Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 27. apríl 2025 22:01 Lóan er sumarfugl Íslendinga. Aldís Pálsdóttir Heiðlóu og spóa fækkar ört hér á landi í öllum landshlutum. Vistfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun segir hljóðheim íslenska sumarsins í hættu. Ýmsar tilgátur séu uppi um hvað valdi en alveg ljóst sé að maðurinn beri þar ábyrgð. Aldís Erna Pálsdóttir vistfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun hefur undanfarin ár rannsakað stöðu mófugla á Íslandi, þá sérstaklega áhrif breytinga á landnotkun á stofna þeirra hér á landi. Hún tók nýverið saman fimm talningar á mófuglum sem framkvæmdar eru víðsvegar á landinu og skoðaði hvaða breytingar hafa orðið síðustu tuttugu ár. Fækkað um fimm til sex prósent á ári „Við sjáum að mófuglar sem reiða sig á opin búsvæði eins og til dæmis lóan og spóinn til dæmis, að þeim er að fækka á flestum svæðum og alveg töluvert á sumum svæðum. Eins og á Suðurlandi hefur þeim fækkað um alveg fimm til sex prósent á ári, frá 2011 minnir mig. Þannig þetta er svolítið hröð fækkun og að hún sé að eiga sér stað á svæðum um allt landið, já, er eitthvað sem maður hefur kannski smá áhyggjur af.“ Fækkunin eigi sér stað á svæðum sem séu langt frá hvert öðrum. Þrjár meginorsakir koma helst til greina en Aldís segir vísindamenn telja tap á búsvæðum fuglanna líklegustu skýringuna. „Okkur finnst það líklegasta tilgáta á þessu stigi, við erum auðvitað að ganga mikið á þessi opnu búsvæi eins og mólendi og fleira, með bæði mannvirkjum og skógrækt og ýmiskonar uppbyggingu. Við sjáum oft þessi opnu búsvæði sem tækifæri til uppbyggingar frekar en að einbeita okkur að því að vernda þau og hugsa að þessi búsvæði eru í notkun þó þau séu ekki í notkun af okkur.“ Þrjátíu prósent af öllum spóum í heiminum verpi á Íslandi og á milli fimmtíu og sextíu prósent af öllum lóum. Þar með beri Íslendingar mikla ábyrgð. „Við notum oft hugtakið hljóðheimur íslenska sumarsins því auðvitað finnst okkur öllum óhugsandi að fara í bústað hérna yfir sumarið og heyra ekki í þessum fuglum. Þetta er alveg órjúfanlegur hluti af þjóðarsálinni yfir sumarið. Vonandi nægir það til þess að við viljum vernda þá og pössum upp á þá.“ Fuglar Dýr Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Fleiri fréttir „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Sjá meira
Aldís Erna Pálsdóttir vistfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun hefur undanfarin ár rannsakað stöðu mófugla á Íslandi, þá sérstaklega áhrif breytinga á landnotkun á stofna þeirra hér á landi. Hún tók nýverið saman fimm talningar á mófuglum sem framkvæmdar eru víðsvegar á landinu og skoðaði hvaða breytingar hafa orðið síðustu tuttugu ár. Fækkað um fimm til sex prósent á ári „Við sjáum að mófuglar sem reiða sig á opin búsvæði eins og til dæmis lóan og spóinn til dæmis, að þeim er að fækka á flestum svæðum og alveg töluvert á sumum svæðum. Eins og á Suðurlandi hefur þeim fækkað um alveg fimm til sex prósent á ári, frá 2011 minnir mig. Þannig þetta er svolítið hröð fækkun og að hún sé að eiga sér stað á svæðum um allt landið, já, er eitthvað sem maður hefur kannski smá áhyggjur af.“ Fækkunin eigi sér stað á svæðum sem séu langt frá hvert öðrum. Þrjár meginorsakir koma helst til greina en Aldís segir vísindamenn telja tap á búsvæðum fuglanna líklegustu skýringuna. „Okkur finnst það líklegasta tilgáta á þessu stigi, við erum auðvitað að ganga mikið á þessi opnu búsvæi eins og mólendi og fleira, með bæði mannvirkjum og skógrækt og ýmiskonar uppbyggingu. Við sjáum oft þessi opnu búsvæði sem tækifæri til uppbyggingar frekar en að einbeita okkur að því að vernda þau og hugsa að þessi búsvæði eru í notkun þó þau séu ekki í notkun af okkur.“ Þrjátíu prósent af öllum spóum í heiminum verpi á Íslandi og á milli fimmtíu og sextíu prósent af öllum lóum. Þar með beri Íslendingar mikla ábyrgð. „Við notum oft hugtakið hljóðheimur íslenska sumarsins því auðvitað finnst okkur öllum óhugsandi að fara í bústað hérna yfir sumarið og heyra ekki í þessum fuglum. Þetta er alveg órjúfanlegur hluti af þjóðarsálinni yfir sumarið. Vonandi nægir það til þess að við viljum vernda þá og pössum upp á þá.“
Fuglar Dýr Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Fleiri fréttir „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Sjá meira