Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Magnús Jochum Pálsson skrifar 23. apríl 2025 23:51 Starkaður fór beint með bílinn í hreinsun og þarf nú bara að fara með hann í skoðun. Svo þarf hann að finna eiganda lögfræðibókarinnar. Bíl Starkaðs Péturssonar var stolið og fannst hann þremur vikum síðar þegar vinkona leikarans rambaði á ólæstan bílinn. Það eina sem fannst í bílnum var lögfræðibók og pennaveski. Spurningin er hvort þjófurinn hafi stolið hlutunum úr öðrum bíl eða eigi þá sjálfur. Starkaður Pétursson leikari lenti í því leiðindaatviki að bílnum hans var stolið aðfaranótt 21. febrúar af Njálsgötunni. Þremur vikum síðar fannst hann óvænt. Svona litu skilaboðin út sem Starkaður fékk frá vinkonu sinni. Varst það þú sem fannst hann eða löggan? „Nei, það var vinkona mín sem var þarna í grenndinni hjá Efstaleiti. Ég var búinn að auglýsa þetta og svo kannaðist hún við númerið og sá bílinn opinn í einhverju fatlaðra stæði,“ segir Starkaður. „Mér fannst nú eiginlega ótrúlegt að það skyldi enginn hafa hringt út af þessum bíl sem var búinn að vera kyrrstæður þarna í þrjár vikur. Hann var opinn og það var búið að taka allt úr honum,“ segir hann. Það eina sem var eftir var þessi bók? „Já og pennaveski. Ég var reyndar búinn að taka flestallt úr bílnum, það var ekki mikið fyrir nema sólgleraugun mín sem voru í hanskahólfinu,“ segir Starkaður. Bjartsýn lögreglukona, heppinn eigandi og öskubakkabíll Starkaður fór til lögreglunnar eftir að bílnum var stolið og gaf skýrslu. „Hún var voða jákvæð og bjartsýn konan sem tók á móti mér til þess að gefa skýrslu. Ég var mjög bjartsýnn,“ segir hann. „Svo þegar bíllinn fannst þá hringdi ég strax á lögguna sem kom til að loka málinu. Þeir sögðu við mig að ég hefði verið mjög heppinn að finna bílinn á endanum því bíll sem er búið að vera stolinn í svona langan tíma finnst sjaldan,“ segir Starkaður. Var ekkert búið að drasla bílinn til? „Það var búið að reykja í bílnum, alveg ógeðsleg lykt og aska. Búið að nota hann sem öskubakka og reykingaþefur,“ segir hann. Forláta bíllinn sem var stolið og fannst fyrir tilviljun. „Ég vildi nú helst ekkert vera mikið í bílnum ef það væru einhverjar sprautunálar. Ég fór með hann beint í hreinsun. Og er á honum í dag,“ segir Starkaður. Hann er bara eins og nýr? „Hann er eins og nýr en ég þarf reyndar að fara með hann skoðun,“ segir Starkaður. Hvernig bíll er þetta eiginlega? „Hyundai i-30, 2012-árgerð,“ segir hann. Sungu ekki Jói P og Króli um hann? „Jú, var það ekki,“ segir Starkaður og bætir við hlæjandi: „Ekki nema þeir hafi tekið bílinn.“ Námsfús þjófur eða þjófóttur laganemi? „Mér finnst nú líklegt að þjófurinn hafi verið að stela úr bílum þarna í grennd, dottið í lukkupottinn þegar hann sá að lyklarnir mínir höfðu gleymst í bílnum og keyrt af stað með allt þýfið,“ segir hann. Eigandi lögfræðibókarinnar og pennaveskisins hefur ekki enn gefið sig fram. Lögfræði fyrir viðskiptalífið er kennd við Verzló og því vafalaust einhver Verzlingur sem saknar hennar. „Bókin er ekkert merkt og ég setti mynd inn á Facebook-grúppu Miðbæjar og það skilaði engum árangri,“ segir Starkaður. Einn Miðbæjarbúi, landslagsarkitektinn Berglind Guðmdundsdóttir sem vill svo til að er móðir Starkaðs, skrifaði þó skemmtilega kenningu við færsluna: „Þetta hefur verið námsfús þjófur, langað að snúa við blaðinu og gerast advokat á sviði viðskiptalífs.“ Það væri nú fyndið ef bókin væri ekki þýfi heldur hefði laganemi lagst í þjófnað. „Þetta hefur þá verið vendipunktur,“ segir Starkaður. Lögreglumál Bílar Reykjavík Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Lífið Fleiri fréttir „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Sjá meira
