Rosalegt reiðikast Rüdiger sem reyndi að kasta hlut í dómarann Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. apríl 2025 08:33 Antonio Rudiger gjörsamlega trompaðist þegar það stefndi í tap hjá Real Madrid í gærkvöldi. Getty/Image Photo Agency Þýski miðvörðurinn Antonio Rüdiger fékk rauða spjaldið í bikarúrslitaleik Real Madrid og Barcelona í gærkvöldi. Hann gæti líka átt langt bann yfir höfði sér eftir skammarlega hegðun á hliðarlínunni. Barcelona lenti 2-1 undir í seinni hálfleik en náði að tryggja sér framlengingu og skora síðan sigurmarkið undir lok hennar. Barcelona vann því Real Madrid í þriðja sinn á tímabilinu og er spænskur bikarmeistari á meðan það stefnir í titlalaust tímabil hjá erkifjendunum í Real Madrid. View this post on Instagram A post shared by CBS Sports Golazo (@cbssportsgolazo) Skammarleg framkoma Rüdiger mun eflaust stela mörgum fyrirsögnum eftir leikinn enda hegðaði þess reynslubolti sér eins og smábarn. Real Madrid fólk er með það á heilanum að allir dómarar á Spáni séu á móti þeim og þeir voru farnir að ganga ansi langt í mótmælum sínum í svekkelsinu undir lok leiksins í gærkvöldi. Langlengst gekk þó umræddur Rüdiger. Hann byrjaði á því að reyna að henda einhverju í dómarann sem var þá inn á miðjum velli. Þarna var búið að taka Rüdiger af velli. View this post on Instagram A post shared by MARCA (@marca) Dómarinn sýndi Rüdiger að sjálfsögðu rauða spjaldið fyrir þetta og þá trompaðist hann algjörlega. Rüdiger ætlaði greinilega að ráðast á dómarann og það þurfti nær allt starfslið Real Madrid til að halda aftur af honum. Þrátt fyrir að starfsmenn Real Madrid hafi komið í veg fyrir að Rüdiger réðist á dómarann þá er erfitt að sjá annað en að leikmaðurinn sé á leiðinni í langt bann fyrir að reyna að henda hlut í dómarann. Hér fyrir ofan og neðan má sjá þessa skammarlegu framkomu og þetta rosalega reiðikast Rüdiger. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc) Spænski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Fleiri fréttir Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Sjá meira
Barcelona lenti 2-1 undir í seinni hálfleik en náði að tryggja sér framlengingu og skora síðan sigurmarkið undir lok hennar. Barcelona vann því Real Madrid í þriðja sinn á tímabilinu og er spænskur bikarmeistari á meðan það stefnir í titlalaust tímabil hjá erkifjendunum í Real Madrid. View this post on Instagram A post shared by CBS Sports Golazo (@cbssportsgolazo) Skammarleg framkoma Rüdiger mun eflaust stela mörgum fyrirsögnum eftir leikinn enda hegðaði þess reynslubolti sér eins og smábarn. Real Madrid fólk er með það á heilanum að allir dómarar á Spáni séu á móti þeim og þeir voru farnir að ganga ansi langt í mótmælum sínum í svekkelsinu undir lok leiksins í gærkvöldi. Langlengst gekk þó umræddur Rüdiger. Hann byrjaði á því að reyna að henda einhverju í dómarann sem var þá inn á miðjum velli. Þarna var búið að taka Rüdiger af velli. View this post on Instagram A post shared by MARCA (@marca) Dómarinn sýndi Rüdiger að sjálfsögðu rauða spjaldið fyrir þetta og þá trompaðist hann algjörlega. Rüdiger ætlaði greinilega að ráðast á dómarann og það þurfti nær allt starfslið Real Madrid til að halda aftur af honum. Þrátt fyrir að starfsmenn Real Madrid hafi komið í veg fyrir að Rüdiger réðist á dómarann þá er erfitt að sjá annað en að leikmaðurinn sé á leiðinni í langt bann fyrir að reyna að henda hlut í dómarann. Hér fyrir ofan og neðan má sjá þessa skammarlegu framkomu og þetta rosalega reiðikast Rüdiger. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc)
Spænski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Fleiri fréttir Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Sjá meira