Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 26. apríl 2025 13:05 Elliði Vignisson, bæjarstjóri er að sjálfsögðu kampakátur með rekstur sveitarfélagsins, sem hann stýrir með fjölbreyttum hópi starfsmanna og bæjarstjórn. Magnús Hlynur Hreiðarsson Sveitarfélagið Ölfus skilaði um einum og hálfum milljarði króna í hagnað á síðasta ári af rekstri samkvæmt nýju ársreikningi, sem hefur nú verið birtur. Þá fjölgar íbúum sveitarfélagsins mjög ört enda eru eru 230 íbúðir í byggingu núna í Þorlákshöfn. Það er allt að gerast eins og stundum er sagt þegar Sveitarfélagið Ölfus er annars vegar því þar eru svo miklar framkvæmdir í gangi og iðandi mannlíf að sjaldan eða aldrei hefur verið eins mikið um að vera í sveitarfélaginu eins og núna. Þá skemmir ekki fyrir jákvæður rekstur sveitarfélagsins eins og Elliði Vignisson, bæjarstjóri kann góð skil á. „Ég held að það megi segja það með sanni að reksturinn hjá okkur gengur afar vel. Við höfum á seinustu árum verið að leggja höfuð áherslu á að vera með verðmætaskapandi verkefni, að reyna að gera hér í heimabyggð tækifæri fyrir íbúa og þar með fyrir samfélagið. Og það skilar því núna við skilum rúmum einum og hálfum milljarði í afgang af rétt tæplega sex milljarða veltu,” segir Elliði. Þetta er ótrúlega flott hjá ykkur, hverju þakkar þú þetta? „Ég þakka þetta bara fyrst og fremst þessu framtaki íbúa og þessari samstöðu, sem íbúar hafa sýnt með verðmætaskapandi verkefnum.” Höfnin í Þorlákshöfn er alltaf að verða glæsilegri og glæsilegri og geta nú risa skip lagst þar að við bryggju.Magnús Hlynur Hreiðarsson Elliði segir að íbúum fjölgi mjög hratt í sveitarfélaginu, eða fjögur til sex prósent á ári og hann reiknar með að þrjú þúsundasta íbúa múrinn verði rofin núna í júní. „Íbúar finna líka á eigin skinni hvað það skiptir miklu máli að búa í vel reknu sveitarfélagi af því að þessi eitt hundrað og fimm hundruð milljónir, sem við skilum í afgang, honum erum við nú þegar búin að skila til baka, af því að þetta eru ekki bankainnistæður, heldur heitir þetta í dag leikskólar, götur og gatnagerð og gatnalýsing og aukin þjónusta. Þannig að við erum ekki að safna upp sjóðum, við erum að reyna að reka sveitarfélagið skynsamlega til þess að geta létt álögum á íbúum, aukið þjónustu við þá og búið til framtíðartækifæri,” segir Elliði enn fremur. Í dag eru 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn.Magnús Hlynur Hreiðarsson Ölfus Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Innlent Fleiri fréttir Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Sjá meira
Það er allt að gerast eins og stundum er sagt þegar Sveitarfélagið Ölfus er annars vegar því þar eru svo miklar framkvæmdir í gangi og iðandi mannlíf að sjaldan eða aldrei hefur verið eins mikið um að vera í sveitarfélaginu eins og núna. Þá skemmir ekki fyrir jákvæður rekstur sveitarfélagsins eins og Elliði Vignisson, bæjarstjóri kann góð skil á. „Ég held að það megi segja það með sanni að reksturinn hjá okkur gengur afar vel. Við höfum á seinustu árum verið að leggja höfuð áherslu á að vera með verðmætaskapandi verkefni, að reyna að gera hér í heimabyggð tækifæri fyrir íbúa og þar með fyrir samfélagið. Og það skilar því núna við skilum rúmum einum og hálfum milljarði í afgang af rétt tæplega sex milljarða veltu,” segir Elliði. Þetta er ótrúlega flott hjá ykkur, hverju þakkar þú þetta? „Ég þakka þetta bara fyrst og fremst þessu framtaki íbúa og þessari samstöðu, sem íbúar hafa sýnt með verðmætaskapandi verkefnum.” Höfnin í Þorlákshöfn er alltaf að verða glæsilegri og glæsilegri og geta nú risa skip lagst þar að við bryggju.Magnús Hlynur Hreiðarsson Elliði segir að íbúum fjölgi mjög hratt í sveitarfélaginu, eða fjögur til sex prósent á ári og hann reiknar með að þrjú þúsundasta íbúa múrinn verði rofin núna í júní. „Íbúar finna líka á eigin skinni hvað það skiptir miklu máli að búa í vel reknu sveitarfélagi af því að þessi eitt hundrað og fimm hundruð milljónir, sem við skilum í afgang, honum erum við nú þegar búin að skila til baka, af því að þetta eru ekki bankainnistæður, heldur heitir þetta í dag leikskólar, götur og gatnagerð og gatnalýsing og aukin þjónusta. Þannig að við erum ekki að safna upp sjóðum, við erum að reyna að reka sveitarfélagið skynsamlega til þess að geta létt álögum á íbúum, aukið þjónustu við þá og búið til framtíðartækifæri,” segir Elliði enn fremur. Í dag eru 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Ölfus Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Innlent Fleiri fréttir Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Sjá meira