Starkaður Pétursson leikari lenti í því leiðindaatviki að bílnum hans var stolið aðfaranótt 21. febrúar af Njálsgötunni. Þremur vikum síðar fannst hann óvænt. Svona litu skilaboðin út sem Starkaður fékk frá vinkonu sinni. Varst það þú sem fannst hann eða löggan? „Nei, það var vinkona mín sem var þarna í grenndinni hjá Efstaleiti. Ég var búinn að auglýsa þetta og svo kannaðist hún við númerið og sá bílinn opinn í einhverju fatlaðra stæði,“ segir Starkaður. „Mér fannst nú eiginlega ótrúlegt að það skyldi enginn hafa hringt út af þessum bíl sem var búinn að vera kyrrstæður þarna í þrjár vikur. Hann var opinn og það var búið að taka allt úr honum,“ segir hann. Það eina sem var eftir var þessi bók? „Já og pennaveski. Ég var reyndar búinn að taka flestallt úr bílnum, það var ekki mikið fyrir nema sólgleraugun mín sem voru í hanskahólfinu,“ segir Starkaður. Bjartsýn lögreglukona, heppinn eigandi og öskubakkabíll Starkaður fór til lögreglunnar eftir að bílnum var stolið og gaf skýrslu. „Hún var voða jákvæð og bjartsýn konan sem tók á móti mér til þess að gefa skýrslu. Ég var mjög bjartsýnn,“ segir hann. „Svo þegar bíllinn fannst þá hringdi ég strax á lögguna sem kom til að loka málinu. Þeir sögðu við mig að ég hefði verið mjög heppinn að finna bílinn á endanum því bíll sem er búið að vera stolinn í svona langan tíma finnst sjaldan,“ segir Starkaður. Var ekkert búið að drasla bílinn til? „Það var búið að reykja í bílnum, alveg ógeðsleg lykt og aska. Búið að nota hann sem öskubakka og reykingaþefur,“ segir hann. Forláta bíllinn sem var stolið og fannst fyrir tilviljun. „Ég vildi nú helst ekkert vera mikið í bílnum ef það væru einhverjar sprautunálar. Ég fór með hann beint í hreinsun. Og er á honum í dag,“ segir Starkaður. Hann er bara eins og nýr? „Hann er eins og nýr en ég þarf reyndar að fara með hann skoðun,“ segir Starkaður. Hvernig bíll er þetta eiginlega? „Hyundai i-30, 2012-árgerð,“ segir hann. Sungu ekki Jói P og Króli um hann? „Jú, var það ekki,“ segir Starkaður og bætir við hlæjandi: „Ekki nema þeir hafi tekið bílinn.“ Námsfús þjófur eða þjófóttur laganemi? „Mér finnst nú líklegt að þjófurinn hafi verið að stela úr bílum þarna í grennd, dottið í lukkupottinn þegar hann sá að lyklarnir mínir höfðu gleymst í bílnum og keyrt af stað með allt þýfið,“ segir hann. Eigandi lögfræðibókarinnar og pennaveskisins hefur ekki enn gefið sig fram. Lögfræði fyrir viðskiptalífið er kennd við Verzló og því vafalaust einhver Verzlingur sem saknar hennar. „Bókin er ekkert merkt og ég setti mynd inn á Facebook-grúppu Miðbæjar og það skilaði engum árangri,“ segir Starkaður. Einn Miðbæjarbúi, landslagsarkitektinn Berglind Guðmdundsdóttir sem vill svo til að er móðir Starkaðs, skrifaði þó skemmtilega kenningu við færsluna: „Þetta hefur verið námsfús þjófur, langað að snúa við blaðinu og gerast advokat á sviði viðskiptalífs.“ Það væri nú fyndið ef bókin væri ekki þýfi heldur hefði laganemi lagst í þjófnað. „Þetta hefur þá verið vendipunktur,“ segir Starkaður.
Lögreglumál Bílar Reykjavík Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Lífið Fleiri fréttir „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Sjá meira