Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Sindri Sverrisson skrifar 24. apríl 2025 13:33 Orri Steinn Óskarsson er að ljúka sinni fyrstu leiktíð hjá Real Sociedad og þeirri einu þar undir stjórn Imanol Alguacil. Samsett/Getty Imanol Alguaciol greindi Orra Steini Óskarssyni og öðrum leikmönnum Real Sociedad frá því í morgun að hann yrði ekki lengur þjálfari spænska liðsins eftir tíambilið sem senn lýkur. Imanol ætlar að hætta í sumar þegar samningur hans rennur út og mun þá hafa stýrt Real Sociedad í sex og hálft ár, með afar góðum árangri. Ekki er ljóst hver tekur við af honum. Upp úr stendur bikarmeistaratitill og fimm leiktíðir í Evrópukeppnum. Eftir tapið gegn Alavés í gærkvöld gæti reynst erfitt að bæta við leiktíð í Evrópukeppni á næstu leiktíð en Real Sociedad er þó í 9. sæti með 42 stig og aðeins tveimur stigum frá næsta Evrópusæti, þegar liðið á fimm leiki eftir. Imanol sagði fyrir nokkrum mánuðum að hann ætlaði að gefa sér tíma fram í lok apríl til að ákveða hvort að hann myndi framlengja samning sinn við Real Sociedad. Nú hefur hann tekið sína ákvörðun. Liðið hefur leikið 334 leiki undir hans stjórn og hafa aðeins tveir þjálfarar stýrt liðinu lengur, þeir Benito Díaz (391 leikur) og John Benjamin Toschack (386 leikir). Landsliðsfyrirliðinn Orri hefur verið lærisveinn Imanols í vetur, eftir að Real Sociedad keypti hann frá FC Kaupmannahöfn fyrir metverð síðasta sumar. Orri hefur ítrekað verið í hlutverki varamanns í vetur en spilað níu deildarleiki í byrjunarliði og alls komið við sögu í 23 deildarleikjum til þessa. Í þeim hefur hann skorað þrjú mörk. Hann skoraði fjögur mörk í níu leikjum fyrir liðið í Evrópudeildinni, þar sem það komst í 16-liða úrslit en féll úr leik gegn Manchester United. Spænski boltinn Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fótbolti Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Fleiri fréttir Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar West Ham - Newcastle | Hamrarnir berjast við botninn Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Sjá meira
Imanol ætlar að hætta í sumar þegar samningur hans rennur út og mun þá hafa stýrt Real Sociedad í sex og hálft ár, með afar góðum árangri. Ekki er ljóst hver tekur við af honum. Upp úr stendur bikarmeistaratitill og fimm leiktíðir í Evrópukeppnum. Eftir tapið gegn Alavés í gærkvöld gæti reynst erfitt að bæta við leiktíð í Evrópukeppni á næstu leiktíð en Real Sociedad er þó í 9. sæti með 42 stig og aðeins tveimur stigum frá næsta Evrópusæti, þegar liðið á fimm leiki eftir. Imanol sagði fyrir nokkrum mánuðum að hann ætlaði að gefa sér tíma fram í lok apríl til að ákveða hvort að hann myndi framlengja samning sinn við Real Sociedad. Nú hefur hann tekið sína ákvörðun. Liðið hefur leikið 334 leiki undir hans stjórn og hafa aðeins tveir þjálfarar stýrt liðinu lengur, þeir Benito Díaz (391 leikur) og John Benjamin Toschack (386 leikir). Landsliðsfyrirliðinn Orri hefur verið lærisveinn Imanols í vetur, eftir að Real Sociedad keypti hann frá FC Kaupmannahöfn fyrir metverð síðasta sumar. Orri hefur ítrekað verið í hlutverki varamanns í vetur en spilað níu deildarleiki í byrjunarliði og alls komið við sögu í 23 deildarleikjum til þessa. Í þeim hefur hann skorað þrjú mörk. Hann skoraði fjögur mörk í níu leikjum fyrir liðið í Evrópudeildinni, þar sem það komst í 16-liða úrslit en féll úr leik gegn Manchester United.
Spænski boltinn Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fótbolti Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Fleiri fréttir Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar West Ham - Newcastle | Hamrarnir berjast við botninn Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Sjá meira