Rosalegt reiðikast Rüdiger sem reyndi að kasta hlut í dómarann Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. apríl 2025 08:33 Antonio Rudiger gjörsamlega trompaðist þegar það stefndi í tap hjá Real Madrid í gærkvöldi. Getty/Image Photo Agency Þýski miðvörðurinn Antonio Rüdiger fékk rauða spjaldið í bikarúrslitaleik Real Madrid og Barcelona í gærkvöldi. Hann gæti líka átt langt bann yfir höfði sér eftir skammarlega hegðun á hliðarlínunni. Barcelona lenti 2-1 undir í seinni hálfleik en náði að tryggja sér framlengingu og skora síðan sigurmarkið undir lok hennar. Barcelona vann því Real Madrid í þriðja sinn á tímabilinu og er spænskur bikarmeistari á meðan það stefnir í titlalaust tímabil hjá erkifjendunum í Real Madrid. View this post on Instagram A post shared by CBS Sports Golazo (@cbssportsgolazo) Skammarleg framkoma Rüdiger mun eflaust stela mörgum fyrirsögnum eftir leikinn enda hegðaði þess reynslubolti sér eins og smábarn. Real Madrid fólk er með það á heilanum að allir dómarar á Spáni séu á móti þeim og þeir voru farnir að ganga ansi langt í mótmælum sínum í svekkelsinu undir lok leiksins í gærkvöldi. Langlengst gekk þó umræddur Rüdiger. Hann byrjaði á því að reyna að henda einhverju í dómarann sem var þá inn á miðjum velli. Þarna var búið að taka Rüdiger af velli. View this post on Instagram A post shared by MARCA (@marca) Dómarinn sýndi Rüdiger að sjálfsögðu rauða spjaldið fyrir þetta og þá trompaðist hann algjörlega. Rüdiger ætlaði greinilega að ráðast á dómarann og það þurfti nær allt starfslið Real Madrid til að halda aftur af honum. Þrátt fyrir að starfsmenn Real Madrid hafi komið í veg fyrir að Rüdiger réðist á dómarann þá er erfitt að sjá annað en að leikmaðurinn sé á leiðinni í langt bann fyrir að reyna að henda hlut í dómarann. Hér fyrir ofan og neðan má sjá þessa skammarlegu framkomu og þetta rosalega reiðikast Rüdiger. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc) Spænski boltinn Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Breiðablik - Lech Poznan | Brekka hjá Blikum Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Sjá meira
Barcelona lenti 2-1 undir í seinni hálfleik en náði að tryggja sér framlengingu og skora síðan sigurmarkið undir lok hennar. Barcelona vann því Real Madrid í þriðja sinn á tímabilinu og er spænskur bikarmeistari á meðan það stefnir í titlalaust tímabil hjá erkifjendunum í Real Madrid. View this post on Instagram A post shared by CBS Sports Golazo (@cbssportsgolazo) Skammarleg framkoma Rüdiger mun eflaust stela mörgum fyrirsögnum eftir leikinn enda hegðaði þess reynslubolti sér eins og smábarn. Real Madrid fólk er með það á heilanum að allir dómarar á Spáni séu á móti þeim og þeir voru farnir að ganga ansi langt í mótmælum sínum í svekkelsinu undir lok leiksins í gærkvöldi. Langlengst gekk þó umræddur Rüdiger. Hann byrjaði á því að reyna að henda einhverju í dómarann sem var þá inn á miðjum velli. Þarna var búið að taka Rüdiger af velli. View this post on Instagram A post shared by MARCA (@marca) Dómarinn sýndi Rüdiger að sjálfsögðu rauða spjaldið fyrir þetta og þá trompaðist hann algjörlega. Rüdiger ætlaði greinilega að ráðast á dómarann og það þurfti nær allt starfslið Real Madrid til að halda aftur af honum. Þrátt fyrir að starfsmenn Real Madrid hafi komið í veg fyrir að Rüdiger réðist á dómarann þá er erfitt að sjá annað en að leikmaðurinn sé á leiðinni í langt bann fyrir að reyna að henda hlut í dómarann. Hér fyrir ofan og neðan má sjá þessa skammarlegu framkomu og þetta rosalega reiðikast Rüdiger. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc)
Spænski boltinn Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Breiðablik - Lech Poznan | Brekka hjá Blikum Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Sjá meira