvart Rússum, svo Trump gæti lýst yfir sigri í viðleitni sinni.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Rússland Hernaður Tengdar fréttir Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Þrátt fyrir að meirihluti þjóðarinnar sé hlynntur því að Ísland styðji Úkraínu í stríðinu við Rússland fer stuðningurinn minnkandi á milli ára. Stuðningur við Palestínu minnkar töluvert milli ára. 23. apríl 2025 14:41 Úkraínufundinum í London frestað Friðarviðræðum sem halda átti í London vegna Úkraínustríðsins í dag var aflýst nú í morgunsárið. 23. apríl 2025 07:55 Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Loftvarnarsírenur ómuðu um Kænugarð og víða í austurhluta Úkraínu snemma í morgun eftir að „páskavopnahlé“ Pútíns Rússlandsforseta lauk formlega. 21. apríl 2025 08:40 Mest lesið Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Sjá meira
Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Þrátt fyrir að meirihluti þjóðarinnar sé hlynntur því að Ísland styðji Úkraínu í stríðinu við Rússland fer stuðningurinn minnkandi á milli ára. Stuðningur við Palestínu minnkar töluvert milli ára. 23. apríl 2025 14:41
Úkraínufundinum í London frestað Friðarviðræðum sem halda átti í London vegna Úkraínustríðsins í dag var aflýst nú í morgunsárið. 23. apríl 2025 07:55
Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Loftvarnarsírenur ómuðu um Kænugarð og víða í austurhluta Úkraínu snemma í morgun eftir að „páskavopnahlé“ Pútíns Rússlandsforseta lauk formlega. 21. apríl 2025 08:40