Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 26. apríl 2025 22:30 Sigurður Hannesson er framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Vísir/Vilhelm Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki sem þurfa mörg að hugsa hlutina alveg upp á nýtt að sögn framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins. Flækjustig tollafgreiðslu í Bandaríkjunum hefur aukist til muna, og íslensk fyrirtæki eru þegar farin að huga að því að gera breytingar. Það er ekki bara fiskur og ál sem flutt er út frá Íslandi heldur einnig ýmislegt annað, til að mynda vörur og þjónusta sem byggja á íslensku hugviti. Fyrirtæki í þessum geira eru mörg hver þegar farin að finna fyrir afleiðingum tollastríðs. „Myndin er virkilega flókin sem gerir það af verkum að allt verður tímafrekara og það þarf að hugsa hlutina svolítið upp á nýtt,“ segir Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Nú þurfi til að mynda að gera grein fyrir uppruna, og tollafgreiðsla á innflutningi til Bandaríkjanna því orðin mun tímafrekari og flóknari í vöfum. „Nú þarf að gera grein fyrir því til dæmis hvernig vörur eru samsettar. Hvað er mikið af til dæmis stáli eða áli í sem að tilheyrir vörunni og þá þarf að tollafgreiða það miðað við reglurnar og myndin er virkilega flókin,“ segir hann. Það er ekki síður óvissan sem hefur gert fyrirtækjum erfitt fyrir vegna tollastefnu Donalds Trump Bandaríkjaforseta sem þykir nokkuð óútreiknanleg. Hagsmunasamtökin eiga í nánu samtali við utanríkisþjónustuna vegna þróunarinnar í alþjóðamálum. „Það sem hefur verið rætt þar er til dæmis að halda námskeið fyrir fyrirtæki um það hvernig eigi að gera grein fyrir uppruna í þessum aðstæðum. Þannig að það er margt sem að fólk þarf að læra í þessum breytta veruleika,“ segir Sigurður. Sum fyrirtæki eru þegar farin að huga að því að flytja framleiðslu sína annað, breyta innkaupastefnu eða hækka verð. „Ég veit alla veganna að það eru mörg fyrirtæki að huga að því um þessar mundir, eðlilega. En auðvitað vitum við það líka að hlutirnir gerast mjög hratt þannig að það er býsna erfitt kannski að átta sig á því nákvæmlega núna eða taka ákvarðanir. En svo sannarlega eru öll fyrirtæki meira og minna að huga að þessu, fyrirtæki sem eru að fá aðföng héðan og þaðan úr heiminum.“ Skattar og tollar Donald Trump Mest lesið Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Kristján lætur af störfum hjá Samherja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira
Það er ekki bara fiskur og ál sem flutt er út frá Íslandi heldur einnig ýmislegt annað, til að mynda vörur og þjónusta sem byggja á íslensku hugviti. Fyrirtæki í þessum geira eru mörg hver þegar farin að finna fyrir afleiðingum tollastríðs. „Myndin er virkilega flókin sem gerir það af verkum að allt verður tímafrekara og það þarf að hugsa hlutina svolítið upp á nýtt,“ segir Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Nú þurfi til að mynda að gera grein fyrir uppruna, og tollafgreiðsla á innflutningi til Bandaríkjanna því orðin mun tímafrekari og flóknari í vöfum. „Nú þarf að gera grein fyrir því til dæmis hvernig vörur eru samsettar. Hvað er mikið af til dæmis stáli eða áli í sem að tilheyrir vörunni og þá þarf að tollafgreiða það miðað við reglurnar og myndin er virkilega flókin,“ segir hann. Það er ekki síður óvissan sem hefur gert fyrirtækjum erfitt fyrir vegna tollastefnu Donalds Trump Bandaríkjaforseta sem þykir nokkuð óútreiknanleg. Hagsmunasamtökin eiga í nánu samtali við utanríkisþjónustuna vegna þróunarinnar í alþjóðamálum. „Það sem hefur verið rætt þar er til dæmis að halda námskeið fyrir fyrirtæki um það hvernig eigi að gera grein fyrir uppruna í þessum aðstæðum. Þannig að það er margt sem að fólk þarf að læra í þessum breytta veruleika,“ segir Sigurður. Sum fyrirtæki eru þegar farin að huga að því að flytja framleiðslu sína annað, breyta innkaupastefnu eða hækka verð. „Ég veit alla veganna að það eru mörg fyrirtæki að huga að því um þessar mundir, eðlilega. En auðvitað vitum við það líka að hlutirnir gerast mjög hratt þannig að það er býsna erfitt kannski að átta sig á því nákvæmlega núna eða taka ákvarðanir. En svo sannarlega eru öll fyrirtæki meira og minna að huga að þessu, fyrirtæki sem eru að fá aðföng héðan og þaðan úr heiminum.“
Skattar og tollar Donald Trump Mest lesið Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Kristján lætur af störfum hjá Samherja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira