Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 25. apríl 2025 08:00 Derhúfan og stuttermabolurinn sem eru komin á sölu hjá Trump og svo hin klassíska MAGA-derhúfa á kolli forsetans. Getty Vefverslun Donalds Trump Bandaríkjaforseta hefur hafið sölu á klæðnaði merktum „Trump 2028“. Forsetinn hefur ýjað að því að hann hyggist bjóða sig fram aftur 2028 þrátt fyrir að hann megi það ekki samkvæmt stjórnarskrá. Hinn 78 ára Trump hefur áður sagt að hann útiloki ekki að bjóða sig fram í þriðja sinn. Í lok mars sagðist hann opinn fyrir því að sitja áfram en það væri of stutt liðið á núverandi forsetatíð hans til að hugsa um það. Þá sagði hann ýmsar leiðir hægt að fara til að bjóða fram í þriðja sinn. Sjá einnig: „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Nú hefur vefverslunin Trump Store byrjað að selja rauðar derhúfur, stuttermaboli og brúsa sem eru merkt „Trump 2028“. Eric Trump með nýju derhúfuna. Eric Trump, miðjusonur Donalds og varaforseti Trump-fyrirtækisins, auglýsti svo varninginn með því að birta mynd af sér með 2028-derhúfuna á Instagram. Derhúfan kostar fimmtíu Bandaríkjadali (um 6.500 íslenskar krónur) og í vörulýsingunni stendur „Framtíðin er björt! Endurskrifaðu reglurnar með Trump 2028-hatti með hárri krúnu.“ Stuttermabolurinn kostar 36 dali og á honum stendur „Trump 2028. (Endurskrifaðu reglurna)“. Vinsældir Trump hafa dalað töluvert frá því hann tók við embætti 20. janúar og hefur kaótísk stjórn hans þegar kemur að tollum spilað stóra rullu þar á sama tíma og framfærslukostnaður hefur aukist. Þyrfti breytingar á stjórnarskrá Einungis einn forseti Bandaríkjanna hefur setið fleiri en tvö kjörtímabil, Franklin D. Roosevelt sem var forseti frá 1933 til 1945 og dó á fyrsta ári fjórða kjörtímabils síns. Eftir dauða hans var ákvæði bætt við stjórnarskrá Bandaríkjanna um að enginn forseti mætti sitja í embætti meira en tvö kjörtímabil, 22. viðauki stjórnarskrár Bandaríkjanna. Til að fella þetta ákvæði úr gildi þyrfti stuðning tveggja þriðju þingmanna Bandaríkjanna til að gera breytingar á stjórnarskránni. Önnur leið væri að leiðtogar tveggja þriðju af ríkjum Bandaríkjanna, eða að minnsta kosti 34 ríki, boðuðu til stjórnarskrárþings til að leggja til breytingar á stjórnarskránni. Breytingarnar þyrftu í báðum tilfellum að vera samþykktar af tveimur þriðju ríkjum Bandaríkjanna. Deilt hefur verið um hvort viðaukinn leyfi forseta að verða varaforseti og fara þá leið aftur í forsetaembættið. Í 12. viðauka stjórnarskrárinnar segir að hver sé sem sé ekki kjörgengur til embættis forseta, megi ekki bjóða sig fram til varaforseta. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2028 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Fleiri fréttir Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Sjá meira
Hinn 78 ára Trump hefur áður sagt að hann útiloki ekki að bjóða sig fram í þriðja sinn. Í lok mars sagðist hann opinn fyrir því að sitja áfram en það væri of stutt liðið á núverandi forsetatíð hans til að hugsa um það. Þá sagði hann ýmsar leiðir hægt að fara til að bjóða fram í þriðja sinn. Sjá einnig: „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Nú hefur vefverslunin Trump Store byrjað að selja rauðar derhúfur, stuttermaboli og brúsa sem eru merkt „Trump 2028“. Eric Trump með nýju derhúfuna. Eric Trump, miðjusonur Donalds og varaforseti Trump-fyrirtækisins, auglýsti svo varninginn með því að birta mynd af sér með 2028-derhúfuna á Instagram. Derhúfan kostar fimmtíu Bandaríkjadali (um 6.500 íslenskar krónur) og í vörulýsingunni stendur „Framtíðin er björt! Endurskrifaðu reglurnar með Trump 2028-hatti með hárri krúnu.“ Stuttermabolurinn kostar 36 dali og á honum stendur „Trump 2028. (Endurskrifaðu reglurna)“. Vinsældir Trump hafa dalað töluvert frá því hann tók við embætti 20. janúar og hefur kaótísk stjórn hans þegar kemur að tollum spilað stóra rullu þar á sama tíma og framfærslukostnaður hefur aukist. Þyrfti breytingar á stjórnarskrá Einungis einn forseti Bandaríkjanna hefur setið fleiri en tvö kjörtímabil, Franklin D. Roosevelt sem var forseti frá 1933 til 1945 og dó á fyrsta ári fjórða kjörtímabils síns. Eftir dauða hans var ákvæði bætt við stjórnarskrá Bandaríkjanna um að enginn forseti mætti sitja í embætti meira en tvö kjörtímabil, 22. viðauki stjórnarskrár Bandaríkjanna. Til að fella þetta ákvæði úr gildi þyrfti stuðning tveggja þriðju þingmanna Bandaríkjanna til að gera breytingar á stjórnarskránni. Önnur leið væri að leiðtogar tveggja þriðju af ríkjum Bandaríkjanna, eða að minnsta kosti 34 ríki, boðuðu til stjórnarskrárþings til að leggja til breytingar á stjórnarskránni. Breytingarnar þyrftu í báðum tilfellum að vera samþykktar af tveimur þriðju ríkjum Bandaríkjanna. Deilt hefur verið um hvort viðaukinn leyfi forseta að verða varaforseti og fara þá leið aftur í forsetaembættið. Í 12. viðauka stjórnarskrárinnar segir að hver sé sem sé ekki kjörgengur til embættis forseta, megi ekki bjóða sig fram til varaforseta.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2028 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Fleiri fréttir Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Sjá meira