Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Sindri Sverrisson skrifar 29. apríl 2025 09:33 Samskiptaráðgjafi réðst í gerð umsagnar um Brynjar Karl Sigurðsson eftir að fyrrverandi lærimeyjar hans og foreldrar þeirra leituðu til embættisins sem stofnað var árið 2019. vísir/Anton Það er alvarlegt mál að körfuboltaþjálfarinn Brynjar Karl Sigurðsson tali um að „gera tilraunir“ á börnum með þjálfunaraðferðum sínum og áhyggjuefni að hann telji sig í því sambandi geta treyst á eigið innsæi, án þess að styðjast við viðurkennd fræði eða gagnreynda aðferðafræði. Þetta má lesa úr áliti sem embætti Samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsstarfs hefur unnið varðandi þjálfunarhætti Brynjars Karls. Álitið, sem Vísir hefur undir höndum, var unnið eftir að fyrrverandi iðkendur Brynjars Karls hjá Aþenu og foreldrar þeirra leituðu til samskiptaráðgjafa og lýstu framferði hans í starfi. Framferði sem samkvæmt skýrslunni var talið fela í sér ógnandi framkomu og niðurlægjandi orðræðu. Brynjar Karl, sem er stofnandi Aþenu og þjálfari, hefur ítrekað verið á milli tannanna á fólki undanfarin ár eða frá því að hann þjálfaði ungar stúlkur hjá Stjörnunni sem síðar fylgdu honum sumar til ÍR, áður en Aþena var svo stofnuð. Aðferðir hans, sem fólk fékk ákveðna innsýn í þegar heimildamyndin Hækkum rána var sýnd, hafa vægast sagt verið umdeildar. Hann er jafnframt einn af fimm sem lýst hefur yfir vilja til að verða næsti forseti Íþrótta- og ólympíusambands Íslands en kosið verður í næsta mánuði. Í viðtölum í tengslum við framboðið hefur hann meðal annars hnýtt í embætti samskiptaráðgjafa og lýst Þóru Sigfríði Einarsdóttur, einni þriggja höfunda álitsins, sem „norn“ í viðtali við RÚV. Skýrslan um störf Brynjars Karls hefur verið í vinnslu síðustu mánuði, að minnsta kosti síðan í febrúar, en hún byggir þó einnig á viðtölum samskiptaráðgjafa við foreldra og iðkendur lengra aftur í tímann. Iðkendur hafi hrökklast frá Aþenu og óttist viðbrögð Brynjars Í skýrslunni segir að „margir iðkendur“ hafi hrökklast frá Aþenu og telji sig enn glíma við afleiðingar reynslu þess að æfa undir handleiðslu Brynjars Karls. Þeir treysti sér ekki til að stíga fram undir nafni af ótta við möguleg viðbrögð Brynjars Karls og bendi á að þeir sem hafi gagnrýnt hann opinberlega hafi í kjölfarið orðið fyrir aðkasti af hans hálfu. Einnig að í gegnum tíðina hafi borist „fjölmargar ábendingar“ um hegðun Brynjars Karls í tengslum við körfuboltaíþróttina, bæði frá meðlimum annarra íþróttafélaga og áhorfendum körfuboltaleikja, þar sem lýst sé niðrandi og ógnandi framkomu hans gagnvart bæði eigin iðkendum og öðrum aðilum innan körfuboltaumhverfisins. Því hafi samskiptaráðgjafi hafið könnun á starfsháttum Brynjars Karls enda hlutverk embættisins að stuðla að öryggi allra í íþróttahreyfingunni. Brynjar Karl hefur í vetur stýrt kvennaliði Aþenu í Bónus-deildinni í fyrsta sinn en þaðan féll liðið á dögunum. Hann er þó kunnari fyrir störf sín sem þjálfari yngri flokka.vísir/Diego Í skýrslunni er meðal annars vísað í viðtal sem samskiptaráðgjafi tók við Brynjar Karl sjálfan þar sem hann er spurður út í aðferðafræði sína sem þjálfari og á hverju hún byggi. Þar kveðst hann ekki kannast við það að stúlkur hafi yfirgefið Aþenu og liðið illa vegna aðferða hans. Þar tekur hann jafnframt fram að hann sé núna í fyrsta sinn að þjálfa konur, allar nema tvær yfir 18 ára aldri og þar af sé önnur dóttir hans. Annars staðar í skýrslunni kemur fram að þær tvær séu þær einu sem enn séu undir hans handleiðslu, úr upprunalega stelpuhópi Brynjars Karls. Í útskýringum á aðferðum sínum kveðst hann meðal annars vilja veita stelpum meira pláss og ögra hefðbundnum hugmyndum um kynhlutverk. Það sé kjarnastefna Aþenu að stuðla að því að stelpur láti í sér heyra og óttist ekki mistök. Skipt í „ljótar“ og „sætar“ til að hjálpa stelpunum Brynjar Karl segist til að mynda kenna leikmönnum sínum að ekki sé hægt að særa þá án þeirra samþykkis og nefnir sem dæmi að hafa æft „ruslatal“ á tveimur eða þremur æfingum, þar sem leikmenn hafi notað orð á borð við „aumingi“ og „heimskingi“ gagnvart hver öðrum. Hann líkti skapgerðarþjálfun sinni við flughermi, þar sem leikmenn væru settir í krefjandi aðstæður, kallaðir til ábyrgðar og hvattir til að taka að sér leiðtogahlutverk. Samskiptaráðgjafi gerir sérstaklega athugasemdir við orð Brynjars Karls um að hann sé alltaf að „gera tilraunir“ á börnum, þó að hann segi mikilvægt að vita hvar línan liggi og að hann hafi sjálfur „rosalegt touch“ fyrir því. Spurður frekar út í þessar tilraunir nefnir hann sem dæmi þegar hann skipti stelpuhópi í tvo flokka: „ljótar“ og „sætar“. Taldi hann þessa tilraun hafa hjálpað stelpunum að sjá hvernig samfélagið flokki þær eftir útliti og að bregðast við því í framtíðinni. Brynjar sat fundinn með samskiptaráðgjafa ásamt Jóhönnu Jakobsdóttur, formanni Aþenu og lögfræðingi. Í skýrslunni er haft eftir Jóhönnu að þjálfunaraðferðir Brynjars hafi sætt óréttmætri gagnrýni og hvatti hún samskiptaráðgjafa til að mæta á æfingar Aþenu til að kynna sér þjálfunina af alvöru. Ekki þótti samskiptaráðgjafa ástæða til þess. Hann kallaði hins vegar ítrekað eftir því að Brynjar Karl legði fram gögn um grunn þjálfunaraðferða sinna en varð ekki að ósk sinni. Sagður lýsa 10-12 ára stelpu sem „cry baby“ og skapa „költ“ Í samantekt úr viðtölum við fólk sem leitað hefur til samskiptaráðgjafa vegna Brynjars Karls eru tekin til sex tilfelli. Viðmælendurnir eru foreldrar barna sem æft hafa hjá Brynjari Karli, eða mætt liði hans, og telja hann hafa farið yfir strikið í sínum störfum. Ein lýsingin er frá foreldri stelpu sem var á bilinu 10-12 ára þegar hún æfði með Aþenu, sem sagði Brynjar hafa sýnt óviðunandi framkomu í símtölum við foreldri, talað niður til þeirra og reiðst þegar hann fékk ekki sínu framgengt. Hann hefði notað orð á borð við „cry baby“ og „seinþroska“ um stelpuna og foreldrinu fundist hann beita börn andlegu ofbeldi. Aðrir lýsa þeirri tilfinningu að Brynjar Karl hafi skapað aðstæður sem líktust eins konar „költi“ eða sértrúarsöfnuði. Að annað hvort fylgdi fólk honum í einu og öllu eða að samskiptin rofnuðu með látum. Ekki hafi mátt neitt setja út á hans vinnubrögð. Sjálfur lýsir Brynjar Karl þeirri skoðun sinni að foreldrar haldi íþróttafélögum í gíslingu og að skortur sé á aga innan þeirra. Í skýrslunni er einnig rætt við fyrrverandi þjálfara hjá Aþenu sem starfaði hjá félaginu frá ágúst 2023 til maí 2024. Sá lýsti eitruðu starfsumhverfi og talaði með sama hætti og sumir foreldranna, um að annað hvort fylgdi fólk Brynjari í blindni eða óttaðist hann. Hafi flokkað börnin og rukkað foreldra beint Þá er rifjaður upp tími Brynjars frá því að hann þjálfaði 9-11 ára gamlar stelpur hjá Stjörnunni á sínum tíma, þar til að samningur við hann var ekki endurnýjaður árið 2017 vegna óánægju foreldra með vinnubrögð hans. Haft er eftir Hilmari Júlíussyni, fyrrverandi formanni Stjörnunnar, að á þessum tíma hafi foreldrar fengið afhent skjal þar sem börnin voru flokkuð eftir litum sem táknuðu stöðu þeirra í hópnum. Einbeitt sér að þeim sem pössuðu hans kríteríu. Að flokka svo ung börn með þessum hætti hafi gengið þvert á stefnu félagsins þar sem lögð sé áhersla á jöfn tækifæri fyrir öll börn. Þá lýsir Hilmar því að Brynjar hafi þótt beita börn óásættanlegum aga. Til að mynda hafi hann ávítt litla stúlku með ógnandi framkomu fyrir framan aðra leikmenn, haft æfingar fyrir tíu ára börn klukkan sex á morgnana, án vitneskju félagsins, og rukkað foreldra beint fyrir þátttöku. Allt hafi þetta vakið mikla óánægju hjá foreldrum og innan Stjörnunnar. Sumir foreldrar hafi þó staðið með Brynjari Karli af mikilli sannfæringu og fólk þannig skipst í tvo hópa. Hilmar gagnrýndi einnig árangur Brynjars sem þjálfara og benti á að enginn af hans leikmönnum í gegnum tíðina hefði orðið atvinnu- eða landsliðsmaður í körfubolta, heldur hefðu margir átt við meiðsli að stríða sem hann taldi að mætti rekja til óhóflegs álags í æfingum á unga aldri. Ekki rætt við leikmenn Aþenu sem yrðu þá í erfiðri stöðu Fleiri samtöl og umfjöllun úr fjölmiðlum má finna í skýrslunni sem er nokkuð ítarleg. Rætt var við fulltrúa ÍR en þeir óskuðu eftir því að ekkert yrði eftir þeim haft í skýrslunni. Ekki var rætt við núverandi lærimeyjar Brynjars Karls hjá Aþenu sem í yfirlýsingu í byrjun febrúar höfnuðu því að hafa nokkru sinni verið beittar ofbeldi af hans hálfu. Samskiptaráðgjafi er meðvitaður um þá yfirlýsingu en segir mikilvægt að benda á að rannsóknir á ofbeldi sýni að þolendur eigi oft erfitt með að stíga fram og greina frá reynslu sinni. Þetta eigi sérstaklega við þegar valdamisræmi og aðstöðumunur sé til staðar, eins og í sambandi þjálfara og leikmanna. Ótti við hefnd og hollusta, til að mynda gagnvart liðsfélögum, geti einnig skýrt tregðu iðkenda til að stíga fram ef þeir verði fyrir ofbeldi af hálfu þjálfara. Með því að ræða ekki við núverandi leikmenn Aþenu vildi samskiptaráðgjafi því forðast að setja leikmenn í erfiða stöðu gagnvart Brynjari Karli eða hópnum í heild. Ekki þær aðferðir sem fræðin mæla með Í samantekt sinni segir samskiptaráðgjafi að þó að agi sé mikilvægur þáttur í íþróttum þá geti strangar og harðar þjálfunaraðferðir, líkt og Brynjar hafi verið gagnrýndur fyrir, haft skaðleg áhrif á börn og ungmenni, bæði til lengri og skemmri tíma. Niðrandi orðfæri sem Brynjar Karl noti í þjálfun sinni, og sú fullyrðing að leikmenn geti ekki verið særðir nema með eigin samþykki, sé nálgun sem rími ekki við það sem fræðin segi um hvernig byggja skuli upp seiglu. Hún sé byggð upp í gegnum félagslegan stuðning, traust og jákvætt hugarfar en ekki mótlæti og óöryggi. Brynjar hafi lagt áherslu á að hafa foreldra með á æfingum og í upphafi virðist margir þeirra ánægðir með að á æfingum ríki agi. Það sé hins vegar í samræmi við rannsóknir sem sýni að foreldrar séu í upphafi oft sannfærðir um að strangur agi leiði til árangurs en átti sig síðar á því að aðferðirnar séu skaðlegar. Dró ítrekað úr vægi vísinda og rannsókna Samskiptaráðgjafi segir fullljóst að Brynjar telji ekki þörf á fræðilegum rökstuðningi fyrir sínum aðferðum, enda hafi hann margítrekað dregið úr vægi vísinda og rannsókna í samtali þeirra. Brynjar virðist líta svo á að sér sé treystandi til þess, í tilraunum á börnum, að ákveða sjálfur hvar mörkin liggi. Þetta sé sérstakt áhyggjuefni þegar unnið sé með börn sem hafi ekki burði til að meta eða setja mörk gagnvart hans nálgun. Slíkar tilraunir séu í besta falli óábyrgar og í versta falli siðlausar og skaðlegar. Þjálfurum beri skylda til að tryggja að aðferðir þeirra séu byggðar á vísindalegri þekkingu og taki mið af þroska og velferð iðkenda. Sendu inn bréf til stuðnings Brynjari Ljóst sé að margir séu sammála um að Brynjar Karl sé ástríðufullur og metnaðarfullur þjálfari með sterkar skoðanir á íþróttaþjálfun. Að sama skapi séu margir sammála um að hann skapi andrúmsloft sem minni á sértrúarsöfnuð, og að iðkendur og foreldrar skiptist í hópa eftir því hvort þau séu fylgjendur hans í einu og öllu eða andstæðingar. Sjö bréf fylgja skýrslunni, frá fylgjendum Brynjars Karls, þar sem hann er lofaður sem ástríðufullur og metnaðarfullur þjálfari sem haldi vel utan um sína iðkendur. Niðurstaða samskiptaráðgjafa er aftur á móti skýr um að aðferðir hans séu óviðunandi þegar komi að því að veita börnum í íþróttum öruggt umhverfi. Umsögnin hefur verið send Körfuknattleikssambandi Íslands, Íþrótta- og ólympíusambandi Íslands og Íþróttabandalagi Reykjavíkur. Aþena Körfubolti Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Körfubolti Fleiri fréttir NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum Sjá meira
Þetta má lesa úr áliti sem embætti Samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsstarfs hefur unnið varðandi þjálfunarhætti Brynjars Karls. Álitið, sem Vísir hefur undir höndum, var unnið eftir að fyrrverandi iðkendur Brynjars Karls hjá Aþenu og foreldrar þeirra leituðu til samskiptaráðgjafa og lýstu framferði hans í starfi. Framferði sem samkvæmt skýrslunni var talið fela í sér ógnandi framkomu og niðurlægjandi orðræðu. Brynjar Karl, sem er stofnandi Aþenu og þjálfari, hefur ítrekað verið á milli tannanna á fólki undanfarin ár eða frá því að hann þjálfaði ungar stúlkur hjá Stjörnunni sem síðar fylgdu honum sumar til ÍR, áður en Aþena var svo stofnuð. Aðferðir hans, sem fólk fékk ákveðna innsýn í þegar heimildamyndin Hækkum rána var sýnd, hafa vægast sagt verið umdeildar. Hann er jafnframt einn af fimm sem lýst hefur yfir vilja til að verða næsti forseti Íþrótta- og ólympíusambands Íslands en kosið verður í næsta mánuði. Í viðtölum í tengslum við framboðið hefur hann meðal annars hnýtt í embætti samskiptaráðgjafa og lýst Þóru Sigfríði Einarsdóttur, einni þriggja höfunda álitsins, sem „norn“ í viðtali við RÚV. Skýrslan um störf Brynjars Karls hefur verið í vinnslu síðustu mánuði, að minnsta kosti síðan í febrúar, en hún byggir þó einnig á viðtölum samskiptaráðgjafa við foreldra og iðkendur lengra aftur í tímann. Iðkendur hafi hrökklast frá Aþenu og óttist viðbrögð Brynjars Í skýrslunni segir að „margir iðkendur“ hafi hrökklast frá Aþenu og telji sig enn glíma við afleiðingar reynslu þess að æfa undir handleiðslu Brynjars Karls. Þeir treysti sér ekki til að stíga fram undir nafni af ótta við möguleg viðbrögð Brynjars Karls og bendi á að þeir sem hafi gagnrýnt hann opinberlega hafi í kjölfarið orðið fyrir aðkasti af hans hálfu. Einnig að í gegnum tíðina hafi borist „fjölmargar ábendingar“ um hegðun Brynjars Karls í tengslum við körfuboltaíþróttina, bæði frá meðlimum annarra íþróttafélaga og áhorfendum körfuboltaleikja, þar sem lýst sé niðrandi og ógnandi framkomu hans gagnvart bæði eigin iðkendum og öðrum aðilum innan körfuboltaumhverfisins. Því hafi samskiptaráðgjafi hafið könnun á starfsháttum Brynjars Karls enda hlutverk embættisins að stuðla að öryggi allra í íþróttahreyfingunni. Brynjar Karl hefur í vetur stýrt kvennaliði Aþenu í Bónus-deildinni í fyrsta sinn en þaðan féll liðið á dögunum. Hann er þó kunnari fyrir störf sín sem þjálfari yngri flokka.vísir/Diego Í skýrslunni er meðal annars vísað í viðtal sem samskiptaráðgjafi tók við Brynjar Karl sjálfan þar sem hann er spurður út í aðferðafræði sína sem þjálfari og á hverju hún byggi. Þar kveðst hann ekki kannast við það að stúlkur hafi yfirgefið Aþenu og liðið illa vegna aðferða hans. Þar tekur hann jafnframt fram að hann sé núna í fyrsta sinn að þjálfa konur, allar nema tvær yfir 18 ára aldri og þar af sé önnur dóttir hans. Annars staðar í skýrslunni kemur fram að þær tvær séu þær einu sem enn séu undir hans handleiðslu, úr upprunalega stelpuhópi Brynjars Karls. Í útskýringum á aðferðum sínum kveðst hann meðal annars vilja veita stelpum meira pláss og ögra hefðbundnum hugmyndum um kynhlutverk. Það sé kjarnastefna Aþenu að stuðla að því að stelpur láti í sér heyra og óttist ekki mistök. Skipt í „ljótar“ og „sætar“ til að hjálpa stelpunum Brynjar Karl segist til að mynda kenna leikmönnum sínum að ekki sé hægt að særa þá án þeirra samþykkis og nefnir sem dæmi að hafa æft „ruslatal“ á tveimur eða þremur æfingum, þar sem leikmenn hafi notað orð á borð við „aumingi“ og „heimskingi“ gagnvart hver öðrum. Hann líkti skapgerðarþjálfun sinni við flughermi, þar sem leikmenn væru settir í krefjandi aðstæður, kallaðir til ábyrgðar og hvattir til að taka að sér leiðtogahlutverk. Samskiptaráðgjafi gerir sérstaklega athugasemdir við orð Brynjars Karls um að hann sé alltaf að „gera tilraunir“ á börnum, þó að hann segi mikilvægt að vita hvar línan liggi og að hann hafi sjálfur „rosalegt touch“ fyrir því. Spurður frekar út í þessar tilraunir nefnir hann sem dæmi þegar hann skipti stelpuhópi í tvo flokka: „ljótar“ og „sætar“. Taldi hann þessa tilraun hafa hjálpað stelpunum að sjá hvernig samfélagið flokki þær eftir útliti og að bregðast við því í framtíðinni. Brynjar sat fundinn með samskiptaráðgjafa ásamt Jóhönnu Jakobsdóttur, formanni Aþenu og lögfræðingi. Í skýrslunni er haft eftir Jóhönnu að þjálfunaraðferðir Brynjars hafi sætt óréttmætri gagnrýni og hvatti hún samskiptaráðgjafa til að mæta á æfingar Aþenu til að kynna sér þjálfunina af alvöru. Ekki þótti samskiptaráðgjafa ástæða til þess. Hann kallaði hins vegar ítrekað eftir því að Brynjar Karl legði fram gögn um grunn þjálfunaraðferða sinna en varð ekki að ósk sinni. Sagður lýsa 10-12 ára stelpu sem „cry baby“ og skapa „költ“ Í samantekt úr viðtölum við fólk sem leitað hefur til samskiptaráðgjafa vegna Brynjars Karls eru tekin til sex tilfelli. Viðmælendurnir eru foreldrar barna sem æft hafa hjá Brynjari Karli, eða mætt liði hans, og telja hann hafa farið yfir strikið í sínum störfum. Ein lýsingin er frá foreldri stelpu sem var á bilinu 10-12 ára þegar hún æfði með Aþenu, sem sagði Brynjar hafa sýnt óviðunandi framkomu í símtölum við foreldri, talað niður til þeirra og reiðst þegar hann fékk ekki sínu framgengt. Hann hefði notað orð á borð við „cry baby“ og „seinþroska“ um stelpuna og foreldrinu fundist hann beita börn andlegu ofbeldi. Aðrir lýsa þeirri tilfinningu að Brynjar Karl hafi skapað aðstæður sem líktust eins konar „költi“ eða sértrúarsöfnuði. Að annað hvort fylgdi fólk honum í einu og öllu eða að samskiptin rofnuðu með látum. Ekki hafi mátt neitt setja út á hans vinnubrögð. Sjálfur lýsir Brynjar Karl þeirri skoðun sinni að foreldrar haldi íþróttafélögum í gíslingu og að skortur sé á aga innan þeirra. Í skýrslunni er einnig rætt við fyrrverandi þjálfara hjá Aþenu sem starfaði hjá félaginu frá ágúst 2023 til maí 2024. Sá lýsti eitruðu starfsumhverfi og talaði með sama hætti og sumir foreldranna, um að annað hvort fylgdi fólk Brynjari í blindni eða óttaðist hann. Hafi flokkað börnin og rukkað foreldra beint Þá er rifjaður upp tími Brynjars frá því að hann þjálfaði 9-11 ára gamlar stelpur hjá Stjörnunni á sínum tíma, þar til að samningur við hann var ekki endurnýjaður árið 2017 vegna óánægju foreldra með vinnubrögð hans. Haft er eftir Hilmari Júlíussyni, fyrrverandi formanni Stjörnunnar, að á þessum tíma hafi foreldrar fengið afhent skjal þar sem börnin voru flokkuð eftir litum sem táknuðu stöðu þeirra í hópnum. Einbeitt sér að þeim sem pössuðu hans kríteríu. Að flokka svo ung börn með þessum hætti hafi gengið þvert á stefnu félagsins þar sem lögð sé áhersla á jöfn tækifæri fyrir öll börn. Þá lýsir Hilmar því að Brynjar hafi þótt beita börn óásættanlegum aga. Til að mynda hafi hann ávítt litla stúlku með ógnandi framkomu fyrir framan aðra leikmenn, haft æfingar fyrir tíu ára börn klukkan sex á morgnana, án vitneskju félagsins, og rukkað foreldra beint fyrir þátttöku. Allt hafi þetta vakið mikla óánægju hjá foreldrum og innan Stjörnunnar. Sumir foreldrar hafi þó staðið með Brynjari Karli af mikilli sannfæringu og fólk þannig skipst í tvo hópa. Hilmar gagnrýndi einnig árangur Brynjars sem þjálfara og benti á að enginn af hans leikmönnum í gegnum tíðina hefði orðið atvinnu- eða landsliðsmaður í körfubolta, heldur hefðu margir átt við meiðsli að stríða sem hann taldi að mætti rekja til óhóflegs álags í æfingum á unga aldri. Ekki rætt við leikmenn Aþenu sem yrðu þá í erfiðri stöðu Fleiri samtöl og umfjöllun úr fjölmiðlum má finna í skýrslunni sem er nokkuð ítarleg. Rætt var við fulltrúa ÍR en þeir óskuðu eftir því að ekkert yrði eftir þeim haft í skýrslunni. Ekki var rætt við núverandi lærimeyjar Brynjars Karls hjá Aþenu sem í yfirlýsingu í byrjun febrúar höfnuðu því að hafa nokkru sinni verið beittar ofbeldi af