Innlent

Rann­sókn í manndrápsmáli vel á veg komin

Telma Tómasson skrifar
Maðurinn fannst illa haldinn og með mikla áverka á göngustíg í Gufunesi.
Maðurinn fannst illa haldinn og með mikla áverka á göngustíg í Gufunesi. Vísir/Anton Brink

Rannsókn lögreglunnar á Suðurlandi, á andláti manns sem fannst illa leikinn í Gufunesi í Reykjavík í mars og lést í kjölfarið, er langt komin.

Þetta staðfestir Sveinn Kristján Rúnarsson yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi. Þrír karlmenn sitja enn í gæsluvarðhaldi. Fleiri eru talin eiga hugsanlega aðild að málinu og eru öll enn með réttarstöðu sakbornings.

Bráðabirgðaniðurstaða úr krufningu liggur fyrir, en ekki eru gefnar upplýsingar um hana að svo stöddu. Lögregla sinnir enn gagnaöflun og úrvinnslu, en vonast er til að rannsókn ljúki fljótlega. Verður málinu þá vísað til héraðssaksóknara sem gefur út ákæru eða ákærur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×