Börsungar bikarmeistarar eftir framlengingu Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 26. apríl 2025 22:47 Jules Kounde fagnaði sigurmarkinu vel og innilega. Eðlilega svo sem. Fran Santiago/Getty Images Barcelona er spænskur bikarmeistari eftir 3-2 sigur gegn erkifjendum sínum í Real Madrid í framlengdum úrslitaleik spænska konungsbikarsins, Copa del Rey, í kvöld. Börsungar voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og uppskáru mark eftir tæplega hálftíma leik þegar Lamine Yamal lagði boltann út á Pedri sem þrumaði honum í netið með skoti fyrir utan teig. Það reyndist eina mark fyrri hálfleiks og staðan því 1-0, Barcelona í vil, þegar liðin gengu til búningsherbergja. Eftir frekan slappan fyrri hálfleik Madrídinga tóku þeir loksins við sér eftir hlé. Kylian Mbappé kom inn af varamannabekknum í hálfleik og hann átti heldur betur eftir að setja mark sitt á leikinn. Franski sóknarmaðurinn jafnaði metin fyrir Madrídinga með marki beint úr aukaspyrnu á 70. mínútu, áður en Aurélien Tchouaméni kom liðinu yfir með góðum skalla sjö mínútum síðar. Börsungar gáfust þó ekki upp og Ferran Torres jafnaði metin fyrir liðið sex mínútum fyrir leikslok eftir að hafa leikið á Thibaut Courtois í marki Madrídinga. Börsungar héldu svo að þeir væru að fá vítaspyrnu í uppbótartíma eftir að Raphinha fór niður innan vítateigs, en eftir skoðun myndbandsdómara var Brassinn spjaldaður fyrir leikaraskap. Barcelona have an injury-time penalty overturned by VAR in the Copa del Rey final 🍿Raphinha was booked for simulation 😬 pic.twitter.com/vK6S9A84g0— Football on TNT Sports (@footballontnt) April 26, 2025 Niðurstaðan eftir venjulegan leiktíma því 2-2 jafntefli og því þurfti að grípa til framlengingar. Í framlengingunni var það svo Jules Kounde sem reyndist hetja Börsunga. Bakvörðurinn komst þá inn í sendingu frá Luka Modric á 116. mínútu og renndi boltanum í fjærhornið með hnitmiðuðu skoti. Niðurstaðan því 3-2 sigur Barcelona í vægast sagt sveiflukenndum leik og bikarmeistaratitillinn er þeirra. Spænski boltinn Mest lesið Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Í beinni: Arsenal - Leeds | Nýliðarnir á Emirates Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Sjá meira
Börsungar voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og uppskáru mark eftir tæplega hálftíma leik þegar Lamine Yamal lagði boltann út á Pedri sem þrumaði honum í netið með skoti fyrir utan teig. Það reyndist eina mark fyrri hálfleiks og staðan því 1-0, Barcelona í vil, þegar liðin gengu til búningsherbergja. Eftir frekan slappan fyrri hálfleik Madrídinga tóku þeir loksins við sér eftir hlé. Kylian Mbappé kom inn af varamannabekknum í hálfleik og hann átti heldur betur eftir að setja mark sitt á leikinn. Franski sóknarmaðurinn jafnaði metin fyrir Madrídinga með marki beint úr aukaspyrnu á 70. mínútu, áður en Aurélien Tchouaméni kom liðinu yfir með góðum skalla sjö mínútum síðar. Börsungar gáfust þó ekki upp og Ferran Torres jafnaði metin fyrir liðið sex mínútum fyrir leikslok eftir að hafa leikið á Thibaut Courtois í marki Madrídinga. Börsungar héldu svo að þeir væru að fá vítaspyrnu í uppbótartíma eftir að Raphinha fór niður innan vítateigs, en eftir skoðun myndbandsdómara var Brassinn spjaldaður fyrir leikaraskap. Barcelona have an injury-time penalty overturned by VAR in the Copa del Rey final 🍿Raphinha was booked for simulation 😬 pic.twitter.com/vK6S9A84g0— Football on TNT Sports (@footballontnt) April 26, 2025 Niðurstaðan eftir venjulegan leiktíma því 2-2 jafntefli og því þurfti að grípa til framlengingar. Í framlengingunni var það svo Jules Kounde sem reyndist hetja Börsunga. Bakvörðurinn komst þá inn í sendingu frá Luka Modric á 116. mínútu og renndi boltanum í fjærhornið með hnitmiðuðu skoti. Niðurstaðan því 3-2 sigur Barcelona í vægast sagt sveiflukenndum leik og bikarmeistaratitillinn er þeirra.
Spænski boltinn Mest lesið Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Í beinni: Arsenal - Leeds | Nýliðarnir á Emirates Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Sjá meira