Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 26. apríl 2025 10:56 Fundir dagsins eru þeir fyrstu sem forsetarnir eiga í eigin persónu eftir fundinn umtalaða í febrúar. AP Donald Trump Bandaríkjaforseti og Volodímír Selenskí Úkraínuforseti áttu korterslangan fund inni í Péturskirkjunni í Páfagarði rétt fyrir útför Frans páfa í morgun. Samkvæmt upplýsingum frá Hvíta húsinu var fundurinn „mjög árangursríkur“. BBC hefur eftir talsmanni Úkraínustjórnar að forsetarnir muni hittast aftur síðdegis. Trump og Selenskí voru báðir viðstaddir útför Frans Páfa ásamt eiginkonum sínum og fleiri þjóðarleiðtogum. Áætlað er að um 200 þúsund manns hafi verið viðstaddir. Trump greindi frá því í gær að Rússar og Úkraínumenn, ásamt Bandaríkjamönnum, væru að nálgast samkomulag í yfirstandandi friðarviðræðum. Tilkynningin kom í kjölfar fundar Steve Witkoff sendifulltrúa Bandaríkjastjórnar og Vladimírs Pútín Rússlandsforseta í Mosku í gær. Þar báru þeir saman tillögur Bandaríkjastjórnar annars vegar og Evrópuríkja og Úkraínu hins vegar að friðarsamkomulagi. Sjá einnig: Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Tillögurnar tvær voru talsvert frábrugðnar hvorri annarri. Í tillögu Bandaríkjastjórnar er til að mynda gert ráð fyrir að Bandaríkin viðurkenni yfirráð Rússa yfir Krímskaga. Evrópsk-úkraínska tillagan gerir aftur á móti ekki ráð fyrir að Úkraínumenn gefa eftir neitt landsvæði fyrr en mögulega eftir að samið verður um vopnahlé. Bandaríkjastjórn hefur hótað því að hætta að skipta sér af friðarumleitunum í Úkraínu ef stríðandi fylkingar samþykkja ekki tillögur hennar að friði. Fundur Trump og Selenskí er sá fyrsti sem þeir eiga í eigin persónu eftir fundinn sem þeir áttu ásamt J.D. Vance varaforseta Bandaríkjanna í lok febrúar. Á þeim fundi sökuðu Trump og Vance Selenskí um vanþakklæti og virðingarleysi og sögðu hann hætta á heimsstyrjöld. Fundurinn í febrúar vakti mikla umræðu og flestir leiðtogar Evrópuríkjanna fordæmdu hegðun Bandaríkjamannanna á honum. Donald Trump Bandaríkin Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Andlát Frans páfa Páfagarður Tengdar fréttir Þrír látnir og tugir særðir Úkraínumenn segja að þrír séu látnir hið minnsta í árásum Rússa á landið í nótt sem hafa haldið áfram þrátt fyrir gagnrýni Trumps Bandaríkjaforseta á athæfin í gær. Eitt barn liggur í valnum og tugir eru særðir. Hundrað og þrír drónar voru notaðir við árásir í nótt sem beindust aðallega að borgunum Kharkiv og Pavlohrad þar sem dauðsföllin urðu. 25. apríl 2025 08:45 Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Vefverslun Donalds Trump Bandaríkjaforseta hefur hafið sölu á klæðnaði merktum „Trump 2028“. Forsetinn hefur ýjað að því að hann hyggist bjóða sig fram aftur 2028 þrátt fyrir að hann megi það ekki samkvæmt stjórnarskrá. 25. apríl 2025 08:00 „Vladímír, HÆTTU!“ Donald Trump Bandaríkjaforseti segist mjög óánægður með loftárásir Rússa á Kænugarð í nótt og biður Vladímír Pútín Rússlandsforseta um að hætta árásunum. 24. apríl 2025 13:56 Mest lesið „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Innlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Fleiri fréttir Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Sjá meira
