Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar 24. apríl 2025 14:00 Í myrkri átakanna á Gaza má greina þau sem verða verst úti – börnin. Þau sem fæddust í heim þar sem hvorki öryggi né von er fyrir hendi. Samkvæmt UNICEF hafa tugþúsundir barna á Gaza misst líf sitt, limi, foreldra, heimili og tækifæri til að lifa hefðbundna barnæsku. Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna, sáttmáli sem flest ríki heims hafa undirritað, kveður á um rétt allra barna til lífs, menntunar, verndar og þátttöku í samfélaginu. En hvar eru þessi réttindi nú? Barnasáttmálinn kveður skýrt á um rétt barna til lífs, verndar, menntunar, heilbrigðisþjónustu, þátttöku og friðsamlegs uppvaxtar. Sérstaklega má nefna 6., 19., 28. og 38. grein sáttmálans sem vernda börn gegn ofbeldi, tryggja þeim aðgang að menntun og vernd í stríðsátökum. Núverandi ástand á Gaza brýtur í bága við allar þessar greinar. Hryllingur bernskunnar Börn sem áður héldu í leikföng, halda nú í líf sitt. Þau sofa undir opnum himni, hrædd, svöng og í sorg. Þau hafa misst skólana sína, vini sína, föður, móður – og trú á réttlæti. Mannskæðar loftárásir, brot á mannúðarlögum og stöðugt óöryggi skapa djúp sálræn og líkamleg sár sem munu fylgja börnum í gegnum lífið, ef þau lifa það af. Íslenskur raunveruleiki minnir okkur á mikilvægi friðar og mannréttinda. Menntakerfið okkar byggir á hugmyndafræði þar sem velferð barnsins, heildrænar þroskaþarfir og menntun eru í forgrunni og þar sem lýðræði og mannréttindi eru kennd sem grunnstoðir samfélagsins. Í því ljósi er ómögulegt að líta fram hjá þeirri stöðu sem börn á Gaza standa frammi fyrir. Brotin loforð heimsins Við sem samfélag, sem alþjóðasamfélag, getum ekki samþykkt að horfa þegjandi á. Við verðum að spyrja okkur: Hvað er verðmætara en að verja og standa með börnum? Hver er trúverðugleiki Barnasáttmálans ef hann ver ekki þau sem hann á að verja best? Og hvernig útskýrum við fyrir næstu kynslóð af hverju við þögðum þegar börn voru myrt og framtíð þeirra stolið? Til að endurvekja von og reisn verður að tryggja tafarlausa vopnahlé, mannúðaraðstoð og uppbyggingu sem tekur mið af þörfum barna og fjölskyldna þeirra. En einnig þurfum við að horfast í augu við ábyrgð okkar og þegjandi samþykki og breyta í virka þátttöku, þrýsting og samstöðu. Ekkert barn á að alast upp í sprengjuhelvíti. Ekkert barn á að missa fjölskyldu sína og framtíð sína vegna pólitískra hagsmuna. Ekkert barn má gleymast. Við verðum að standa með börnunum – ekki sem áhorfendur, heldur sem verndarar. Höfundur er kennari og ritari VG Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Í myrkri átakanna á Gaza má greina þau sem verða verst úti – börnin. Þau sem fæddust í heim þar sem hvorki öryggi né von er fyrir hendi. Samkvæmt UNICEF hafa tugþúsundir barna á Gaza misst líf sitt, limi, foreldra, heimili og tækifæri til að lifa hefðbundna barnæsku. Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna, sáttmáli sem flest ríki heims hafa undirritað, kveður á um rétt allra barna til lífs, menntunar, verndar og þátttöku í samfélaginu. En hvar eru þessi réttindi nú? Barnasáttmálinn kveður skýrt á um rétt barna til lífs, verndar, menntunar, heilbrigðisþjónustu, þátttöku og friðsamlegs uppvaxtar. Sérstaklega má nefna 6., 19., 28. og 38. grein sáttmálans sem vernda börn gegn ofbeldi, tryggja þeim aðgang að menntun og vernd í stríðsátökum. Núverandi ástand á Gaza brýtur í bága við allar þessar greinar. Hryllingur bernskunnar Börn sem áður héldu í leikföng, halda nú í líf sitt. Þau sofa undir opnum himni, hrædd, svöng og í sorg. Þau hafa misst skólana sína, vini sína, föður, móður – og trú á réttlæti. Mannskæðar loftárásir, brot á mannúðarlögum og stöðugt óöryggi skapa djúp sálræn og líkamleg sár sem munu fylgja börnum í gegnum lífið, ef þau lifa það af. Íslenskur raunveruleiki minnir okkur á mikilvægi friðar og mannréttinda. Menntakerfið okkar byggir á hugmyndafræði þar sem velferð barnsins, heildrænar þroskaþarfir og menntun eru í forgrunni og þar sem lýðræði og mannréttindi eru kennd sem grunnstoðir samfélagsins. Í því ljósi er ómögulegt að líta fram hjá þeirri stöðu sem börn á Gaza standa frammi fyrir. Brotin loforð heimsins Við sem samfélag, sem alþjóðasamfélag, getum ekki samþykkt að horfa þegjandi á. Við verðum að spyrja okkur: Hvað er verðmætara en að verja og standa með börnum? Hver er trúverðugleiki Barnasáttmálans ef hann ver ekki þau sem hann á að verja best? Og hvernig útskýrum við fyrir næstu kynslóð af hverju við þögðum þegar börn voru myrt og framtíð þeirra stolið? Til að endurvekja von og reisn verður að tryggja tafarlausa vopnahlé, mannúðaraðstoð og uppbyggingu sem tekur mið af þörfum barna og fjölskyldna þeirra. En einnig þurfum við að horfast í augu við ábyrgð okkar og þegjandi samþykki og breyta í virka þátttöku, þrýsting og samstöðu. Ekkert barn á að alast upp í sprengjuhelvíti. Ekkert barn á að missa fjölskyldu sína og framtíð sína vegna pólitískra hagsmuna. Ekkert barn má gleymast. Við verðum að standa með börnunum – ekki sem áhorfendur, heldur sem verndarar. Höfundur er kennari og ritari VG
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun