Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Kristján Már Unnarsson skrifar 24. apríl 2025 23:46 Frá Melgerðismelum árið 1947. Tvær Flugfélagsvélar á vellinum, Beechcraft til vinstri og Douglas Dakota til hægri. Minjasafnið á Akureyri/Flugsafn Íslands Melgerðismelar í Eyjafirði skipa merkan sess í flugsögu Íslands. Þar var fyrsti flugvöllur Akureyrar og sá mikilvægasti utan Suðvesturlands þegar innanlandsflugið var að færast yfir í landflugvélar á upphafsárunum. Í þættinum Flugþjóðin á Stöð 2 er fjallað um þýðingarmikið hlutverk Melavallarins. Þar var fyrsta bækistöð Svifflugfélags Akureyrar, sem stofnað var árið 1937, tveimur mánuðum á undan Flugfélagi Akureyrar, forvera Icelandair. Hér má sjá níu mínútna kafla úr þættinum: Sléttur dalbotninn ofan ármóta Eyjafjarðarár og Djúpadalsár gerði melana við bæinn Melgerði að náttúrulegum lendingarstað. Breski herinn gerði þar herflugvöll á stríðsárunum sem bandaríski herinn tók svo við. Í miðri heimsstyjöld, árið 1942, keypti Flugfélag Íslands Beechcraft landflugvél, fyrstu tveggja hreyfla flugvél Íslendinga, og tveim árum síðar tvær nýjar De Havilland Rapide landvélar, sem næstu árin héldu uppi flugi milli Reykjavíkur og Melgerðismela. Á stríðsárunum þurfti að mála þær rauðar til að aðgreina þær frá herflugvélum. Gömul loftmynd af herflugvellinum á Melgerðismelum.Minjasafnið á Akureyri/Flugsafn Íslands Með komu Gljáfaxa til Flugfélags Íslands árið 1946 og síðan fleiri Douglas Dakota-véla efldist innanlandsflug á landflugvélum. Þristarnir þóttu stórir á þeim tíma, tóku 28 farþega, og Melgerðismelar urðu helsti áfangastaður innanlandsflugsins frá Reykjavík. Melgerðismelar voru hins vegar í 25 kílómetra fjarlægð frá Akureyri og malarvegurinn á milli seinfarinn um sveitina. Því var fljótlega farið að huga að gerð nýs flugvallar nær bænum. Honum var fundinn staður á leirunum við ósa Eyjafjarðarár. Fyllingarefni var fengið með sanddælingu úr ósnum og var flugvöllurinn tekinn í notkun í desember árið 1954. Núverandi Akureyrarflugvöllur var vígður í desember 1954Snorri Snorrason Þátturinn um Akureyrarflugvöll og þátt Eyfirðinga í íslensku flugsögunni er sá tólfti í þáttaröðinni um Flugþjóðina, sem hóf göngu sína á Stöð 2 síðastliðið haust. Áskrifendur Stöðvar 2 og Stöðvar 2+ geta séð alla þættina um Flugþjóðina í streymisveitu Stöðvar 2 hvar og hvenær sem er. Hér er fyrsta kynningarstiklan fyrir Flugþjóðina: Flugþjóðin Fréttir af flugi Akureyrarflugvöllur Akureyri Eyjafjarðarsveit Seinni heimsstyrjöldin Söfn Samgöngur Tengdar fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Beint flug milli Akureyrar og útlanda hefur aldrei verið meira og voru sjö áætlunarflug á viku út í heim að jafnaði frá Akureyrarflugvelli í síðasta mánuði auk leiguflugs. Akureyri nálgast núna Reykjavíkurflugvöll í heildarfjölda flugfarþega. 22. apríl 2025 22:11 Flugstöð og flughlað vígð á afmæli Akureyrarflugvallar Ný flugstöð og nýtt flughlað voru vígð við hátíðlega athöfn á Akureyrarflugvelli síðdegis. Samtímis var fagnað sjötíu ára afmæli flugvallarins. 5. desember 2024 22:53 Deila um það hvort flugsaga Íslendinga hafi byrjað á Akureyri eða Reykjavík Flugsaga Íslendinga spannar tugi ára og í nýjustu þáttum Kristjáns Más, sem bera nafnið Flugþjóðin, er farið yfir hana í smáatriðum. Þættirnir fóru í loftið á Stöð 2 á mánudagskvöldið. 4. september 2024 10:31 Akureyringar segja vöggu flugsins vera fyrir norðan Flugáhugamenn sunnan og norðan heiða hafa löngum togast á um það hvort vagga íslensks flugs eigi að teljast vera í Reykjavík eða á Akureyri. Þótt fyrsta flugvélin á Íslandi hafið tekið flugið í Reykjavík halda Akureyringar því gjarnan fram að vagga flugsins sé í raun fyrir norðan. 1. september 2024 23:00 Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Erlent Fleiri fréttir Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Sjá meira