Samkvæmt upplýsingum frá Hvíta húsinu var fundurinn „mjög árangursríkur“. BBC hefur eftir talsmanni Úkraínustjórnar að forsetarnir muni hittast aftur síðdegis. Trump og Selenskí voru báðir viðstaddir útför Frans Páfa ásamt eiginkonum sínum og fleiri þjóðarleiðtogum. Áætlað er að um 200 þúsund manns hafi verið viðstaddir. Trump greindi frá því í gær að Rússar og Úkraínumenn, ásamt Bandaríkjamönnum, væru að nálgast samkomulag í yfirstandandi friðarviðræðum. Tilkynningin kom í kjölfar fundar Steve Witkoff sendifulltrúa Bandaríkjastjórnar og Vladimírs Pútín Rússlandsforseta í Mosku í gær. Þar báru þeir saman tillögur Bandaríkjastjórnar annars vegar og Evrópuríkja og Úkraínu hins vegar að friðarsamkomulagi. Sjá einnig: Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Tillögurnar tvær voru talsvert frábrugðnar hvorri annarri. Í tillögu Bandaríkjastjórnar er til að mynda gert ráð fyrir að Bandaríkin viðurkenni yfirráð Rússa yfir Krímskaga. Evrópsk-úkraínska tillagan gerir aftur á móti ekki ráð fyrir að Úkraínumenn gefa eftir neitt landsvæði fyrr en mögulega eftir að samið verður um vopnahlé. Bandaríkjastjórn hefur hótað því að hætta að skipta sér af friðarumleitunum í Úkraínu ef stríðandi fylkingar samþykkja ekki tillögur hennar að friði. Fundur Trump og Selenskí er sá fyrsti sem þeir eiga í eigin persónu eftir fundinn sem þeir áttu ásamt J.D. Vance varaforseta Bandaríkjanna í lok febrúar. Á þeim fundi sökuðu Trump og Vance Selenskí um vanþakklæti og virðingarleysi og sögðu hann hætta á heimsstyrjöld. Fundurinn í febrúar vakti mikla umræðu og flestir leiðtogar Evrópuríkjanna fordæmdu hegðun Bandaríkjamannanna á honum.
Donald Trump Bandaríkin Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Andlát Frans páfa Páfagarður Tengdar fréttir Þrír látnir og tugir særðir Úkraínumenn segja að þrír séu látnir hið minnsta í árásum Rússa á landið í nótt sem hafa haldið áfram þrátt fyrir gagnrýni Trumps Bandaríkjaforseta á athæfin í gær. Eitt barn liggur í valnum og tugir eru særðir. Hundrað og þrír drónar voru notaðir við árásir í nótt sem beindust aðallega að borgunum Kharkiv og Pavlohrad þar sem dauðsföllin urðu. 25. apríl 2025 08:45 Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Vefverslun Donalds Trump Bandaríkjaforseta hefur hafið sölu á klæðnaði merktum „Trump 2028“. Forsetinn hefur ýjað að því að hann hyggist bjóða sig fram aftur 2028 þrátt fyrir að hann megi það ekki samkvæmt stjórnarskrá. 25. apríl 2025 08:00 „Vladímír, HÆTTU!“ Donald Trump Bandaríkjaforseti segist mjög óánægður með loftárásir Rússa á Kænugarð í nótt og biður Vladímír Pútín Rússlandsforseta um að hætta árásunum. 24. apríl 2025 13:56 Mest lesið „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Innlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Fleiri fréttir Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Sjá meira
Þrír látnir og tugir særðir Úkraínumenn segja að þrír séu látnir hið minnsta í árásum Rússa á landið í nótt sem hafa haldið áfram þrátt fyrir gagnrýni Trumps Bandaríkjaforseta á athæfin í gær. Eitt barn liggur í valnum og tugir eru særðir. Hundrað og þrír drónar voru notaðir við árásir í nótt sem beindust aðallega að borgunum Kharkiv og Pavlohrad þar sem dauðsföllin urðu. 25. apríl 2025 08:45
Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Vefverslun Donalds Trump Bandaríkjaforseta hefur hafið sölu á klæðnaði merktum „Trump 2028“. Forsetinn hefur ýjað að því að hann hyggist bjóða sig fram aftur 2028 þrátt fyrir að hann megi það ekki samkvæmt stjórnarskrá. 25. apríl 2025 08:00
„Vladímír, HÆTTU!“ Donald Trump Bandaríkjaforseti segist mjög óánægður með loftárásir Rússa á Kænugarð í nótt og biður Vladímír Pútín Rússlandsforseta um að hætta árásunum. 24. apríl 2025 13:56