Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Kristján Már Unnarsson skrifar 27. apríl 2025 07:00 Tryggvi Helgason, stofnandi Norðurflugs, við aðra af Beechcraft-vélum félagsins. Minjasafnið á Akureyri/Flugsafn Íslands Með stofnun Norðurflugs á Akureyri varð Tryggvi Helgason brautryðjandi í rekstri landshlutaflugfélaga á Íslandi. Flugfélagið Norlandair og áður Flugfélag Norðurlands eru bæði sprottin af Norðurflugi. Í þættinum Flugþjóðin á Stöð 2 um Akureyrarflugvöll segja fyrrum flugmenn Norðurflugs frá Tryggva og flugrekstri hans. Fyrir sunnan sáu sumir þetta brambolt Norðlendinga þó vart sem alvöru flugrekstur. Einn flugmanna hans minnist þess að hafa verið synjað um aðild að lífeyrissjóði atvinnuflugmanna með þeim orðum að hann ynni ekki hjá alvöruflugfélagi. Hér má sjá sjö mínútna kafla úr þættinum: Þegar Akureyrarflugvöllur var opnaður árið 1954 var flugbrautin 1.000 metra löng. Hún var fljótlega lengd upp í 1.500 metra og síðan malbikuð fyrir komu fyrstu þotunnar, Gullfaxa, árið 1967. Brautin var síðan lengd enn frekar í áföngum. Gullfaxi lentur í fyrsta sinn á Akureyrarflugvelli sumarið 1967.Jónas Einarsson/Minjasafnið á Akureyri/Flugsafn Íslands Samhliða fór hlutverk vallarins sem varaflugvallar vaxandi. Í þættinum er rifjaður upp óveðursdagur árið 1993 þegar Keflavík lokaðist og farþegaþotur sneru hver af annarri til Akureyrar. Við ratsjána í flugturninum leiðbeindi Húnn Snædal flugumferðarstjóri flugvélunum inn til lendingar. Húnn Snædal flugumferðarstjóri við ratsjána í flugturninum á Akureyri árið 1993.Stöð 2/skjáskot Og þegar Eyjafjallajökull gaus árið 2010 þjónaði Akureyri um tíma sem aðalmillilandaflugvöllur Íslands. Flugvöllurinn á Melgerðismelum í Eyjafirði var forveri Akureyrarflugvallar. Utan Suðvesturlands var hann þýðingarmesti flugvöllur landins þegar innanlandsflugið var að færast yfir í landflugvélar. Hér má sjá níu mínútna kafla um upphafsár flugsins á Akureyri: Þátturinn um Akureyrarflugvöll og þátt Eyfirðinga í íslensku flugsögunni er sá tólfti í röðinni um Flugþjóðina, sem hóf göngu sína á Stöð 2 síðastliðið haust. Þátturinn verður endursýndur á Stöð 2 síðdegis í dag, sunnudag, klukkan 17:40. Áskrifendur Stöðvar 2 og Stöðvar 2+ geta séð alla þættina um Flugþjóðina í streymisveitu Stöðvar 2 hvar og hvenær sem er. Hér er fyrsta kynningarstikla Flugþjóðarinnar: Flugþjóðin Akureyrarflugvöllur Fréttir af flugi Söfn Samgöngur Akureyri Eyjafjarðarsveit Tengdar fréttir Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Melgerðismelar í Eyjafirði skipa merkan sess í flugsögu Íslands. Þar var fyrsti flugvöllur Akureyrar og sá mikilvægasti utan Suðvesturlands þegar innanlandsflugið var að færast yfir í landflugvélar á upphafsárunum. 24. apríl 2025 23:46 Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Beint flug milli Akureyrar og útlanda hefur aldrei verið meira og voru sjö áætlunarflug á viku út í heim að jafnaði frá Akureyrarflugvelli í síðasta mánuði auk leiguflugs. Akureyri nálgast núna Reykjavíkurflugvöll í heildarfjölda flugfarþega. 22. apríl 2025 22:11 Akureyringar segja vöggu flugsins vera fyrir norðan Flugáhugamenn sunnan og norðan heiða hafa löngum togast á um það hvort vagga íslensks flugs eigi að teljast vera í Reykjavík eða á Akureyri. Þótt fyrsta flugvélin á Íslandi hafið tekið flugið í Reykjavík halda Akureyringar því gjarnan fram að vagga flugsins sé í raun fyrir norðan. 1. september 2024 23:00 Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Í þættinum Flugþjóðin á Stöð 2 um Akureyrarflugvöll segja fyrrum flugmenn Norðurflugs frá Tryggva og flugrekstri hans. Fyrir sunnan sáu sumir þetta brambolt Norðlendinga þó vart sem alvöru flugrekstur. Einn flugmanna hans minnist þess að hafa verið synjað um aðild að lífeyrissjóði atvinnuflugmanna með þeim orðum að hann ynni ekki hjá alvöruflugfélagi. Hér má sjá sjö mínútna kafla úr þættinum: Þegar Akureyrarflugvöllur var opnaður árið 1954 var flugbrautin 1.000 metra löng. Hún var fljótlega lengd upp í 1.500 metra og síðan malbikuð fyrir komu fyrstu þotunnar, Gullfaxa, árið 1967. Brautin var síðan lengd enn frekar í áföngum. Gullfaxi lentur í fyrsta sinn á Akureyrarflugvelli sumarið 1967.Jónas Einarsson/Minjasafnið á Akureyri/Flugsafn Íslands Samhliða fór hlutverk vallarins sem varaflugvallar vaxandi. Í þættinum er rifjaður upp óveðursdagur árið 1993 þegar Keflavík lokaðist og farþegaþotur sneru hver af annarri til Akureyrar. Við ratsjána í flugturninum leiðbeindi Húnn Snædal flugumferðarstjóri flugvélunum inn til lendingar. Húnn Snædal flugumferðarstjóri við ratsjána í flugturninum á Akureyri árið 1993.Stöð 2/skjáskot Og þegar Eyjafjallajökull gaus árið 2010 þjónaði Akureyri um tíma sem aðalmillilandaflugvöllur Íslands. Flugvöllurinn á Melgerðismelum í Eyjafirði var forveri Akureyrarflugvallar. Utan Suðvesturlands var hann þýðingarmesti flugvöllur landins þegar innanlandsflugið var að færast yfir í landflugvélar. Hér má sjá níu mínútna kafla um upphafsár flugsins á Akureyri: Þátturinn um Akureyrarflugvöll og þátt Eyfirðinga í íslensku flugsögunni er sá tólfti í röðinni um Flugþjóðina, sem hóf göngu sína á Stöð 2 síðastliðið haust. Þátturinn verður endursýndur á Stöð 2 síðdegis í dag, sunnudag, klukkan 17:40. Áskrifendur Stöðvar 2 og Stöðvar 2+ geta séð alla þættina um Flugþjóðina í streymisveitu Stöðvar 2 hvar og hvenær sem er. Hér er fyrsta kynningarstikla Flugþjóðarinnar:
Flugþjóðin Akureyrarflugvöllur Fréttir af flugi Söfn Samgöngur Akureyri Eyjafjarðarsveit Tengdar fréttir Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Melgerðismelar í Eyjafirði skipa merkan sess í flugsögu Íslands. Þar var fyrsti flugvöllur Akureyrar og sá mikilvægasti utan Suðvesturlands þegar innanlandsflugið var að færast yfir í landflugvélar á upphafsárunum. 24. apríl 2025 23:46 Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Beint flug milli Akureyrar og útlanda hefur aldrei verið meira og voru sjö áætlunarflug á viku út í heim að jafnaði frá Akureyrarflugvelli í síðasta mánuði auk leiguflugs. Akureyri nálgast núna Reykjavíkurflugvöll í heildarfjölda flugfarþega. 22. apríl 2025 22:11 Akureyringar segja vöggu flugsins vera fyrir norðan Flugáhugamenn sunnan og norðan heiða hafa löngum togast á um það hvort vagga íslensks flugs eigi að teljast vera í Reykjavík eða á Akureyri. Þótt fyrsta flugvélin á Íslandi hafið tekið flugið í Reykjavík halda Akureyringar því gjarnan fram að vagga flugsins sé í raun fyrir norðan. 1. september 2024 23:00 Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Melgerðismelar í Eyjafirði skipa merkan sess í flugsögu Íslands. Þar var fyrsti flugvöllur Akureyrar og sá mikilvægasti utan Suðvesturlands þegar innanlandsflugið var að færast yfir í landflugvélar á upphafsárunum. 24. apríl 2025 23:46
Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Beint flug milli Akureyrar og útlanda hefur aldrei verið meira og voru sjö áætlunarflug á viku út í heim að jafnaði frá Akureyrarflugvelli í síðasta mánuði auk leiguflugs. Akureyri nálgast núna Reykjavíkurflugvöll í heildarfjölda flugfarþega. 22. apríl 2025 22:11
Akureyringar segja vöggu flugsins vera fyrir norðan Flugáhugamenn sunnan og norðan heiða hafa löngum togast á um það hvort vagga íslensks flugs eigi að teljast vera í Reykjavík eða á Akureyri. Þótt fyrsta flugvélin á Íslandi hafið tekið flugið í Reykjavík halda Akureyringar því gjarnan fram að vagga flugsins sé í raun fyrir norðan. 1. september 2024 23:00