Í þættinum Flugþjóðin á Stöð 2 er fjallað um þýðingarmikið hlutverk Melavallarins. Þar var fyrsta bækistöð Svifflugfélags Akureyrar, sem stofnað var árið 1937, tveimur mánuðum á undan Flugfélagi Akureyrar, forvera Icelandair. Hér má sjá níu mínútna kafla úr þættinum: Sléttur dalbotninn ofan ármóta Eyjafjarðarár og Djúpadalsár gerði melana við bæinn Melgerði að náttúrulegum lendingarstað. Breski herinn gerði þar herflugvöll á stríðsárunum sem bandaríski herinn tók svo við. Í miðri heimsstyjöld, árið 1942, keypti Flugfélag Íslands Beechcraft landflugvél, fyrstu tveggja hreyfla flugvél Íslendinga, og tveim árum síðar tvær nýjar De Havilland Rapide landvélar, sem næstu árin héldu uppi flugi milli Reykjavíkur og Melgerðismela. Á stríðsárunum þurfti að mála þær rauðar til að aðgreina þær frá herflugvélum. Gömul loftmynd af herflugvellinum á Melgerðismelum.Minjasafnið á Akureyri/Flugsafn Íslands Með komu Gljáfaxa til Flugfélags Íslands árið 1946 og síðan fleiri Douglas Dakota-véla efldist innanlandsflug á landflugvélum. Þristarnir þóttu stórir á þeim tíma, tóku 28 farþega, og Melgerðismelar urðu helsti áfangastaður innanlandsflugsins frá Reykjavík. Melgerðismelar voru hins vegar í 25 kílómetra fjarlægð frá Akureyri og malarvegurinn á milli seinfarinn um sveitina. Því var fljótlega farið að huga að gerð nýs flugvallar nær bænum. Honum var fundinn staður á leirunum við ósa Eyjafjarðarár. Fyllingarefni var fengið með sanddælingu úr ósnum og var flugvöllurinn tekinn í notkun í desember árið 1954. Núverandi Akureyrarflugvöllur var vígður í desember 1954Snorri Snorrason Þátturinn um Akureyrarflugvöll og þátt Eyfirðinga í íslensku flugsögunni er sá tólfti í þáttaröðinni um Flugþjóðina, sem hóf göngu sína á Stöð 2 síðastliðið haust. Áskrifendur Stöðvar 2 og Stöðvar 2+ geta séð alla þættina um Flugþjóðina í streymisveitu Stöðvar 2 hvar og hvenær sem er. Hér er fyrsta kynningarstiklan fyrir Flugþjóðina:
Flugþjóðin Fréttir af flugi Akureyrarflugvöllur Akureyri Eyjafjarðarsveit Seinni heimsstyrjöldin Söfn Samgöngur Tengdar fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Beint flug milli Akureyrar og útlanda hefur aldrei verið meira og voru sjö áætlunarflug á viku út í heim að jafnaði frá Akureyrarflugvelli í síðasta mánuði auk leiguflugs. Akureyri nálgast núna Reykjavíkurflugvöll í heildarfjölda flugfarþega. 22. apríl 2025 22:11 Flugstöð og flughlað vígð á afmæli Akureyrarflugvallar Ný flugstöð og nýtt flughlað voru vígð við hátíðlega athöfn á Akureyrarflugvelli síðdegis. Samtímis var fagnað sjötíu ára afmæli flugvallarins. 5. desember 2024 22:53 Deila um það hvort flugsaga Íslendinga hafi byrjað á Akureyri eða Reykjavík Flugsaga Íslendinga spannar tugi ára og í nýjustu þáttum Kristjáns Más, sem bera nafnið Flugþjóðin, er farið yfir hana í smáatriðum. Þættirnir fóru í loftið á Stöð 2 á mánudagskvöldið. 4. september 2024 10:31 Akureyringar segja vöggu flugsins vera fyrir norðan Flugáhugamenn sunnan og norðan heiða hafa löngum togast á um það hvort vagga íslensks flugs eigi að teljast vera í Reykjavík eða á Akureyri. Þótt fyrsta flugvélin á Íslandi hafið tekið flugið í Reykjavík halda Akureyringar því gjarnan fram að vagga flugsins sé í raun fyrir norðan. 1. september 2024 23:00 Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Erlent Fleiri fréttir Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Sjá meira
Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Beint flug milli Akureyrar og útlanda hefur aldrei verið meira og voru sjö áætlunarflug á viku út í heim að jafnaði frá Akureyrarflugvelli í síðasta mánuði auk leiguflugs. Akureyri nálgast núna Reykjavíkurflugvöll í heildarfjölda flugfarþega. 22. apríl 2025 22:11
Flugstöð og flughlað vígð á afmæli Akureyrarflugvallar Ný flugstöð og nýtt flughlað voru vígð við hátíðlega athöfn á Akureyrarflugvelli síðdegis. Samtímis var fagnað sjötíu ára afmæli flugvallarins. 5. desember 2024 22:53
Deila um það hvort flugsaga Íslendinga hafi byrjað á Akureyri eða Reykjavík Flugsaga Íslendinga spannar tugi ára og í nýjustu þáttum Kristjáns Más, sem bera nafnið Flugþjóðin, er farið yfir hana í smáatriðum. Þættirnir fóru í loftið á Stöð 2 á mánudagskvöldið. 4. september 2024 10:31
Akureyringar segja vöggu flugsins vera fyrir norðan Flugáhugamenn sunnan og norðan heiða hafa löngum togast á um það hvort vagga íslensks flugs eigi að teljast vera í Reykjavík eða á Akureyri. Þótt fyrsta flugvélin á Íslandi hafið tekið flugið í Reykjavík halda Akureyringar því gjarnan fram að vagga flugsins sé í raun fyrir norðan. 1. september 2024 23:00