hans hálfu. Samskiptaráðgjafi er meðvitaður um þá yfirlýsingu en segir mikilvægt að benda á að rannsóknir á ofbeldi sýni að þolendur eigi oft erfitt með að stíga fram og greina frá reynslu sinni. Þetta eigi sérstaklega við þegar valdamisræmi og aðstöðumunur sé til staðar, eins og í sambandi þjálfara og leikmanna. Ótti við hefnd og hollusta, til að mynda gagnvart liðsfélögum, geti einnig skýrt tregðu iðkenda til að stíga fram ef þeir verði fyrir ofbeldi af hálfu þjálfara. Með því að ræða ekki við núverandi leikmenn Aþenu vildi samskiptaráðgjafi því forðast að setja leikmenn í erfiða stöðu gagnvart Brynjari Karli eða hópnum í heild. Ekki þær aðferðir sem fræðin mæla með Í samantekt sinni segir samskiptaráðgjafi að þó að agi sé mikilvægur þáttur í íþróttum þá geti strangar og harðar þjálfunaraðferðir, líkt og Brynjar hafi verið gagnrýndur fyrir, haft skaðleg áhrif á börn og ungmenni, bæði til lengri og skemmri tíma. Niðrandi orðfæri sem Brynjar Karl noti í þjálfun sinni, og sú fullyrðing að leikmenn geti ekki verið særðir nema með eigin samþykki, sé nálgun sem rími ekki við það sem fræðin segi um hvernig byggja skuli upp seiglu. Hún sé byggð upp í gegnum félagslegan stuðning, traust og jákvætt hugarfar en ekki mótlæti og óöryggi. Brynjar hafi lagt áherslu á að hafa foreldra með á æfingum og í upphafi virðist margir þeirra ánægðir með að á æfingum ríki agi. Það sé hins vegar í samræmi við rannsóknir sem sýni að foreldrar séu í upphafi oft sannfærðir um að strangur agi leiði til árangurs en átti sig síðar á því að aðferðirnar séu skaðlegar. Dró ítrekað úr vægi vísinda og rannsókna Samskiptaráðgjafi segir fullljóst að Brynjar telji ekki þörf á fræðilegum rökstuðningi fyrir sínum aðferðum, enda hafi hann margítrekað dregið úr vægi vísinda og rannsókna í samtali þeirra. Brynjar virðist líta svo á að sér sé treystandi til þess, í tilraunum á börnum, að ákveða sjálfur hvar mörkin liggi. Þetta sé sérstakt áhyggjuefni þegar unnið sé með börn sem hafi ekki burði til að meta eða setja mörk gagnvart hans nálgun. Slíkar tilraunir séu í besta falli óábyrgar og í versta falli siðlausar og skaðlegar. Þjálfurum beri skylda til að tryggja að aðferðir þeirra séu byggðar á vísindalegri þekkingu og taki mið af þroska og velferð iðkenda. Sendu inn bréf til stuðnings Brynjari Ljóst sé að margir séu sammála um að Brynjar Karl sé ástríðufullur og metnaðarfullur þjálfari með sterkar skoðanir á íþróttaþjálfun. Að sama skapi séu margir sammála um að hann skapi andrúmsloft sem minni á sértrúarsöfnuð, og að iðkendur og foreldrar skiptist í hópa eftir því hvort þau séu fylgjendur hans í einu og öllu eða andstæðingar. Sjö bréf fylgja skýrslunni, frá fylgjendum Brynjars Karls, þar sem hann er lofaður sem ástríðufullur og metnaðarfullur þjálfari sem haldi vel utan um sína iðkendur. Niðurstaða samskiptaráðgjafa er aftur á móti skýr um að aðferðir hans séu óviðunandi þegar komi að því að veita börnum í íþróttum öruggt umhverfi. Umsögnin hefur verið send Körfuknattleikssambandi Íslands, Íþrótta- og ólympíusambandi Íslands og Íþróttabandalagi Reykjavíkur.
Aþena Körfubolti Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Körfubolti Fleiri fréttir NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins