Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir og Ólafur Ögmundarson skrifa 23. apríl 2025 23:00 Ísland er matvælaframleiðsluland þar sem íslensk matvælaframleiðsla tryggir að hluta fæðuöryggi á Íslandi auk þess sem stór hluti þjóðartekna verður til við útflutning matvæla til annarra landa. Sjálfbær nýting auðlinda er undirstaða þess að íslensk matvælaframleiðsla standi styrkum fótum til framtíðar og því er matvælafræði ein af grunnstoðum íslensks atvinnulífs. Fyrir land sem býr yfir einstökum náttúruauðlindum er nauðsynlegt að tryggja að þekking, nýsköpun og verðmætasköpun haldist í hendur við sjálfbæra nýtingu auðlinda okkar. Þar gegna matvælafræðingar lykilhlutverki því matvælafræðingar eru okkar helstu sérfræðingar hvað varðar verðmætaaukningu sem á sér stað þegar hráefni verða að fullunnum vörum. Með yfirgripsmikla þekkingu t.d. á efnafræði, líftækni, vinnsluaðferðum, sjálfbærni, löggjöf, verkefna- og gæðastjórnun skapa þeir grundvöll fyrir aukna verðmætasköpun úr íslensku hráefni sem skapar verðmæti fyrir okkur öll. Til viðbótar því að tryggja matvælaöryggi er ábyrgð matvælaframleiðenda mikil því Ísland er hluti hins sameiginlega markaðar heimsins sem samkvæmt alþjóðlegum samningnum gera kröfu um ákveðin gæði og öryggi framleiðslunnar, sem matvælafræðingar tryggja með sérfræðiþekkingu sinni. Matur og næring eru grunnforsendur fyrir heilbrigði þjóðar þar sem rannsóknir sem snúa að matvælum og næringu tengjast lýðheilsu og farsæld okkar allra. Rannsóknir innan Matvæla- og næringarfræðideildar blómstra, deildin er ein sú öflugasta innan Háskóla Íslands hvað varðar öflun innlendra og erlendra styrkja, útskrifta grunnnema, meistara og doktorsnema þar sem deild nýtur góðs af öflugu samstarfi við sterk matvæla-, líftækni- og rannsóknarfyrirtæki á íslenskum markaði, ríkisstofnanir eins og MAST, ríkisfyrirtæki eins og Matís, heilbrigðisstofnana eins og Landspítalans og heilsugæslurnar auk ótal erlendra samstarfsaðila. Nemendur frá Matvæla- og næringarfræðideild ganga að öruggum störfum að námi loknu enda eftirsóttir starfskraftar. Matvælafræði fjallar um matvælaframleiðslu á öruggan og sjálfbæran hátt á meðan næringarfræðin skoðar áhrif matar á heilbrigði einstaklingsins og samfélagsins og má því segja að matvæla- og næringarfræði séu sitthvor hliðin á sama peningi og mætast í áherslum á fæðuöryggi. Matvæla- og næringarfræði eru þverfræðilegar fræðigreinar sem snerta flest svið samfélagsins og öll Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna, enda fellur sérþekking deildar undir að lágmarki þrjú mismunandi ráðuneyti, það eru atvinnuvega-, heilbrigðis- og umhverfisráðuneytið sem er einstakt meðal deilda innan Heilbrigðisvísindasviðs. Samkvæmt alþjóðlegum stöðlum sem meta áhrifaþætti á sjúkdóma og færnitaps hjá þjóðum heims (https://www.healthdata.org/research-analysis/health-by-location/profiles/iceland) eru matur og næring einn af fimm helstu þáttum sem draga úr heilsu og færni Íslendinga ásamt því að hafa áhrif á þróun langvinnra sjúkdóma sem hefur margþætt áhrif á íslenskt heilbrigðiskerfi. Hefur verið áætlað að fæðuval sem byggist á niðurstöðum rannsókna á lýðheilsu geti minnkað kostnað heilbrigðiskerfisins um allt að 15% fyrir utan jákvæð áhrif á líðan og heilsu einstaklingsins. Hér er farsæld einstaklinga, þjóðar og umhverfis í húfi. Á sama tíma stendur Matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands frammi fyrir áskorunum. Nýtt fjármögnunarmódel háskólanna og röðun í reikniflokk leikur deildina grátt og nýtur deildin ekki góðs af rannsóknarvirkni sinni og er um leið refsað fyrir hlutfallslega fáa nemendur sem þó gegna lykilhlutverki í samfélaginu. Hvetjum alla sem hafa áhuga á undirstöðum lífs sem eru matur, næring og sjálfbærni að skrá sig í nám við Matvæla- og næringarfræðideild sem er lítil deild en sinnir stóru málunum sem snerta okkur öll. Höfundar eru deildarforseti og varadeildarforseti Matvæla- og næringarfræðideildar Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Matvælaframleiðsla Háskólar Mest lesið „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Sjá meira
Ísland er matvælaframleiðsluland þar sem íslensk matvælaframleiðsla tryggir að hluta fæðuöryggi á Íslandi auk þess sem stór hluti þjóðartekna verður til við útflutning matvæla til annarra landa. Sjálfbær nýting auðlinda er undirstaða þess að íslensk matvælaframleiðsla standi styrkum fótum til framtíðar og því er matvælafræði ein af grunnstoðum íslensks atvinnulífs. Fyrir land sem býr yfir einstökum náttúruauðlindum er nauðsynlegt að tryggja að þekking, nýsköpun og verðmætasköpun haldist í hendur við sjálfbæra nýtingu auðlinda okkar. Þar gegna matvælafræðingar lykilhlutverki því matvælafræðingar eru okkar helstu sérfræðingar hvað varðar verðmætaaukningu sem á sér stað þegar hráefni verða að fullunnum vörum. Með yfirgripsmikla þekkingu t.d. á efnafræði, líftækni, vinnsluaðferðum, sjálfbærni, löggjöf, verkefna- og gæðastjórnun skapa þeir grundvöll fyrir aukna verðmætasköpun úr íslensku hráefni sem skapar verðmæti fyrir okkur öll. Til viðbótar því að tryggja matvælaöryggi er ábyrgð matvælaframleiðenda mikil því Ísland er hluti hins sameiginlega markaðar heimsins sem samkvæmt alþjóðlegum samningnum gera kröfu um ákveðin gæði og öryggi framleiðslunnar, sem matvælafræðingar tryggja með sérfræðiþekkingu sinni. Matur og næring eru grunnforsendur fyrir heilbrigði þjóðar þar sem rannsóknir sem snúa að matvælum og næringu tengjast lýðheilsu og farsæld okkar allra. Rannsóknir innan Matvæla- og næringarfræðideildar blómstra, deildin er ein sú öflugasta innan Háskóla Íslands hvað varðar öflun innlendra og erlendra styrkja, útskrifta grunnnema, meistara og doktorsnema þar sem deild nýtur góðs af öflugu samstarfi við sterk matvæla-, líftækni- og rannsóknarfyrirtæki á íslenskum markaði, ríkisstofnanir eins og MAST, ríkisfyrirtæki eins og Matís, heilbrigðisstofnana eins og Landspítalans og heilsugæslurnar auk ótal erlendra samstarfsaðila. Nemendur frá Matvæla- og næringarfræðideild ganga að öruggum störfum að námi loknu enda eftirsóttir starfskraftar. Matvælafræði fjallar um matvælaframleiðslu á öruggan og sjálfbæran hátt á meðan næringarfræðin skoðar áhrif matar á heilbrigði einstaklingsins og samfélagsins og má því segja að matvæla- og næringarfræði séu sitthvor hliðin á sama peningi og mætast í áherslum á fæðuöryggi. Matvæla- og næringarfræði eru þverfræðilegar fræðigreinar sem snerta flest svið samfélagsins og öll Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna, enda fellur sérþekking deildar undir að lágmarki þrjú mismunandi ráðuneyti, það eru atvinnuvega-, heilbrigðis- og umhverfisráðuneytið sem er einstakt meðal deilda innan Heilbrigðisvísindasviðs. Samkvæmt alþjóðlegum stöðlum sem meta áhrifaþætti á sjúkdóma og færnitaps hjá þjóðum heims (https://www.healthdata.org/research-analysis/health-by-location/profiles/iceland) eru matur og næring einn af fimm helstu þáttum sem draga úr heilsu og færni Íslendinga ásamt því að hafa áhrif á þróun langvinnra sjúkdóma sem hefur margþætt áhrif á íslenskt heilbrigðiskerfi. Hefur verið áætlað að fæðuval sem byggist á niðurstöðum rannsókna á lýðheilsu geti minnkað kostnað heilbrigðiskerfisins um allt að 15% fyrir utan jákvæð áhrif á líðan og heilsu einstaklingsins. Hér er farsæld einstaklinga, þjóðar og umhverfis í húfi. Á sama tíma stendur Matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands frammi fyrir áskorunum. Nýtt fjármögnunarmódel háskólanna og röðun í reikniflokk leikur deildina grátt og nýtur deildin ekki góðs af rannsóknarvirkni sinni og er um leið refsað fyrir hlutfallslega fáa nemendur sem þó gegna lykilhlutverki í samfélaginu. Hvetjum alla sem hafa áhuga á undirstöðum lífs sem eru matur, næring og sjálfbærni að skrá sig í nám við Matvæla- og næringarfræðideild sem er lítil deild en sinnir stóru málunum sem snerta okkur öll. Höfundar eru deildarforseti og varadeildarforseti Matvæla- og næringarfræðideildar Háskóla Íslands.
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar