Lífið

Jiggly Caliente dragdrottning látin

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Jiggly Caliente fæddist í Filippseyjum og fluttist tíu ára gömul til Bandaríkjanna.
Jiggly Caliente fæddist í Filippseyjum og fluttist tíu ára gömul til Bandaríkjanna. Getty

Dragdrottningin Jiggly Caliente sem gerði garðinn frægan í sjónvarpsþáttunum vinsælu Rupaul's Drag Race er látin, 44 ára að aldri.

Caliente, sem hét réttu nafni Bianca Castro, hafði fengið alvarlega sýkingu og undirgekkst hún aðgerð fyrir tveimur dögum þar sem hægri fótleggur hennar var fjarlægður.

Í tilkynningu frá fjölskyldu hennar segir að hún hafi látist með friðsamlegum hætti snemma í morgun umkringd fjölskyldu og vinum.

Tilkynning fjölskyldunnar á Instagram.Instagram

„Caliente var sterkur persónuleiki í skemmtanabransanum og hún var dýrkuð fyrir smitandi orku, gott vit og mikla einlægni ... arfleið hennar einkennist af ást, hugrekki og ljósi,“ segir í tilkynningunni.

Caliente lenti í áttunda sæti í fjórðu seríu þáttanna vinsælu Rupaul's Drag Race, tók svo aftur þátt í þáttaröð sex og lenti í tólfta sæti.

Árið 2022 varð hún dómari í drag-keppni Filippseyja og gegndi því hlutverki í þrjár þáttaraðir.

AMZ.


Tengdar fréttir

Stjarna úr Ru­P­aul's Drag Race er látin

Bandaríska dragdrottningin Chi Chi DeVayne, sem þekktust er fyrir að bara komið fram í tveimur þáttaröðum af RuPaul's Drag Race, er látin, 34 ára að aldri.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.